Fréttablaðið - 12.05.2015, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 12.05.2015, Blaðsíða 18
FÓLK|HEILSA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Stundum kemur fyrir að félagar okkar lenda í óþægilegum að-stæðum og uppákomum. Hingað til höfum við haft þann háttinn á að hitta fólkið okkar eftir útköll til að vera með svokallaða viðrun. Þar getur fólk talað saman og deilt reynslu sinni undir stjórn einstaklinga í sveitinni, sem hafa sérhæft sig á þessu sviði. Ef á þurfti að halda gátum við boðið upp á einhver úrræði og eftirmeðferðir sem stjórn sveitarinnar hafði milligöngu um. Sumum þótti þetta fyrirkomulag óþægilegt og vildu síður að stjórnin væri inni í þeim málum,“ segir Elvar Jónsson, formaður Hjálparsveitar skáta í Garðabæ. Sveitin gerði tíma- mótasamning um sálfræðiþjónustu fyrir félaga sína í síðustu viku. „Nú geta félagsmenn okkar leitað beint til sálfræðinga eftir viðrun ef þeir telja sig þurfa á því að halda. Við sendum lista yfir félaga okkar til sálfræðistof- unnar og því geta allir sem eru á þeim lista leitað eftir aðstoð. Hjálparsveitin borgar síðan allt að fimm tíma fyrir viðkomandi sem nýtur algerrar nafn- leyndar,“ lýsir Elvar. HÆFUR MANNSKAPUR SKIPTIR ÖLLU Elvar segir HSG hafa undanfarin ár lagt markvissa áherslu á innra starf og félagana sem starfa með sveitinni. „Björgunarsveit þarf vissulega að vera vel tækjum búin, en við sem erum í forsvari fyrir sveitina erum mjög með- vituð um að tækin og búnaðurinn skipta engu máli ef við erum ekki með hæfan mannskap. Þess vegna höfum við hvatt okkar félaga til að sækja sér þá menntun og þjálfun sem nýtist í björgunarsveitarstarfi. Sveitin er félag- arnir sem í henni eru og styrkur okkar er í félögunum. Þess vegna var þessi samningur við Sálfræðinga Höfða- bakka gerður. Hann er í raun bara ein viðbót við þann stuðning sem sveitin sýnir félögunum,“ segir Elvar, sem veit ekki til þess að aðrar hjálparsveitir séu með svipað fyrirkomulag. VERKEFNIN OFT ERFIÐ Björgunarsveitir landsins sinna marg- víslegum verkefnum sem geta mörg hver reynt verulega á. Í útköllum eru líkur á að sveitarmenn komi að mikið slösuðu eða látnu fólki. Slíkt getur tekið á og þá er gott að fá aðstoð til að vinna úr því. „Við tökum þó skýrt fram að áföll sem félagsmenn okkar verða fyrir og sækja sér hjálpar við þurfa ekki að verða í útköllum, því ýmislegt getur komið upp á við æfingar og í ferðum sveitarinnar,“ segir Elvar. Hann er bjartsýnn á að samstarfið við sál- fræðingana muni ganga vel. HUGA AÐ SÁLARHEILL SJÁLFBOÐALIÐA GOTT FRAMTAK Hjálparsveit skáta í Garðabæ hefur gert samstarfssamn- ing við Sálfræðinga Höfðabakka um að veita félagsmönnum hjálp þegar þeir telja sig þurfa á því að halda. Mikilvægt er að hlúa vel að þessum hópi sjálfboðaliða, segir formaður sveitarinnar. ERFIÐAR AÐSTÆÐ- UR Félagar í björg- unarsveitum landsins geta lent í marg- víslegum og erfiðum að- stæðum. ELVAR JÓNSSON Formaður Hjálparsveitar skáta í Garðabæ. Lítið er um salmonellu- og kamp ýlóbakteríusmit í ís- lenskum kjúklingum en þau eru nokkuð algeng í nágrannalönd- um okkar. Í fyrra sendi breska matvælaeftirlitið út tilmæli þess efnis að forðast ætti að skola kjúkling fyrir eldun. Þar í landi smitast á þriðja hundrað þúsund manns af kampýló bakteríunni á ári hverju en hún lýsir sér aðallega í magaverkjum, niðurgangi og uppköstum. Með því að skola kjúklinginn aukast líkurnar á því að vökv- inn af honum komist í snert- ingu við önnur matvæli eða eldhúsáhöld. Droparnir dreifast víðar og auðvelt er að missa sjónar á því hvar þeir lenda en ekki þarf nema lítið magn til að smitast. VARASAMT AÐ SKOLA HRÁAN KJÚKLING Ólíkt því sem ætla mætti í fyrstu getur það að skola kjúkling fyrir eldun auk- ið hættu á smitsjúkdómum. Skolunin eykur líkur á því að kjúklingavökvinn komist í snertingu við önnur matvæli eða eldhúsáhöld. ELDUN DUGAR Í fyrra sendi breska matvælaeftirlitið út tilmæli þess efnis að forðast ætti að skola kjúkling fyrir eldun. Rýmum fyrir sumarvörunum. Smáralind facebook.com/CommaIceland allt að 70% afslátt ur Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook Opið virka daga kl . 11–18 Opið laugardaga k l. 11-16 Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 7 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 F -6 7 F C 1 7 5 F -6 6 C 0 1 7 5 F -6 5 8 4 1 7 5 F -6 4 4 8 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 4 0 s _ 1 1 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.