Fréttablaðið - 12.05.2015, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 12.05.2015, Blaðsíða 12
12. maí 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 12 Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is MENNING Skáksamband Íslands hefur fengið 25 milljóna króna styrk frá ríkisstjórninni til að standa straum af kostnaði við Evrópumót landsliða í skák sem verður haldið hér á landi 12. til 22. nóvember næstkomandi. Frá þessu er greint í fréttabréfi sambandsins. Árið 2012 voru áform SÍ um að sækjast eftir því að halda Evrópumót landsliða í skák hér á landi kynnt. Þá var veittur tveggja milljóna króna styrk- ur af ráðstöfunar fé ríkisstjórnarinnar til undirbún- ings og jafnframt vilyrði um styrkinn sem nú er í hendi. „Þetta er einn stærsti viðburður sem Skáksam- band Íslands hefur staðið fyrir og mun eflaust efla áhuga almennings á íþróttinni auk þess að vera afar hvetjandi viðburður fyrir okkar sterkustu skákmenn. Okkar hlutverk er að búa til umgjörð í heimsklassa og þessi styrkur gerir okkur það kleift. Skákhreyfingin er ríkisstjórninni afar þakklát fyrir stuðninginn,“ segir Gunnar Björnsson, forseti SÍ, í fréttabréfinu. - shá Evrópumót landsliða í skák á Íslandi stærsti viðburður sem SÍ hefur annast: SÍ fær 25 milljónir í mótshaldið REYKJAVÍKURSKÁKMÓT Stórmót í skák á Íslandi eru engin nýlunda. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL STJÓRNMÁL Björt Ólafsdóttir, þing- maður Bjartrar framtíðar, lagði fram skriflega fyrirspurn til heil- brigðisráðherra á Alþingi í gær um fyrirkomulag vegna aðgerða á inter sex-börnum. Björt spyr um upplýsingagjöf til foreldra um inter sex og hvern- ig læknisfræðilegum meðferð- um er háttað. Þá spyr hún hvers konar ráðgjöf og fræðslu foreldr- ar inter sex-barna fái við greiningu og í hverra höndum hún sé. Einnig hversu mörgum hefur verið boðin fóstureyðing á grundvelli þess að fóstur sé með intersex-breytileika og um fjölda aðgerða á ári á börnum til þess að „leiðrétta“ kyn. „Ég legg þetta fram vegna þess að ég hef ástæðu til að ætla að læknismeðferð og aðgerðir fari fram án þess að það sé nokkur laga- rammi í kringum það. Það er því á valdi lækna hvernig þeir meðhöndla þessi börn, því er hætt við að við- horf þeirra og persónuleg skoðun á málefni barnanna geti haft áhrif,“ segir Björt Ólafsdóttir - kbg Þingkona Bjartrar framtíðar telur persónuleg viðhorf lækna geta haft áhrif: Spyr um málefni intersex-barna VILL UPPLÝSINGAR Björt vill vita hvort það hafi verið framkvæmdar fóstureyð- ingar á grundvelli þess að fóstur sé með intersex-breytileika. Þá vill hún vita um fyrirkomulag á aðgerðum. VIÐSKIPTI SAH afurðir ehf. á Blönduósi hafa náð samningum við fyrirtæki í Hong Kong um sölu á 160 tonnum af lambakjöti og 70 þúsund gærum. Markmiðið er að senda kjötið og gærurnar úr landi fyrir maílok. Verkfall dýralækna gæti sett strik í reikninginn. Gunnar Tryggvi Halldórsson, framkvæmdastjóri SAH afurða, segir samninginn skipta miklu máli fyrir innlenda framleiðslu. „Allt í allt er þetta 21 gámur af lambakjöti og gærum. Samkomulagið snýr að sölu á 160 tonnum af lambakjöti og 70.000 gærum. Þessi samningur er mjög mikilvægur bæði fyrir SAH afurðir sem og aðra á innlendum markaði,“ segir Gunnar Tryggvi. SAH afurðir eru í meirihlutaeigu Sölufélags Austur-Húnvetninga og Kjarnafæðis. Að mati Gunnars Tryggva er verðið sem félagið fær fyrir afurðirnar gott og í samræmi við verð á innanlandsmarkaði. Virði samningsins, sem undirritaður var í Asíu í síðustu viku, er allt að fjög- ur hundruð milljónir króna. „Þetta minnkar spennu á inn- lendum markaði. Margir eiga bæði kjöt og gærur frá síðustu sláturtíð og því er þetta kærkomið fyrir alla aðila að finna erlenda markaði fyrir framleiðsluna sem tilbúnir eru að greiða gott verð fyrir afurðirnar,“ segir Gunnar Tryggvi. „Það er alveg ljóst að þetta er hagstæðasti samningur sem við höfum náð hjá SAH afurðum um útflutning á kjöti. Þarna erum við að selja kjöt út á sama verði og á innanlandsmarkað sem er nýlunda hvað útflutning á lambakjöti snertir.“ Verkfall dýralækna hjá Mat- vælastofnun gæti sett strik í reikn- inginn. Allur útflutningur á kjöt- afurðum verður að fara í gegnum stofnunina og dýralæknar þurfa að votta afurðir sem fara úr landi. Sú stétt hefur nú verið í verkfalli í yfir mánuð og skiptir miklu fyrir aðila á markaðnum að kjaradeilan leysist sem fyrst. „Við þurfum að geta sent út gærurnar sem fyrst og vonumst eftir því að geta sent allt út í þess- um mánuði. Það sem gæti stöðvað það er verkfall dýralækna því það þarf hleðslustaðfestingu og vottorð frá dýralæknum Matvælastofnunar til þess að við getum flutt afurðirn- ar út. Það er mjög mikilvægt fyrir þjóðarbúið að tryggja útflutning á afurðum sem þessum og hagur allra.“ sveinn@frettabladid.is Selja 160 tonn af lambakjöti til Asíu SAH afurðir á Blönduósi hafa samið um sölu á lambakjöti og gærum til Asíu. Virði samningsins allt að 400 milljónir. Gætu flutt meira út eftir sláturtíð í haust. „Sambærilegt verð og á innanlandsamarkaði,“ segir framkvæmdastjóri SAH. SAMNINGUR HANDSALAÐUR Gunnar Tryggvi Halldórsson og fulltrúi asíska fyrir- tækisins eftir undirritun í síðustu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/AÐSEND MYND SAH Fyrirtækið er í eigu Sölufélags Austur-Húnvetninga og Kjarnafæðis á Svalbarðseyri. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Þarna erum við að selja kjöt út á sama verði og á innanlandsmarkað sem er nýlunda hvað útflutning á lambakjöti snertir. Gunnar Tryggvi Halldórsson, framkvæmdastjóri SAH afurða. Lífeyrissjóður starfsmanna Kópavogsbæjar Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar verður haldinn fimmtudaginn 28. maí kl. 16.00 í Bæjarstjórnarsal Kópavogsbæjar, Fannborg 2, Kópavogi. Allir sjóðsfélagar sem og launagreiðendur og viðkomandi stéttarfélög eiga rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétti og eru þeir hvattir til að mæta. Fundargögn verða afhent á fundarstað fyrir setningu fundarins. Kópavogi, 5. maí 2015 Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar Dagskrá 1. Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins 2. Önnur mál löglega upp borin Yfirlit yfir afkomu árins 2014 Efnahagsreikningur 2014 2013 Verbréf með breytilegum tekjum Verðbréf með föstum tekjum Veðskuldabréf Bankainnistæður Kröfur Aðrar eignir Skuldir Hrein eign til greiðslu lífeyris 1.087.529.020 2.528.040.606 52.023.578 59.344.864 19.202.830 18.861.408 (7.174.407) 3.757.827.899 1.120.689.657 2.710.448.938 45.819.972 3.839.742 41.134.861 8.326.735 (13.166.031) 3.917.093.874 Breyting á hreinni eign 2014 2013 Iðgjöld Lífeyrir Fjárfestingatekjur Fjárfestingagjöld Rekstrarkostnaður Aðrar tekjur Hækkun á hreinni eign á árinu Hrein eign frá fyrra ári Hrein eign til greiðslu lífeyris 240.568.235 (304.694.518) 222.711.303 (9.058.207) (13.587.311) 23.326.473 159.265.975 3.757.827.899 3.917.093.874 227.599.641 (286.320.039) 378.162.021 (8.786.864) (13.180.296) 22.750.661 320.225.124 3.437.602.775 3.757.827.899 Kennitölur 2014 2013 Nafnávöxtun Raunávöxtun Raunávöxtun 5 ára meðaltal Skuldir umfram áfallnar skuldbindingar Fjöldi sjóðsfélaga Fjöldi lífeyrisþega 5,4% 4,3% 4,1% (58,0%) 112 289 10,4% 6,5% 4,6% (56,1%) 118 277 Starfsemi sjóðsins á árinu Starfsemi sjóðsins var með hefðbundnum hætti á árinu 2014. Rekstrarkostn- aður ársins 2014 var 13,6 m.kr. en var 13,2 m.kr. á árinu 2013 og var kostnaðurinn um 0,4% af hreinni eign í árslok. Fjárfestingagjöld námu um 9,1 m.kr. en 8,8 m.kr. árið á undan. Enginn starfsmaður var á launaskrá hjá sjóðnum, en Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga hefur frá 1. apríl 2010 annast daglegan rekstur sjóðsins. Sjóðsfélagar Í júlí 1998 var sjóðnum lokað fyrir nýjum sjóðfélögum. Þeim einum sem greiddu til sjóðsins í júní 1998 er heimilt að greiða áfram til hans, enda hafi iðgjald verið greitt til sjóðsins óslitið frá þeim tíma. Þetta eru þeir sem greiddu iðgjöld vegna starfa hjá Kópavogsbæ, stofnunum bæjarins, sjálfs- eignastofnunum eða félögum skrásettum í Kópavogi sem sveitarfélagið á aðild að og voru iðgjaldaskyldir til sjóðsins. Ársfundur 2015 Í stjórn sjóðsins eru: Gunnlaugur Júlíusson, formaður, Ása Richardsdóttir, Helga E. Jónsdóttir, Kristinn Sverrisson og Ragnar Snorri Magnússon. Framkvæmdastjóri er: Gerður Guðjónsdóttir. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 7 F B 0 4 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 E -0 E 5 C 1 7 5 E -0 D 2 0 1 7 5 E -0 B E 4 1 7 5 E -0 A A 8 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 4 0 s _ 1 1 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.