Fréttablaðið - 12.05.2015, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 12.05.2015, Blaðsíða 32
12. maí 2015 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 24 BAKÞANKAR Söru McMahon ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ BAKK 5, 8, 10:10 AGE OF ADALINE 8, 10:20 AVENGERS 2 3D 7, 10 MALL COP 2 5 ÁSTRÍKUR 2D 6 ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ Skandínavíski mjólkurrisinn Arla hóf nýverið að markaðs- setja „Icelandic styled skyr“ í Bretlandi. Maður hefði haldið að Íslendingar yrðu glaðir að deila skyrinu sínu með heims- byggðinni líkt og heims- byggðin hefur deilt mozz- arella-osti, hráskinku og cheddar með okkur, en svo var ekki. Þess í stað jusu Íslendingar skömmum yfir risann á Facebook-síðu Arla Skyr og fannst fyrir- tækið heldur ósvífið að ætla sér að koma skyrinu á erlenda markaði. Meira að segja markaðsstjóri Mjólkursamsölunnar lagði orð í belg. REYNDAR fór það nokkuð fyrir brjóstið á sumum að Arla hafi haldið því fram á samfélags- miðlum að skyrið væri framleitt á Höfn í Hornafirði, og er það vel skiljanlegt því fyrirtæki eiga auðvitað ekki að ljúga að neyt- endum. En hitt er annað mál að Arla má framleiða og selja skyr, alveg eins og við framleiðum brie eða fetaost – sem, ólíkt skyrinu, er lögverndað vöruheiti með upp- runa- eða staðarvísun (fetaost- ur má aðeins kallast fetaostur sé hann framleiddur á tilteknum svæðum í Grikklandi og úr grísku hráefni). ÞAÐ eru reyndar nokkur ár síðan uppi voru umræður um hvort íslenska skyrið ætti að njóta lögverndunar sem landfræðileg merking og hvort gera ætti tví- hliða samning við Evrópusam- bandið þess efnis, skyldi Ísland ganga í sambandið. En ekkert virðist hafa orðið úr því. Hefðu slíkir samningar verið gerðir mættu aðeins íslensk fyrirtæki framleiða og selja skyr. En á móti hefði MS til dæmis þurft að hætta notkun vöruheita á borð við feta, sem hefur verið lögvernduð afurð frá árinu 2002. SÉ litið á björtu hliðarnar, þá getur þjóðin loks státað sig af því að eiga vöru sem öðrum en okkur þykir bragðgóð. Er ekki sagt að stæling sé einlægasta lofið? Skyrið mitt, skyrið þitt ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK VARIETY CHICAGO SUN TIMES „Ég hef alltaf átt erfitt með rað- greiðslur og Visa-reikninga, en ég hef ekki getað notað vörurn- ar fyrr en þær eru greiddar að fullu,“ segir Eva Hrund Kjerúlf, sem á dögunum lét gamlan draum rætast er hún fjárfesti í sinni fyrstu hrærivél, eftir fimmtán ára sleitulausa söfnun. Eva hefur safnað fyrir hræri- vélinni síðan árið 2000, eða síðan hún eignaðist eldri dóttur sína. „Hugmyndin kom þegar ég sat eina andvökunóttina með hana og horfði á bíómynd á Stöð 2 þar sem sögupersónan safnaði mikl- um peningum með litlum fjár- hæðum. Mér datt í hug að þetta gæti ég líka gert og hóf þegar í stað að setja tíu krónur í tíkalla- krukkuna mína,“ útskýrir hún. Eva segir ekki hafa verið erfitt að standa við að setja í krukkuna dag hvern: „Ég hélt bókhald, og ef ég gleymdi að setja í krukkuna, sá ég það svart á hvítu og bætti upp.“ Eva segist hafa verið gríðar- lega stolt þegar hún fór loks og keypti sér Kitchenaid-hrærivél- ina sem hana hafði alltaf langað í. „Það var virkilega gaman, og ef til vill skemmtilegra en ella,“ bendir Eva á og segir fólk í dag of upptekið af að eiga flottari hluti en næsti maður. „Það er ekkert mál að safna fyrir hlutunum, maður verður bara að setja sér markmið. Ég veit reyndar ekki um neinn sem gerir þetta í dag, það er svo auðvelt að draga upp Visa-kortið.“ Eva segir þetta aldrei hafa staðið tæpt hjá henni og hún hafi alls ekki freistast til að seilast ofan í tíkallakrukkuna og spreða í eitthvað annað. En ætli hafi þá ekki verið erfitt að láta sjóð- inn fara? „Nei, alls ekki. Það var bara virkilega skemmtilegt. Ég er þegar byrjuð að safna aftur og nú ætla ég að setja tuttugu, eða jafnvel þrjátíu krónur á dag í söfnunina, ég hef nefnilega aldrei átt nýtt sófasett,“ segir þessi sam- viskusami safnari að lokum. - ga Tíkall í krukkuna hvern dag Eva Hrund Kjerúlf lagði tíu krónur fyrir á hverjum einasta degi í fi mmtán ár og safnaði sér fyrir hrærivélinni sem hana langaði alltaf í. Hún segist ekki vita um neinn annan sem tileinki sér viðhorfi ð í nútíma samfélagi. SKYNSÖM Eva með gripinn góða sem hún safnaði sér fyrir, tíkall fyrir tíkall. FRÉTTABLAÐIÐ Uppáhaldsheimilisgestur margra, Sofia Vergara, var verð- launuð af bransanum á dögunum. Hinni blóðheitu Modern Family- leikkonu hlotnaðist sá mikli heiður að fá nafnið sitt skrifað í götuna The Hollywood Walk of Fame. Hefur það löngum þótt aldeilis rós í hnappagat leikara vestanhafs að fá nafnið hripað þar. Leikkonan lék á als oddi við afhjúpunina og ef marka má Instagram-myndir skvísunnar þá var aldeilis slegið upp ærlegri veislu. Kærastinn, Joe Manganiello, var með í för, en hann er nú ekki óvanur sviðsljósinu, hafandi leik- ið í True Blood og Magic Mike. Sofi a afh júpar stjörnuna sína TVÆR STJÖRNUR Sofia lét útbúa fyrir sig eftirlíkingu í formi köku. islandsbanki.is Netspjall Sími 440 4000 Facebook Íslandsbanki auglýsir til sölu allt að 22,85% hlut í Nýjum Norðurturni hf., eiganda nýrrar 15 hæða skrifstofubyggingar að Hagasmára 3 í Kópavogi. Framkvæmdir við húseignina eru á lokastigi og áætlað er að verktaki afhendi bygginguna tilbúna til innréttingar í október á þessu ári. Á fyrstu og annarri hæð hússins er fyrirhugað að hafa verslunarhæðir en þær eru beintengdar við verslunarmiðstöðina Smáralind. Allar helstu upplýsingar um félagið má nálgast á vefsíðu þess, www.nnt.is. Nánari upplýsingar veitir Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka, fyrirtaekjaradgjof@islandsbanki.is. Hlutur í Nýjum Norðurturni hf. til sölu Húseignir 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 7 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 E -7 6 0 C 1 7 5 E -7 4 D 0 1 7 5 E -7 3 9 4 1 7 5 E -7 2 5 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 4 0 s _ 1 1 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.