Fréttablaðið - 12.05.2015, Blaðsíða 20
FÓLK|HEILSA
Flestir kannast við að hungrið sverfi að þegar klukkan fer að nálgast þrjú
á venjulegum vinnudegi. Þá er
freistandi að ná sér í eitthvað
fljótlegt og gott í mötuneytinu
(eða næstu sjoppu). Bæði til
þess að spara sér svolítinn aur
og hafa hollustuna í fyrirrúmi er
sniðugt að taka með sér létt nesti
til að grípa í milli mála. Mörgum
finnst erfitt að finna hollt og gott
snakk sem fljótlegt er að taka til
(annað en poka af möndlum) en
hér má finna nokkrar hugmyndir
að gómsætu, frekar hollu og ein-
földu snakki.
SKINKU- OG SELLERÍRÚLLUR
Skiptið þremur skinkusneiðum
jafnt niður og vefjið þeim utan
um sex sellerístangir. Gott er að
dýfa þeim í létta sinnepssósu,
Dijon-sinnep blandað við sýrðan
rjóma.
HRÖKKBRAUÐ MEÐ HNETU-
SMJÖRI OG BANANA
Smyrjið hrökkbrauð með hnetu-
smjöri og dreifið bananasneiðum
jafnt yfir.
GRÆNN DRYKKUR
Blandið einum banana, einum
bolla af spínati og einum bolla af
möndlumjólk saman í blandara
og hellið í glas. Tilvalið orkuskot
í kaffitímanum.
HRÍSKAKA MEÐ HNETUSMJÖRI
Smyrjið hnetusmjöri á hrísköku,
stráið tveimur teskeiðum af rist-
uðum kókosflögum og tveimur
teskeiðum af þurrkuðum kirsu-
berjum yfir.
TÓMATAR MEÐ OSTI
Skerið fimm kirsuberjatómata í
tvennt. Deilið tveimur matskeið-
um af ferskum geitaosti ofan á
tómatana. Stráið tveimur teskeið-
um af söxuðum kryddjurtum,
svo sem steinselju eða basilíku,
yfir ostinn.
SESAM-POPP
Blandið fjórum bollum af popp-
korni við hálfa teskeið af ristaðri
sesamolíu og hálfa teskeið af
sesamfræjum.
SÆTAR FRANSKAR KARTÖFLUR
Skerið sætar kartöflur niður í
strimla, dreifið þeim á bökunar-
plötu, setjið salt, pipar og ólífu-
olíu yfir og blandið saman. Bakið
við 200°C þar til kartöflurnar
hafa fengið á sig örlítið dökkan
lit. Gott sem snakk milli mála og
meðlæti með mat.
SKEMMTILEGRA NESTI
HOLLARI MILLIBITI Það getur orðið leiðigjarnt að vera með sama naslið með
sér í vinnuna dag eftir dag. Hér eru nokkrar hugmyndir að góðu nesti.
HUNGRUÐ
Það er gott
að eiga nesti
í pokahorninu
þegar svengd-
in sækir að.
SELLERÍ er afar hollt en gott er að lífga aðeins upp á þann millibita með því að vefja
skinku utan um grænmetið.
GOTT MILLIMÁL Það er skárra að fá sér
popp en margt annað þegar naslþörfin
tekur yfir.
SÆTAR KARTÖFLUR eru ágætt nasl á
milli mála.
GRÆNN DRYKKUR Margar útgáfur eru
til af grænum og hollum drykkjum sem
tilvaldir eru sem millimál.
HREIN HOLLUSTA Ávextir og hrein
jógúrt eru góð blanda.
VATNSMELÓNA OG HNETUR
Blandið tveimur bollum af niður-
skorinni vatnsmelónu við eina
matskeið af ferskum límónusafa í
skál. Stráið örlitlu af cayenne-pipar
og tveimur teskeiðum af söxuðum,
ósöltum, ristuðum pistasíuhnetum
yfir og blandið saman.
BRAUÐ MEÐ FERSKJUM
Smyrjið ristaða heilhveitibrauð-
sneið með möndlusmjöri og
setjið ferskjusneiðar ofan á.
ÁVEXTIR OG JÓGÚRT
Skerið niður ávexti og blandið
saman við hreina jógúrt í skál.
Sumarsprengja
20-50% afsláttur
Skipholti 29b • S. 551 0770
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*P
re
nt
m
ið
la
kö
nn
un
C
ap
ac
en
t
ok
tó
be
r–
de
se
m
be
r 2
01
2
–
hö
fu
ðb
or
ga
rs
væ
ði
2
5-
54
á
ra
Innskot í Fréttablaðið skilar árangri!
HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN
Í FRÉTTABLAÐINU
Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið með glæsilegt forskot
á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum
25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.*
Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar
þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga
vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins.
Hafðu fjölpóstinn þinn inni í Fréttablaðinu.
Það er áhrifarík leið til að koma skilaboðum um vöru eða
þjónustu beint inn á heimilin.
Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448
eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
7
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
5
E
-A
2
7
C
1
7
5
E
-A
1
4
0
1
7
5
E
-A
0
0
4
1
7
5
E
-9
E
C
8
2
8
0
X
4
0
0
4
A
F
B
0
4
0
s
_
1
1
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K