Fréttablaðið - 12.05.2015, Blaðsíða 30
12. maí 2015 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 22
Lax
600 g lax (eða blanda af laxi og þorski)
sólþurrkaðir tómatar í olíu, magn eftir
smekk
1 hvítlauksrif
gróft salt
10 kartöflur
klettasalat
Hitið ofninn í 225°C. Afhýðið kart-
öflurnar, skerið í bita og dreifið
úr þeim á ofnplötu sem hefur
verið klædd með bökunarpappír.
Setjið hálfan desilítra af olíunni
af sólþurrkuðu tómötunum í skál
og pressið hvítlauksrifið í olíuna.
Hellið olíunni yfir kartöflurnar og
setjið í ofninn í um 20 mínútur.
Skerið laxinn (og þorskinn sé hann
notaður) í bita sem eru um 2×2
cm að stærð. Þegar kartöflurnar
hafa verið í ofninum í 20 mínútur
er laxinum bætt á ofnplötuna,
nokkrum matskeiðum af olíunni
af sólþurrkuðu tómötunum skvett
yfir ásamt grófu salti og sett
aftur í ofninn í 10 mínútur til við-
bótar. Þegar laxinn og kartöflurnar
koma úr ofninum er hökkuðum,
sólþurrkuðum tómötum stráð yfir
ásamt klettasalati. Setjið réttinn
á fallegt fat og berið fram með
fetaostasósu.
Fetaostsósa
1 dl sýrður rjómi
100 g fetakubbur
½ hvítlauksrif, pressað
Salt
Ítalskt salatkrydd
Myljið fetaostinn og hrærið saman
við sýrða rjómann. Pressið hvítlauk-
inn saman við og smakkið til með
salti og ítölsku salatkryddi. Geymið í
ísskáp þar til sósan er borin fram.
Ítalskur lax með fetaostsósu
Uppskrift fengin af Ljufmeti.com.
„Þetta er svakalega viðeigandi
og current á okkar tíma. Free the
Nipple nýbúið að vera í umræðunni
og Free the Pussy að koma upp á
yfirborðið og við erum nákvæm-
lega að fjalla um þessi málefni,“
segir Sveinbjörg Þórhallsdóttir,
lektor og fagstjóri samtímadans-
brautar Listaháskóla Íslands.
Hún, ásamt Steinunni Ket-
ilsdóttur, er danshöfund-
ur samtímadansverks-
ins #PRIVATEPUSSY,
annarrar sýningar
útskriftarnema af samtíma-
dansbraut LHÍ, en útskriftar-
hópurinn setur einnig upp sýn-
inguna A life in Muscle eftir
Tony Vezich. „Þetta er
rosalega sterkur hópur
samtímadansara, sterk-
ar konur,“ segir Svein-
björg stolt en þetta
er jafnframt þriðja
verkið sem Svein-
björg og Steinunn
vinna saman að og
fjallar um baráttu-
mál konunnar.
#PRIVATEPUSSY
spyr spurninga um birt-
ingarmynd konunnar og
kvenlíkamans í nútíma-
samfélagi og fjallar um
stöðu og birtingarmynd
hennar í poppmenn-
ingu. Free the Nipple-
byltingin átti sér stað á
Twitter á sama tíma og
verkið var í vinnslu en
þar birtu íslenskar konur
myndir af brjóstum sínum
meðal annars til þess að mót-
mæla kynvæðingu brjósta.
„Free the Nipple kemur bara
inn í mitt tímabil hjá okkur
þar sem við erum að fjalla um
þessi málefni.
Við vorum að
gera senu þar
sem þær voru
allar berar að
ofan og þetta
átti svona vel
við,“ segir hún
og bætir við
að það hafi
enn frekar
styrkt að
verkið væri
í takt við
tímann.
Talsverð hugmynda- og rann-
sóknarvinna liggur að baki dans-
verkum og er engin undantekn-
ing þar á í #PRIVATEPUSSY, en
Sveinbjörg segir þær Steinunni og
dansarana í verkinu meðal annars
hafa lagst yfir poppmenningu og
skoðað þekktustu poppstjörnur
samtímans nánar. „Við tókum til
dæmis Beyoncé og allar þessar
poppdrottningar. Rannsökuðum
hreyfingarnar og tilvitnanirnar,“
segir hún og bætir við: „Þær hafa
svo ofboðslega mótandi áhrif á
samfélagið sitt og þau geta verið
misgóð og misvísandi skilaboð,“
segir Sveinbjörg, en hún segir
meðal annars mikið hafa verið
unnið með twerk og aðrar hreyf-
ingar sem áberandi eru í tónlist-
armyndböndum.
Tónlistin í sýningunni er
eftir Áskel Harðarson og er það
útskriftarverk hans úr tónsmíð-
um. Ókeypis er inn á báðar sýn-
ingarnar en panta þarf miða á
midisvidslist@lhi.is. Verkin verða
sýnd í Gamla bíói á fimmtudag og
föstudag klukkan fimm og átta.
gydaloa@frettabladid.is
Skoðuðu twerk og Beyoncé
fyrir verkið #PRIVATEPUSSY
Samtímadansverkið #PRIVATEPUSSY, sýning útskrift arnema af samtímadansbraut LHÍ, spyr spurninga um
birtingarmynd konunnar og kvenlíkamans í nútímasamfélagi og í poppmenningu. Verkið er sýnt í vikunni.
SKOÐUÐU BEYONCÉ Sveinbjörg Þórhallsdóttir, lektor og fagstjóri samtímadansbrautar Listaháskóla
Íslands, er annar danshöfunda #PRIVATEPUSSY. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Við tókum
til dæmis
Beyoncé og allar
þessar popp-
drottningar.
Rannsökuðum
hreyfingarnar og
tilvitnanir.
Leikkonan Jennifer Lawrence
hefur skrifað upp á samning
þess efnis að hún fái 20 milljónir
Bandaríkjadala fyrir hlutverk
sitt í myndinni Passengers.
Auk Lawrence hefur verið til-
kynnt að Chris Pratt fari einnig
með aðalhlutverk í myndinni en
Lawrence fær tvisvar sinnum
hærri laun fyrir framlag sitt.
Samningurinn hefur komið
leikkonunni í hóp leikara á borð
við Leonardo DiCaprio, Bradley
Cooper og Robert Downey Jr.
sem allir þiggja dágóðar summ-
ur fyrir verkefni sín.
Þessi tíðindi koma stuttu eftir
umræðu um launamun kynjanna
í Hollywood þegar tölvupóstar
frá Sony láku á internetið og
kunngert var að Lawrence og
Amy Adams fengju lægri laun
en karlkyns mótleikarar þeirra í
myndinni American Hustle.
Framleiðsla á Passengers er
ekki hafin en myndinni verður
leikstýrt af Susanne Bier.
Lawrence
launahá
FÆR GÓÐA SUMMU Leikkonan
Jennifer Lawrence er sjálfsagt einna
best þekkt fyrir hlutverk sitt í Hunger
Games-myndunum. NORDICPHOTOS/GETTY
LÍFIÐ
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
7
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
5
D
-F
F
8
C
1
7
5
D
-F
E
5
0
1
7
5
D
-F
D
1
4
1
7
5
D
-F
B
D
8
2
8
0
X
4
0
0
2
A
F
B
0
4
0
s
_
1
1
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K