Fréttablaðið - 12.05.2015, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 12.05.2015, Blaðsíða 8
12. maí 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 8 Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is 365.is Sími 1817 Til hvers að flækja hlutina? SJÁLFKRAFA í BESTA ÞREP! Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Reykjavík Reykjanesbæ Steypugljái á stéttina í sumar Superseal og Clear Guard steypugjái Steypugljáinn sem endist! NEYTENDUR Um sjötíu íbúar á þremur heimilum fyrir aldraða í Ljungby í Svíþjóð fengu uppköst fyrir um viku. Þrír íbú- anna létust. Nú hafa rann- sóknir leitt í ljós að rekja megi veikindin til neyslu á frosnum, innfluttum hindberjum sem voru í eftirrétti sem var fram- reiddur á heimilunum. Svokölluð nóróveira reyndist vera í hind- berjunum. Þrátt fyrir tilmæli sænsku matvælastofnun- arinnar og reglur sveitar- félagsins voru hindberin ekki soðin. Guðrún Sigmundsdótt- ir, yfirlæknir á sóttvarna- sviði Embættis landlækn- is, segir að ráðleggingar hér á landi séu óbreyttar frá því sem var og því enn í gildi. Mælt sé með suðu frosinna hindberja. „Eftir því sem ég best veit hefur þetta mál ekki verið mikið í umræðunni nýlega hér- lendis en kemur alltaf upp af og til. Við höfum í samvinnu við Mat- vælastofnun mælt með hitameð- höndlun hindberja.“ Á vef Landlæknis segir að suða hafi hvorki áhrif á bragð né lit hindberja og því sé vel hægt að sjóða þau áður en þau eru notuð í eftirrétti og drykki („smoothies“ og „boost“). - ibs Matvælastofnun og Landlæknir mæla með suðu frosinna, innfluttra hindberja vegna nóróveiru: Dauðsföll rakin til neyslu á hindberjum HINDBER M ælt er með suðu frosinna, innfluttra hindberja. NORDIDPHOTOS/GETTY GUÐRÚN SIG- MUNDSDÓTTIR EVRÓPUSAMBANDIÐ „Okkur þykir þetta leitt,“ segir Michael Roth, Evrópumálaráðherra þýsku stjórn- arinnar, þegar hann er spurður út í bréf Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra til Evrópusam- bandsins, þar sem segir að ríkis- stjórn Íslands líti ekki lengur svo á að Ísland eigi í aðildarviðræðum við sambandið. „Við hefðum vissulega viljað að Ísland yrði öflugur og fullgildur aðili að Evrópusambandinu, en okkur ber að virða þessa ákvörð- un,“ segir Roth. Spurður hvort hann skilji þetta svo að Ísland hafi einungis gert tímabundið hlé á viðræðum, segir hann að ákvörðun um það sé í höndum Íslendinga. „Í lýðræðisríkjum er ekkert klappað í stein. Við gerum okkur vissulega vonir um að kannski eftir nokkur ár verði aðild að ESB aftur sett á dagskrá. Ef við getum gert eitthvað til þess að viðhorfin gagnvart ESB verði jákvæðari, þá myndi það gleðja mig mjög.“ Roth er staddur í stuttri heim- sókn hér á landi, bæði til þess að styrkja enn frekar tengsl Íslands og Þýskalands og einnig til að ýta undir samskipti Íslands við Evr- ópusambandið. „Milli Íslands og Þýskalands er löng hefð fyrir góðum og vinsam- legum samskiptum,“ segir Roth. „Og þótt ein ríkisstjórn skrifi bréf og hætti viðræðum, þá er framtíðar sýn Evrópusambandsins engan veginn úr sögunni. Þvert á móti. Ég er hingað kominn meðal annars til þess að kynna þann áhuga sem bæði Evrópusamband- ið og Þýskaland hafa á samskiptum við Ísland. Þar er það ekki stærð landsins sem skiptir máli og ég er viss um að Ísland hefur mikið fram að færa í Evrópu, alveg burtséð frá stöðu þess.“ Of mikið talað Roth hefur haft í ýmsu að snúast í embætti sínu sem Evrópumála- ráðherra í þýska utanríkisráðu- neytinu. Meðal annars hefur það komið í hans hlut að styrkja tengsl Þýskalands við Grikkland í þeim hremmingum, sem gríska þjóðin hefur gengið í gegnum undanfarið. „Samskipti Grikklands og Þýskalands hafa áratugum saman verið mjög vinsamleg, bæði vegna þess að þýskir ferðamenn hafa mikið ferðast til Grikklands og vegna þess að í Þýskalandi búa 300 þúsund manns með grískar rætur. Þessi samskipti hafa hins vegar versnað töluvert í grísku efna- hagskreppunni, en mig langar að leggja mitt af mörkum til þess að bæta þessi samskipti á ný.“ Grikkir hafa borið sig illa undan Þjóðverjum, sem hafa þótt sýna lít- inn sveigjanleika gagnvart lítilli þjóð í miklum efnahagsvanda. Roth segir að í samskiptum ríkjanna hafi mikil mistök verið gerð af beggja hálfu. „Einmitt Þýskalandi, sem er stórt efnahagsveldi, ber skylda til að gæta sérstaklega að orðum sínum, ekki síst gagnvart smærra aðildarlandi sem nú gengur í gegn- um mjög erfiða tíma. Margir íbúar Grikklands glíma við mikla erfið- leika, sérstaklega þó unga kynslóð- in sem býr við alltof mikið atvinnu- leysi. Við eigum að taka tillit til þess og sýna Grikkjum bæði virð- ingu og vinsemd.“ Hins vegar þurfi að hvetja Grikkland til þess að standa við gerða samninga og gera Grikkjum ljóst að það sé að miklu leyti undir þeim sjálfum komið hvort farsæl- lega tekst til á endanum. Hann segir Þjóðverja hafa sýnt Grikkjum mikinn sveigjanleika: „Við höfum komið okkur saman um tiltekin markmið, en hvernig Grikkir ætla að ná þessum mark- miðum er nú að miklu leyti undir þeim sjálfum komið. Tíminn líður og menn hafa talað of mikið en ekki tekið nóg af ákvörðunum. Þetta hefur áreiðanlega gert stöð- una verri, en Þýskaland er reiðu- búið að veita þá aðstoð sem í þess valdi stendur.“ Öllum til skammar Hvað varðar aðgerðir Evrópu- sambandsins gagnvart flóttafólki, sem streymir yfir Miðjarðarhafið í von um skjól í Evrópu, þá segir Roth ekkert aðildarríkja Evrópu- sambandsins vera þar undanþegið ábyrgð. „Þessi harmleikur, að svo margir hafi drukknað í Miðjarðarhafinu, er okkur öllum í Evrópusamband- inu til skammar, öllum aðildarríkj- unum, og nú á þetta fyrst og fremst að snúast um að bjarga mannslíf- um. Þar er athygli okkar núna. Staðan hefur einnig gert okkur ljóst að við þurfum að gera grund- vallarbreytingar á stefnu okkar í málefnum innflytjenda, hælisleit- enda og flóttamanna.“ Hann segir mörg aðildarríkj- anna tilbúin til þess, en vandinn sé sá að ná þurfi samkomulagi sem öll aðildarríkin 28 geti fallist á. „Framkvæmdastjórn ESB legg- ur nú tillögur á borðið, og við eigum ekki að gefa okkur alltof langan tíma til þess að komast að samkomulagi. Þarna er ekki bara trúverðugleiki Evrópusambands- ins í húfi, heldur trúverðugleiki allra aðildarríkjanna 28, því Evr- ópusambandið getur ekki komið sér upp breyttri og mannúðlegri flóttamannastefnu nema 28 ríkis- stjórnir samþykki það. Þýskaland er að minnsta kosti reiðubúið til þess.“ Ekki klappað í stein Evrópumálaráðherra Þýskalands vonast til þess að eftir nokkur ár geti aðild að Evrópusambandinu komist aftur á dagskrá hér á landi. Hann segir Þjóðverja hafa sýnt Grikkjum mikinn sveigjanleika í efnahagsþrengingum þeirra, en harmleikur flóttafólks í Miðjarðarhafinu sé öllum aðildarríkjum ESB til skammar. Þótt ein ríkisstjórn skrifi bréf og hætti við- ræðum, þá er framtíðarsýn Evrópusambandsins engan veginn úr sögunni. MICHAEL ROTH Evrópumálaráðherra Þýskalands er í stuttri heimsókn hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VEISTU SVARIÐ? 1. Verkfallsaðgerðir hvaða félags er forstjóri Landspítala ósáttur við? 2. Umhverfi svakt við Hvalfjörð óttast uppbyggingu hvaða fyrirtækis í fi rð- inum? 3. Hver er nýkjörinn formaður Land- verndar? SVÖR 1. Félags geislafræðinga 2. Kísilvers Silicor Materials 3. Snorri Baldursson 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 7 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 F -0 5 3 C 1 7 5 F -0 4 0 0 1 7 5 F -0 2 C 4 1 7 5 F -0 1 8 8 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 4 0 s _ 1 1 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.