Fréttablaðið - 12.05.2015, Blaðsíða 10
12. maí 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 10
UMHVERFISMÁL Um of er einblínt á
tækifærin sem gætu legið í fram-
kvæmdum á norðurslóðum, en
þeirri áhættu sem þeim fylgir er
allt of lítill gaumur gefinn. Þetta
segir Lára Jóhannsdóttir, lekt-
or í umhverfis- og auðlindafræði
við Háskóla Íslands. Hún segir að
jafnvægi skorti í umræðuna um
norður slóðir.
Bráðnun íss og fleiri umhverfis-
breytingar hafa beint sjónum
manna að norðurslóðum og þeim
efnahagslega ávinningi sem nýting
þeirra gæti haft í för með sér. Um
þær verður fjallað á málþinginu
Olíuríkið Ísland, sem verður hald-
ið í Háskóla Íslands í dag. Þar verð-
ur spurningunni um hvort framtíð
Íslands liggi í olíuvinnslu á norður-
slóðum velt upp. Lára mun skoða
málið út frá sjónarhóli vátryggj-
enda. „Það er annað sjónarhorn en
hjá fjárfestum. Ekki er bara horft
á málið út frá tækifærum, heldur
áhættuþættirnir teknir með inn í.
Það vantar balans í umræðuna.“
Lára segir þá áhættuþætti af
ýmsum toga. „Þetta er landfræði-
lega afskekkt svæði og einangr-
að, það er skortur á innviðum og
ýmis vandamál sem gætu komið
upp varðandi leit og björgun. Þá
eru tæknimálin spurningarmerki
og svo kemur að þessu með trygg-
ingarnar, hvort þær fást á þessu
svæði.“
Lára segir að fyrirtæki sem
hyggi á starfsemi á norðurslóð-
um verði að huga sérstaklega vel
að umhverfinu, náttúru og veður-
fari. Þá komi orðsporsáhætta inn
í, eins og sannaðist á olíuslysi BP
í Mexíkóflóa árið 2010. „Þau þurfa
að huga að því ef eitthvað kemur
upp á, því mengunarslys getur
skaðað ímynd. Því fylgir þessu
áhætta um lögsóknir og skaðabóta-
ábyrgð,“ segir Lára. Það geti leitt
til þess að tryggingar á svæðinu
verði mjög háar og jafnvel aðeins
á færi stórfyrirtækja vegna kostn-
aðar.
Þá skorti rannsóknir á svæðinu,
bæði grunnrannsóknir, en líka
stöðugar rannsóknir eftir að starf-
semi er farin í gang. Það þurfi að
vakta svæðið vel.
Á meðal þess sem komið verður
inn á á málþinginu eru einmitt sið-
rænu sjónarmiðin er lúta að lofts-
lagsbreytingum og alþjóðlegum
skuldbindingum. Lára segir mikil-
vægt að gleyma sér ekki í mögu-
leikunum. „Þegar menn ætla að
ræða tækifærin þarf líka að taka
áhættuna inn í reikninginn.“
Rannsóknarsetur um norður-
slóðir og NEXUS, rannsóknarvett-
vangur um öryggis- og varnarmál,
standa fyrir málþinginu sem hefst
klukkan 14 í dag.
kolbeinn@frettabladid.is
Áhætta í umsvifum
á norðurslóðum
Rannsóknir skortir á norðurslóðum áður en farið verður í umsvifamiklar fram-
kvæmdir þar. Um of er einblínt á tækifærin sem þar liggja en minna horft á
áhættu. Málþing um hvort Ísland geti orðið olíuríki verður haldið í dag.
NORÐURSLÓÐIR Rannsóknir skortir á norðurslóðum svo hægt sé að taka ákvarðanir um hvort og þá hvernig verði farið í fram-
kvæmdir þar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Þau þurfa
að huga að því
ef eitthvað
kemur upp á,
því mengunar-
slys getur
skaðað ímynd.
Því fylgir þessu áhætta
um lögsóknir og
skaðabótaábyrgð.
Lára Jóhannsdóttir, lektor
í umhverfis- og auðlindafræði.
EINSTÖK
TILBOÐ!
Kletthálsi 11 -110 Reykjavík
Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is
www.bilaland.is
www.facebook.com/bilaland.is
TILBOÐ
TILBOÐ
TILBOÐ
TILBOÐ
TILBOÐ
TILBOÐ
TILBOÐ
GERÐU FRÁBÆR KAUP
CHEVROLET CAPTIVA METAN
Nýskr. 09/11, ekinn 67 þús. km.
bensín,metan, sjálfskiptur.
Verð áður kr. 3.780.000
TILBOÐSVERÐ!
3.280 þús.
VW PASSAT ALLTRACK
Nýskr. 12/12, ekinn 139 þús km.
dísil, sjálfskiptur.
Verð áður kr. 4.480.000
TILBOÐ kr. 3.790 þús.
SUBARU LEGACY SPORT WAG
Nýskr. 05/07, ekinn 159 þús km.
bensín, sjálfskiptur.
Verð áður kr. 1.690.000
TILBOÐ kr. 1.350 þús.
BMW 320i
Nýskr. 02/10, ekinn 63 þús km.
bensín, sjálfskiptur.
Verð áður kr. 3.990.000
TILBOÐ kr. 3.490 þús.
SUZUKI GRAND VITARA
Nýskr. 06/10, ekinn 111 þús km.
bensín, sjálfskiptur.
Verð áður kr. 3.190.000
TILBOÐ kr. 2.490 þús.
RENAULT MEGANE SP TOURER
Nýskr. 08/12, ekinn 60 þús km.
dísil, sjálfskiptur.
Verð áður kr. 2.990.000
TILBOÐ kr. 2.590 þús.
HYUNDAI i40 WAGON COMFORT
Nýskr. 09/10, ekinn 133 þús km.
dísil, sjálfskiptur.
Verð áður kr. 3.990.000
TILBOÐ kr. 3.490 þús.
Rnr. 282034
Rnr. 102636
Rnr. 120534
Rnr. 142267
Rnr. 120556
Rnr. 142478
Rnr. 120462
GÖNGUM FRÁ
FJÁRMÖGNUN Á
STAÐNUM
WWW.BÍLALAND.IS
EVRÓPUSAMBANDIÐ Federica
Mogh erini, utanríkis- og öryggis-
málastjóri ESB, hefur beðið Sam-
einuðu þjóðirnar um aðstoð við að
leysa upp þau glæpasamtök sem
skipuleggja smygl á fólki til Evr-
ópu.
„Við þurfum að treysta á ykkar
aðstoð til að bjarga mannslífum,“
sagði Mogherini á fundi sínum
með fulltrúum öryggisráðs Sam-
einuðu þjóðanna, þar sem hún
ræddi fyrirhugaðar aðgerðir sam-
bandsins til að takast á við flótta-
mannavandann í Miðjarðarhafi.
Líbísk stjórnvöld hafa mótmælt
aðgerðaáætlun Evrópusambands-
ins og segja áætlanir ESB vera
óljósar og þær valdi stjórnvöldum
áhyggjum. ESB leitar nú leyfis SÞ
um að stöðva eða eyðileggja skip
smyglara innan landhelgi Líbíu.
Rúmlega 60 þúsund manns hafa
reynt að flýja yfir Miðjarðarhaf á
þessu ári og talið er að um 1.800
hafi drukknað.
Flestir flóttamannanna eru að
flýja undan stríði og fátækt og
koma margir frá Sýrlandi, Erítreu,
Nígeríu og Sómalíu. - aí, vh
Evrópusambandið biðlar til Sameinu þjóðanna um aðstoð vegna flóttafólks:
Biður um aðstoð vegna smyglara
MIKILL FJÖLDI Talið er að um 60
þúsund manns hafi reynt að flýja yfir
Miðjarðarhaf á þessu ári og að 1.800
hafi drukknað. Varðskipið Týr hefur
verið við björgunarstörf í Miðjarðarhafi
undanfarna mánuði.
MYND/LANDHELGISGÆSLAN
SAMFÉLAG Fólksflótti frá Íslandi
er að aukast á ný. Þetta sýna tölur
Hagstofunnar. Verkefnastjóri hjá
Vinnumálastofnun segir suma
vera að flýja ástandið hér heima
en uppbókað er í námskeið þar sem
fólki er kennt að flytja til Norður-
landa.
Tæplega ellefu þúsund Íslend-
ingar hafa flutt til útlanda frá
aldamótum sé horft á fjölda brott-
fluttra umfram aðflutta. Verulega
dró úr landflótta á árinu 2013 en
hann jókst ný í fyrra þegar 760
fleiri Íslendingar fluttu frá land-
inu en til þess. Á fyrstu þrem-
ur mánuðum þessa árs var talan
komin upp í 370 samkvæmt tölum
sem Hagstofan birti í gær.
Vinnumálastofnun aðstoðar fólk
sem vill finna atvinnu í útlöndum
en Þóra Ágústsdóttir, verkefna-
stjóri hjá stofnuninni, segir að um
sé að ræða fólk á öllum aldri.
„Það var ofboðslega mikil aukn-
ing fyrst eftir hrun 2009 og 2010.
Svo hefur þetta minnkað en þetta
er orðið nokkuð stöðugt núna og
er búið að vera í nokkur ár,“ segir
Þóra. Flestir eru að leita sér vinnu
í Noregi en þar á eftir koma Dan-
mörk og Svíþjóð. - hks
Tæplega ellefu þúsund Íslendingar hafa flutt til útlanda frá aldamótum:
Fólksflótti frá Íslandi eykst
Í ATVINNULEIT Vinnumálastofnun
aðstoðar fólk sem vill finna atvinnu í
útlöndum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
7
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
5
E
-3
F
B
C
1
7
5
E
-3
E
8
0
1
7
5
E
-3
D
4
4
1
7
5
E
-3
C
0
8
2
8
0
X
4
0
0
3
A
F
B
0
4
0
s
_
1
1
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K