Fréttablaðið - 12.05.2015, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 12.05.2015, Blaðsíða 14
12. maí 2015 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Andri Ólafsson andri@365.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Það er mjög mikilvægt að tala ekki mikið við annað fólk. Annað fólk getur verið annarrar skoðunar en maður sjálfur. Ef annað fólk hefur rétt fyrir sér, þá þarf maður að breyta öllu sem maður hefur ákveðið. Það er vesen. Ég held að tilhneigingin til þess að nálg- ast mannlífið svona sé rót margra vanda- mála hér á landi. Það er skoðun Bjartrar framtíðar að flest mál sé hægt að leysa með því að tala saman. Krafa um samráð í stjórnmálum hefur verið rauður þráður í málflutningi okkar frá stofnun. „Þið viljið bara að öll dýrin í skóginum séu vinir. En lífið er ekki Dýrin í Hálsa- skógi!“ Á þennan hátt hefur krafa Bjartr- ar framtíðar oft verið léttvæg fundin. Það er ekki á nokkurn hátt krafa okkar að fólk sé vinir. Fólk má vera óvinir. Við gerum hins vegar þá kröfu, að fólk – bæðir vinir og óvinir – líti á það sem skyldu sína í siðmenntuðu samfélagi að tala saman. Við viljum að fólk reyni sífellt, í samein- ingu, að finna álitlegar leiðir til lausnar á vandamálum og koma í veg fyrir hörm- ungar. Í stjórnmálum er þessi krafa ein- staklega mikilvæg. Þar er verið að sýsla með hag almennings og framtíð barna okkar. Hvað ætli samráðsleysið sem ríkir í samfélaginu núna kosti? Ástæða þess að Björt framtíð boðar samráð er ekki sú að við séum hippar. Hún er þessi: Samráðs- leysi og botnlausar deilur leiða til sóunar á tíma, hæfileikum og peningum. Alþingi er dæmi um þetta og það sem meira er: Íslenskt samfélag í heild sinni er um þess- ar mundir átakanlegur vitnisburður um þann gríðarlega kostnað sem langvarandi samráðsleysi hefur í för með sér. Það eru verkföll úti um allt. Stálin stinn mætast með óheyrilegum skaða fyrir samfélagið. Því miður. Hvernig gerðist þetta? Aðrar þjóðir hafa náð að höndla deilur um kaup og kjör með miklu farsælli hætti en við. Hvernig er hægt að stýra svona velmegunarsam- félagi út í þvílíkar ógöngur? Mér finnst svarið blasa við: Með þvermóðsku. Stífni. Einræðistilburðum. Svikum. Skætingi. Dylgjum. Með því að tala ekki saman. Höldum því áfram, endilega. Ekkert fjandans Dýrin í Hálsaskógi. Ekki tala saman SAMFÉLAG Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar ➜Aðrar þjóðir hafa náð að höndla deilur um kaup og kjör með miklu farsælli hætti en við. Hvernig er hægt að stýra svona velmegunar- samfélagi út í þvílíkar ógöngur? FA S TU S _H _3 3. 05 .1 5 Fastus ehf., - Velkomin í verslun okkar. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Resorb Sport Fæst í fjölmörgum apótekum S ú ákvörðun stjórnarmeirihlutans að breytingar á rammaáætlun verði teknar á dagskrá þingsins í dag á eftir að hafa mikil áhrif á störf þingsins. Ekki stóð á viðbrögðum stjórnarandstæðinga í gær. Þetta var sagt fullkomin vitfirra, handsprengju hefði verið varpað inn í þingið og gott ef þetta jafngilti ekki ákvörðun Heródesar um að láta drepa öll sveinbörn í Betlehem þarna um árið. Látum hefð- bundna gengisfellingu íslenskrar orðræðu liggja á milli hluta, en það þarf enginn að velkjast í vafa um að með þessari tillögu er ekki beint verið að stuðla að sáttum. Hvorki innan þings né utan, þar sem þetta mun vekja upp deilur um náttúruna á ný. Rammaáætlun ber það hljóm- þýða nafn Áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Það var ríkisstjórn Davíðs Odds- sonar sem ýtti henni formlega úr vör árið 1999, en fyrsti áfangi hennar náði til ársins 2003. Fleiri áfangar hafa fylgt í kjölfarið og árið 2011 samþykkti Alþingi lög um verndar- og orkunýtingaráætlun. Deilur um rammaáætlun settu síðan sterkan svip á síðasta kjörtímabil. Fyrsta grein umræddra laga er svohljóðandi: „Markmið laga þessara er að tryggja að nýting landsvæða þar sem er að finna virkjunarkosti byggist á langtímasjónarmiðum og heildstæðu hagsmunamati þar sem tekið er tillit til verndar- gildis náttúru og menningarsögulegra minja, hagkvæmni og arðsemi ólíkra nýtingarkosta og annarra gilda sem varða þjóðar- hag, svo og hagsmuna þeirra sem nýta þessi sömu gæði, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.“ Hér er djarflega mælt. Samræma á hagkvæmni og arðsemi og náttúruvernd og menningarsöguleg sjónarmið og ýmislegt fleira smálegt. Öll dýrin í skóginum eiga sem sagt að vera vinir. Síðasta ríkisstjórn fór síðan ekki í grafgötur með það að markmiðið væri að sætta í eitt skipti fyrir öll þá sem vildu annars vegar virkja á ákveðnum svæðum og hins vegar vernda þau svæði fyrir nokkru raski. Það er ekki auðvelt verk. Og það má velta því fyrir sér hvort hugmyndirnar um víðtæka sátt á milli virkjunar- og nátt- úruverndarsinna hafi ekki verið helst til háleitar. Mun nokkru sinni nást sátt um ókomna tíð um að einhverju svæði verði ekki raskað? Á að binda hendur afkomenda okkar hvað það varðar? Er sú, um margt ósanngjarna, staða ekki uppi að einu varanlegu ákvarðanirnar sem hægt er að taka í þessum efnum er að skella uppistöðulóni á eitthvert svæði? Það er ofmælt að sátt hafi ríkt um rammaáætlun á síðasta kjör- tímabili. Ekki þarf pólitískt langminni til að rifja upp þá stöðu sem síðasta ríkisstjórn var í. Hvernig hún var í vandræðum með að koma rammanum í gegnum þingið, hvernig ákveðin atriði breyttust á síðustu metrunum, hvernig þurfti að semja til að ná öllu í gegn. Og léttinn sem ljóst var að stjórnarliðar fundu þegar ný lög voru samþykkt í janúar 2013, á síðustu mánuðum stjórnar- innar. Eins og ekki væri hægt að breyta lögum. Og það er einmitt það sem hefur gerst. Ný ríkisstjórn hefur nýjar áherslur varðandi vernd eða nýtingu svæða. Ríkisstjórn sem hefur sýnt að hún skirrist ekki við að fara í deilur. Og ljóst er að þær mun hún fá. Ramminn hélt í tvö ár. Deilurnar gætu staðið lengur. Enn á ný stefnir í uppnám á Alþingi: Rammi um deilur Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is Þegjandi samkomulag? Vigdís Hauksdóttir, formaður fjár- laganefndar og þingmaður Fram- sóknarflokksins, sagði í þættinum Eyjunni á sunnudag að samkomulag hefði verið við lýði hjá verkalýðs- félögunum að fara ekki í verkföll á meðan vinstri stjórn var við völd. Þegar þáttarstjórn andinn Björn Ingi Hrafnsson spurði hana hver hafi gert það samkomulag svaraði Vigdís: „Það var þegjandi samkomu- lag, við vitum það alveg.“ Kaldar kveðjur Vigdís mætti í þáttinn ásamt Birni Val Gíslasyni, varaformanni Vinstri grænna. Björn Valur var allt annað en sáttur við þessa full- yrðinu Vigdísar. „Þetta eru köldustu kveðjur sem launþegar í þessu landi hafa fengið lengi vel, þetta er mjög alvarleg staða sem uppi er og okkur ber skylda til að leysa hana í stað þess að hnýta í fólk með þessu orða- lagi sem Vigdís Hauks fór yfir áðan. Gera lítið úr fólki sem er í kjaradeilu og er að leita réttinda sinna,“ sagði Björn Valur. Á ekki orð Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusam- bandsins, sagði þessi ummæli Vigdísar fráleit í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær. „Að slíkt sam- komulag hafi verið til er náttúrulega bara út í Hróa hött. Í landinu eru æði mörg stéttarfélög og hver ætti eiginlega að geta gengið frá slíku samkomulagi?“ spurði Gylfi forviða. „Mér finnst þetta svo fjarri lagi að ég á varla orð yfir þetta.“ Gylfi sagði þó slík ummæli ekki koma á óvart frá Vigdísi en segir þau alveg úr lausu lofti gripin. „Nóg var nú tekist á við fyrri ríkisstjórn,“ segir Gylfi. „Með þá ríkisstjórn var, hvað varðar velferð og skattamál, einfaldlega meiri sátt í landinu með það.“ Gylfi taldi þá ríkisstjórn hafa lítið með það að gera hvernig komið er fyrir kjara- málum á Íslandi í dag. „Ég held að þessi ríkisstjórn hafi verið fullfær um það sjálf,“ sagði Gylfi. fanney@frettabladid.is 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 7 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 E -D 3 D C 1 7 5 E -D 2 A 0 1 7 5 E -D 1 6 4 1 7 5 E -D 0 2 8 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 4 0 s _ 1 1 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.