Fréttablaðið - 12.05.2015, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 12.05.2015, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 12. maí 2015 | LÍFIÐ | 23 Rapparinn, upptökustjórinn og tónlistarmógúllinn Kanye West vakti athygli fjölmiðla vestanhafs um helgina þegar hann sást brosa á körfuboltaleik. West, sem þykir ekkert sérstaklega brosmildur, var þá staddur á leik Chicago Bulls og Cleveland Cavaliers. West var að tala við Scottie Pipp- en, fyrrverandi leikmann Bulls, og brosti yfir því sem stjarnan gamla sagði. En á myndbandi sem gengur um netheima virðist West horfa í myndavélina og átta sig á því að hann er brosandi. Við það verður hann mun alvarlegri og telja fjölmiðlar hann einfald- lega ekki hafa viljað brosa fram- an í myndavélina. Kanye West sást brosandi KÁTUR KANYE Rapparinn brosti sínu blíðasta á körfuboltaleik. Hollywood-leikarinn og sjarmatröll- ið Channing Tatum lenti hér á landi í gærmorgun. „Það tók enginn eftir því að þetta var hann og því var eng- inn að ónáða hann,“ segir Marteinn Pétur Urbancic, starfsmaður á bíla- leigu á Keflavíkurflugvelli, en hann varð vitni að því þegar Tatum lenti hér á landi. „Við vorum að ná í vinkonu okkar upp á flugvöll sem var að koma frá New York og þegar hún kom út vildi hún bíða aðeins á flugvellinum vegna þess að hún sá að Channing Tatum var með henni í flugvél- inni,“ bæti Marteinn við. Tatum er best þekktur fyrir leik sinn í kvikmyndum á borð við, 21 Jump Street, Magic Mike og Step up. Vinkona Marteins, Kait- lyn Culotta, fékk mynd af sér með Tatum og náði hún einnig að spjalla við stjörn- una sem henni þótti einkar viðkunnanleg. „Hann var víst mjög al menni leg ur.“ Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins ætlar Tatum að dvelja hér á landi í tíu daga. „Hann er hér ásamt nokkrum félögum sínum og þeir ætla skoða nátt- úruna og jökla,“ bætir Mar- teinn við. Einn af félögum Tatums sem er hér með honum er leikarinn Adam Rodriguez, en hann lék ásamt Tatum í myndinni Magic Mike og þá hefur hann meðal annars leikið í þáttum á borð við CSI: Miami og Law & Order. „Vinkona mín sat fyrir aftan Rodriguez í flugvélinni og rak upp stór augu þegar hún sá hann og fékk mynd af sér með honum. Á meðan sú mynd var tekin, rak hún upp enn stærri augu þegar hún sá að Tatum var einnig í vélinni,“ bætir Marteinn við. Tatum sást á vappi í miðbæ Reykja- víkur í gærdag og leyfði fólki að taka myndir af sér með honum. - glp Hollywoodstjarna í heimsókn hér á landi Hollywood-leikarinn Channing Tatum er staddur hér á landi ásamt félögum sínum og ætlar að skoða náttúru fegurð landsins. Hann naut lífsins í miðbæ Reykjavíkur í gær og þótti einkar viðkunnanlegur. GAMAN SAMAN Kaitlyn Culotta var alsæl með að fá mynd af sér með leikar- anum flotta. MYND/KAITLYN CULOTTA MIÐBORGARVAKA DKNY BY MALENE BIRGER GERARD DAREL BRUUNS BAZAAR BLANK SAMSOE & SAMSOE COMME DES GARCONS KRISTENSEN DU NORD STELLA NOVA ‘S MAXMARA DIESEL CONDITIONS APPLY ROSEMUNDE VENTCOUVERT LOT78 STRATEGIA FREE LANCE PLEASE BILLI BI CANDICE COOPER Laugavegi 26 | s.512 1715 | ntc.is | / verslunin.eva | / verslunineva AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM OPIÐ TIL 22:00 í miðbænum 15% Á MORGUN 13. MAÍ Kim Kardashian West gaf á dög- unum út bókina Selfish sem er safn af sjálfsmyndum, en hún hefur einkar gaman af því að taka slíkar myndir. Af nógu var að taka en ein- hverjar myndir fóru fram hjá Kardashian við vinnslu bókar- innar og tilkynnti Kardashian á Twitter-reikningi sínum að hún væri alveg miður sín yfir því að hún hefði fundið frábærar sjálfs- myndir frá því hún keyrði systur sína Khloe í fangelsi sem ekki hefðu ratað í bókina. Kardashian sagðist mjög leið, þetta væru frábærar myndir og leitaði hún ráða hjá aðdáend- um sínum um hvað hún ætti til bragðs að taka, hvort hún ætti að birta þær á netinu eða bæta þeim við í endurprenti af bókinni, þær væru einfaldlega of góðar til þess að þær fengju ekki að líta dagsins ljós og auk þess vektu þær upp minningar. Áhugasamir geta fjárfest í bók- inni á vefsíðunni Amazon.com. Kim fann fl eiri sjálfsmyndir GAF ÚT BÓK Kim Kardashian gaf út heila bók með sjálfsmyndum en bókin ber nafnið Selfish. NORDICPHOTOS/GETTY 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 7 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 E -3 F B C 1 7 5 E -3 E 8 0 1 7 5 E -3 D 4 4 1 7 5 E -3 C 0 8 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 4 0 s _ 1 1 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.