Fréttablaðið - 12.05.2015, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 12.05.2015, Blaðsíða 26
12. maí 2015 ÞRIÐJUDAGUR| TÍMAMÓT | 18TÍMAMÓT MERKISATBURÐIR 1191 Ríkharður ljónshjarta gengur að eiga Berengaríu af Navarra og hún er krýnd drottning sama dag. 1870 Fyrstu Vesturfararnir, fjórir Íslendingar, leggja af stað frá Eyrarbakka og koma til Quebec í Kanada 18. eða 19. júní. 1882 Konur fá takmarkaðan kosningarétt til sveitarstjórna. Eingöngu ekkjur og ógiftar konur sem orðnar voru 25 ára máttu kjósa, en giftar konur ekki. 1916 Hásetaverkfalli lýkur eftir að hafa staðið í tvær vikur. Þetta var fyrsta verkfall á Íslandi sem bar nokkurn árangur. 1990 Ásgeir Sigurvinsson lýkur ferli sínum sem atvinnuknatt- spyrnumaður, en hann hófst 1973. Hjartkær bróðir okkar, ÓSKAR ANTONÍUSSON frá Berunesi, Hrafnistu, Hjúkrunarheimili DAS Reykjavík, varð bráðkvaddur á heimili sínu þriðjudaginn 5. maí. Útför hans verður gerð frá Fossvogs- kapellu miðvikudaginn 13. maí kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á MS-félag Íslands. Hanna Sigríður Antoníusdóttir Stefanía Ólöf Antoníusdóttir Anna Antoníusdóttir og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDÍS GUÐRÚN ANNELSDÓTTIR síðast til heimilis að Vesturgötu 7, Reykjavík, lést 30. apríl síðastliðinn. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 15. maí, kl. 13. Þorsteinn R. Þorsteinsson Ágústa Bárðardóttir Unnur Þorsteinsson Annel B. Þorsteinsson Guðrún Sigurðardóttir Guðmundur M. Þorsteinsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, sonur, tengdasonur, bróðir og mágur, ÓSKAR GUÐJÓN EINARSSON frá Sandgerði, verður jarðsunginn frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði miðvikudaginn 13. maí kl. 13.00. Margarita Cruz Ramos Rósa María Óskarsdóttir Hinrik Jóhann Óskarsson Marlenis Peniche Einar S. Guðjónsson Sigurbjörg Ólafsdóttir systkini og ástvinir. Elskulegur faðir okkar og tengdafaðir, BÓAS GUNNARSSON Stuðlum í Mývatnssveit, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga laugardaginn 9. maí. Útför hans verður gerð frá Reykjahlíðarkirkju föstudaginn 22. maí kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta Hvamm, heimili aldraðra á Húsavík, njóta þess. Margrét Bóasdóttir Kristján Valur Ingólfsson Hinrik Árni Bóasson Guðbjörg Ásdís Ingólfsdóttir Gunnar Bóasson Friðrika Guðjónsdóttir Sólveig Anna Bóasdóttir Baldur Tumi Baldursson Ólöf Valgerður Bóasdóttir Helgi Bjarnason Sigfús Haraldur Bóasson Þóra Fríður Björnsdóttir Bóas Börkur Bóasson Eyja Elísabet Einarsdóttir Ragnheiður Bóasdóttir Guðmundur Ingi Gústavsson Birgitta Bóasdóttir Hentzia i Lágabö Elskuleg eiginkona, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA FINNSDÓTTIR Lynghaga 16, lést miðvikudaginn 22. apríl á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Við þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls hennar. Björn G. Ólafsson Ragnhildur Magnúsdóttir Sveinbjörn Imsland Guðrún Ása Björnsdóttir Halldór Benjamín Þorbergsson Ólafur Darri Björnsson og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RAGNAR GUÐNI GUNNARSSON Einigrund 7, Akranesi, lést á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili á Akranesi, sunnudaginn 3. maí. Útförin fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 21. maí kl. 14. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili. Petra Jónsdóttir Ragnheiður Ragnarsdóttir Rósa Ragnarsdóttir Sigurður Valur Sigurðsson Björn Ragnarsson Þuríður Þórðardóttir Gunnar Ragnarsson Elísabet Ragnarsdóttir Jóhann Jóhannsson Lilja Ragnarsdóttir Ívar Agnar Rudolfsson og afabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNA Þ. KRISTJÁNSDÓTTIR sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir þann 23. apríl, verður jarðsungin frá Kópavogs- kirkju miðvikudaginn 13. maí kl. 13.00. Ragnheiður Ármannsdóttir Sigríður Ármannsdóttir Sigurður Ármannsson Kristján Ármannsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN PÁLL VILMAR GUÐMUNDSSON frá Hafnarfirði, lést á Dvalarheimilinu Hrafnistu í Hafnar- firði þriðjudaginn 5. maí. Hann verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju miðviku- daginn 13. maí kl. 13.00. Valgerður Braun Cal Braun Guðmundur Ingi Jónsson Bjarney Ólöf Gunnarsdóttir Íris Kröyer Jónsdóttir Gísli Harðarson María Dröfn Jónsdóttir Þór Viðar Jónsson barnabörn og langafabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður, tengdadóttur, ömmu og langömmu, NÖNNU SIGRÍÐAR OTTÓSDÓTTUR sjúkraliða, Smyrlahrauni 44, Hafnarfirði, sem lést 20. apríl. Bjarnar Ingimarsson Jóhann Guðni Bjarnarsson Þórunn Huld Ægisdóttir Guðný Bjarnarsdóttir Karl Óskar Magnússon Ingibjörg Bjarnarsdóttir Sigurður Pétur Sigurðsson Ottó Albert Bjarnarsson Guðný Jóna Þorbjörnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Yndisleg móðir okkar, ÞÓRUNN KJARTANSDÓTTIR Aflagranda 40, Reykjavík, sem lést 7. maí sl., verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 15. maí kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Kristín Lárusdóttir Guðjón Hilmarsson Ragnheiður Lárusdóttir Sigurður Dagsson Kjartan Lárusson Anna Karlsdóttir Guðmundur Lárusson Birna Smith Steinn Lárusson Hrafnhildur Sigurbergsdóttir og ömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KAJ ERIK NIELSEN lést á Landspítalanum í Reykjavík fimmtu- daginn 7. maí. Hann verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 15. maí kl. 13.00. Pálína Sigþrúður Einarsdóttir Höjgaard Unnur Þorsteinsdóttir Ásmundur Eiríksson Halldór Eiríksson Nielsen Anna Jóna Þórðardóttir Elísa Eiríksdóttir Nielsen Björn Ágúst Björnsson Agnes Margrét Eiríksdóttir Vilhjálmur Jónsson Nanna Herdís Eiríksdóttir Gunnar Snorri Gunnarsson Ólöf Stefanía Eiríksdóttir Kristján Gunnarsson Eiríkur Eiríksson barnabörn og barnabarnabörn. Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs í borgarstjórn Reykjavíkur og forseti borgarstjórnar er fædd í Reykjavík á þessum degi árið 1974 og fagnar því fjörutíu og eins árs afmæli í dag. Sóley hélt upp á fertugsafmælið með pompi og prakt í fyrra, enda mikið afmælisbarn að eigin sögn. „Mér finnst mjög gaman að eiga afmæli og þakka fyrir hvert ár sem bætist við,“ segir hún glöð í bragði. Sóley er að eigin sögn ekki mikið gefin fyrir hefðir og því engir sér- stakir fastir liðir þegar að afmælum kemur, áherslan er fyrst og fremst lögð á það að njóta dagsins. Þegar hún var yngri að árum þótti henni eðlilegt að halda upp á tólfta hvers mánaðar í tilefni afmælis- ins og tók fjölskyldan þátt í þeim hátíðar höldum. „Þá var það þannig um tíma að fjölskyldan varð að fagna tólfta hvers mánaðar,“ segir hún hlæjandi og bætir við að hún hafi nú látið af þeim sið fyrir allnokkrum árum. Líkt og áður sagði hélt Sóley upp á stórafmæli í fyrra og bauð þá til veglegrar veislu, hátíðarhöldin verða minni í sniðum þetta árið en Sóley er stödd í Noregi á afmælisdaginn. „Ég ætla að halda upp á það á ráð- stefnu í Ósló þar sem ég mun ræða um fjölmenningu í borgum og hlakka mikið til,“ segir hún og bætir við að ráðstefnan sé spennandi og hún geri ráð fyrir að hún muni koma sér og borginni til góða. „Verri afmælisdag er nú hægt að hugsa sér,“ segir hún glöð í bragði að lokum. gydaloa@frettabladid.is Fagnaði afmælinu lengi vel tólft a hvers mánaðar Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík og forseti borgarstjórnar, heldur upp á fj örutíu og eins árs afmælið á ráðstefnu um fj ölmenningu í borgum í Ósló í dag. AFMÆLISBARN Sóley heldur upp á afmælið á ráðstefnu í Osló. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ➜ Mér finnst mjög gaman að eiga afmæli og þakka fyrir hvert ár sem bætist við. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 7 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 F -6 7 F C 1 7 5 F -6 6 C 0 1 7 5 F -6 5 8 4 1 7 5 F -6 4 4 8 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 4 0 s _ 1 1 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.