Fréttablaðið - 12.05.2015, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 12.05.2015, Blaðsíða 4
12. maí 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4 50.000 MANNS eða svo eru í VR, LÍV og félögum Flóabandalagsins sem nú kjósa um boðun verkfallsaðgerða, sem hefjast myndu með tveggja daga vinnustöðvun 28. MAÍ 80% AF LAUNUM verða greidd til félagsmanna VR úr verkfallssjóði vegna tveggja daga verkfalls sem ráðgert er að verði undir lok mánaðarins. 180 ÞÚSUND KRÓNUR er hámarksgreiðsla á mánuði úr verkfallssjóði til félags- manns VR í fullu starfi komi til ótímabundins verkfalls 6. júní, að því er fram kemur á vef stéttarfélagsins. 3.000 MILLJÓNIR króna, eða þar um bil, eru í verkfallssjóði VR, eftir tilfærslu úr aðalsjóði, sem félagsstjórnin lagði til um daginn. 23,5% HÆKKUN dagvinnulauna á þriggja ára samningstíma segja Samtök atvinnulífsins að séu á borðinu. Innifalin er í hækkuninni er breyting á vinnutilhögun með lengingu dagvinnutíma og lækkun yfirvinnuálags. 17 AÐILDAR- FÉLÖG Bandalags háskólamanna (BHM) eru með lausa samninga við ríkið. Hluti félaganna hefur nú verið í ótímabundnu verkfalli í fimm vikur. NOKKRAR STÆRÐIR TENGDAR VERKFALLSAÐGERÐUM OG KJARABARÁTTU VERKALÝÐSBARÁTTAN Fréttablaðið leitar að sögum sem tengjast verkfallsaðgerðum. Láttu okkur endilega vita af skemmtilegum, eða miður skemmtilegum, sögum með því að senda okkur póst á ritstjorn@frettabladid.is. KJARAMÁL Með því að allir aðilar vinnumarkaðarins kæmu að kjara- samningum nú, bæði almenni og opinberi geirinn, þá gætu stjórnvöld betur komið að því að mæta þörf- um tekjulægstu hópanna, segir Þor- steinn Víglundsson, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins (SA). Meðal úrræða sem ríkið gæti komið með að borðinu segir hann vera breytingar á félagslega íbúða- kerfinu, húsaleigubætur og mögu- legar breytingar á skattkerfinu sem myndu hjálpa til við að takast á við kröfuna um sérstaka hækkun lægstu launa. Tilboð sem SA hafi lagt fram í samningunum núna fari þó langleiðina í að mæta kröfum verkalýðsfélag- anna og sé hæsta tilboð sem sam- tökin hafi lagt fram í samning- um, 23,5 prósent á þremur árum. „Lágmarkstekju- trygging í fullri dagvinnu væri þá komin í um 280 þúsund krónur í lok samnings- tímans,“ segir hann. Almennar pró- sentubreytingar myndu svo gagnast millitekjuhópunum líka. Breytingu á vinnufyrirkomulagi sem kveðið sé á um í tilboði SA, átta prósenta viðbótarhækkun, sé fyrst og fremst ætlað það hlutverk að auka framfærslugetu af dagvinnu- launum og leiði vonandi á endanum til styttri vinnutíma. „Það ætti strax að stuðla að einhverri styttingu og yfir lengri tímabil að geta stuðlað að því að við kæmumst í sambæri- legt umhverfi og nágrannalöndin hvað þetta varðar.“ Hér sé hlutfall dagvinnu ekki nema 75 prósent af heildarlaunum, meðan það sé um 90 prósent á Norðurlöndum. „Þá er alveg ljóst að hækkun dagvinnu- launa kemur þeim langbest sem eingöngu vinna dagvinnu og eru yfirleitt tekjulægsti hópurinn. Jafn- framt ætti þetta að draga úr ójafn- vægi í launum kynja á markaði.“ Þorsteinn segir valið snúa að því að vinna sameiginlega að einhverri lausn í þessa veru, sem takmarki líkur á að verðbólga fari hér af stað að nýju, eða halda inn í sveiflu- umhverfi ósjálfbærra hækkana sem ljóst sé að gangi til baka. Til- boð SA reyni engu að síður á þanþol efnahagslífsins og gæti jafnvel þýtt verðbólguskot upp á einhver fjögur prósent. „En við ættum að ná tökum á því ástandi aftur.“ SA hafa áður talað fyrir norrænu vinnumarkaðslíkani og ramma- samningi um vinnubrögð í kjara- málum, bæði á almenna og opinbera vinnumarkaðnum. Þessa lexíu hafi Svíar lært eftir bankakreppu þeirra á níunda áratugnum og horfið frá miklum hækkunum sem litlum kaupmætti hafi skilað á endanum. (Sjá töflu hér til hliðar.) „Við gætum núna í þessari erfiðu stöðu búið til umtalsvert verðmæt- an samning sem ætti að skila launa- fólki raunverulegum ávinningi og myndarlegri kaupmáttaraukningu á dagvinnulaunum, en um leið lág- marka áhættuna á efnahagslegum skakkaföllum.“ olikr@frettabladid.is KJARAMÁL „Ríkið kom með ákveðna tillögu sem við erum bara að skoða og fara yfir,“ sagði Páll Halldórsson, for- maður samninganefndar BHM, að loknum tveggja tíma fundi með samninganefnd ríkisins í Karphúsinu í gær. Hann bjóst við því að svara tilboðinu í dag, en boðaður hefur verið fundur í deilunni klukkan tvö. Páll vill ekkert upplýsa um innihald tilboðsins. „Þetta er kannski ekk- ert voðalega mikil nýjung en þó er það betra en það sem við höfum séð áður,“ segir hann. Í gær hafði ekki verið fundur í deilunni í viku og lítið þokast. - lvp, óká Ætlaði að sofa á nýju tilboði samninganefndar ríkisins: Betra en það sem áður hefur sést „Við verðum að bíða og sjá hvað verður með framvinduna,“ segir Gunnar Bergmann, eigandi Hrefnuveiðimanna. Hann segir allt til reiðu að halda til veiða, en hrefnuveiðitímabilið hefur oft hafist um þessar mundir, hins vegar setji yfirstand- andi verkfall dýralækna þó líklega ákveðið strik í reikninginn. „Maður áttar sig svo sem ekki alveg á hvað er í upp- siglingu, en það er ljóst að dýralæknaverkfallið sem núna er í gangi hefur áhrif á okkur,“ segir hann, en reglur í kring um hrefnuveiðarnar séu á þann veg að í raun sé litið á báta þeirra eins og sláturhús. „Við þurfum að kalla til dýralækni til að stinga hitamæli í kjötið þegar það kemur inn til vinnslu.“ Gunnar segir Hrefnuveiðimenn ekkert byrjaða að veiða enn sem komið er, þeir séu þó alveg klárir í að byrja hvenær sem er, en veiðar hafi alla jafna hafist í fyrrihluta maímán- aðar. Á meðan á verkfalli dýralækna stendur er því hrefnukjöt í hópi þeirra afurða sem ekki enda á grillum landsmanna með hækk- andi sól og betra veðri. Önnur áhrif segir Gunnar líkast til lítil á starfsemina. Flutningar á afurðum séu ekki meiri en svo að þeir geti annast þá sjálfir. „Við þurfum ekki á þjónustu annarra að halda, þannig séð. Starfsfólk hjá okkur er ekkert að fara í verk- fall, sjómenn eða aðrir.“ - óká REYNSLUSÖGUR ÁHRIF YFIRSTANDANDI VERKFALLSAÐGERÐA Þurfa dýralækni með hitamæli 9 8 7 6 5 4 3 2 1 0 Svíþjóð 1980-1992 Svíþjóð 1993-2014 ■ Launakostnaður ■ Verðlag ■ *Kaupmáttur Svíþjóð fyrir og eftir bankakreppu *árleg meðalhækkun. Heimild: Samtök atvinnulífsins 2,2% 1,4% 3,6% 8,2% 0,4% 7,8% Telja kröfu mætt um hækkun lægstu launa Með mögulegum skattkerfisbreytingum sem gagnast myndu tekjulægstu hópum telja SA kröfum verkalýðsfélaga um hækkun lægstu launa mætt. Tilboð SA sé upp á 23,5 prósenta hækkun á þremur árum með áherslu á hlut dagvinnulauna. ÞORSTEINN VÍGLUNDSSON VERSLAÐ Í STOKKHÓLMI SA tala fyrir norrænni leið í kjarasamningum. Í óstöðug- leika 9. áratugarins hafi 38,2% meðalhækkun launa á ári skilað Íslendingum 0,1% kaupmáttaraukningu. Lægri hækkanir hafi skilað nágrannaþjóðunum meiru. NORDICPHOTOS/GETTY Þar sem ferðalagið byrjar FERÐAVAGNAR Verð frá 4.190.000 kr. BANDALAG HÁSKÓLAMANNA (BHM) Ótímabundið verkfall hjá hluta aðildarfélaga | Stendur enn yfir Í DAG ER 36. DAGUR Í VERKFALLI FIMM ÞEIRRA: 1 Félag geislafræðinga Hefur meðal annars áhrif á starfsemi Landspítal- ans. Ekki er hægt að framkvæma margvíslegar rannsóknir sem krefjast röntgenmyndatöku. 2 Félag lífeindafræðinga Áhrif á framkvæmd rann- sókna á Landspítalanum. Lífeindafræðingar starfa á rannsóknastofum sjúkrahúsa og fyrirtækja í erfðagreiningu og lyfja- iðnaði, auk stofnana sem þjóna landbúnaði. 3 Félag íslenskra náttúrufræðinga á Landspítala Koma að frumu- og sameindalíffræði, eðlis- og efnafræði, lífeðlis- og lífefnafræði, erfðafræði og líftækni, örveru- og veirufræði, ónæmisfræði, blóðbankafræði, vefjafræði, meinafræði, faralds fræði, tölfræði og kerfislíffræði. 4 Ljósmæðrafélag Íslands á Landspítala | ÞRI., MIÐ. OG FIM. Raskar starfi kvennadeildar, en undanþágur hafa verið veittar, svo sem vegna keisaraskurðaðgerða. 5 Stéttarfélag lögfræðinga hjá Sýslumanninum á höfuðborgar- svæðinu Ekki er hægt að ganga frá alls kyns opinberum skiptum, gjald- þrota- eða skiptum dánarbúa, skilnuðum, hjónavígslum og fleiri hlutum. ● Ljósmæðrafélag Íslands á Sjúkrahúsinu á Akureyri Ótímabundið verkfall hófst 9. apríl. Verkfall á mánudögum og fimmtudögum. Aðgerðir eru því á 34. degi. VERKFALL HJÁ EFTIRTÖLDUM FÉLÖGUM FRÁ 20. APRÍL 1 Félag íslenskra náttúrufræðinga á Matvælastofnun Meðal annars áhrif á eftirlit með plöntu heilbrigði, matvælaöryggi og neytendavernd. 2 Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði á Mat- vælastofnun Raskar margvíslegu eftirliti og rannsóknum. 3 Dýralæknafélag Íslands Stórfelld áhrif á matvælaframleiðslu. Uppáskrift dýralækna og eftirlit þarf við slátrun og einnig vegna innflutnings. Í PÍPUNUM: SGS Verkfall 19.-20. maí og ótímabundin vinnustöðvun frá 26. maí. Hjúkrunarfræðingar Ótímabundið verkfall hefst 27. maí. VR, LÍV og Flóabandalag 28.-29. maí er verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum, 30.-31. maí er verkfall á hótelum, gisti- og baðstöðum, 31. maí-1. júní er verkfall í flugaf- greiðslu, 2.-3. júní er verkfall hjá skipafélögum og í matvöruverslunum, 4.-5. júní er verkfall hjá olíufélögum, 6. júní hefst ótímabundið verkfall félagsmanna. VERKFALLSAÐGERÐIR Í GANGI LESIÐ Í STÖÐ- UNA 90,65 pró- sent hjúkrunar- fræðinga voru fylgjandi boðun verkfalls frá og með 27. maí næstkomandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 7 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 E -7 6 0 C 1 7 5 E -7 4 D 0 1 7 5 E -7 3 9 4 1 7 5 E -7 2 5 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 4 0 s _ 1 1 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.