Fréttablaðið - 04.07.2015, Blaðsíða 2
4. júlí 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2
FIMM Í FRÉTTUM HAMSKIPTI Í HAFNARFIRÐI
➜ Róbert Wessman, forstjóri
lyfjafyrirtækisins Alvogen,
lagði fram kauptilboð í lyfja-
fyrirtækið Actavis í
Hafnarfirði. Hann
segir að enn sé
rekstrargrund-
völlur fyrir
fyrirtækið
á Íslandi.
RÓSA GUÐBJARTS-
DÓTTIR, formaður bæjar-
ráðs Hafnarfjarðar, stóð í
ströngu í vikunni en bæjar-
stjórn samþykkti umfangs-
miklar stjórnsýslubreyt-
ingar auk þess sem Actavis tilkynnti um
lokun verksmiðju sinnar í bænum.
SNÆDÍS RÁN HJARTAR-
DÓTTIR vann stórsigur
í máli sínu gegn íslenska
ríkinu fyrir Héraðsdómi
Reykjavíkur. Í dómsúr-
skurði kom fram að ríkið
hefði brotið á stjórnarskrárvörðum rétti
Snædísar og að ríkið ætti að greiða fyrir
túlkaþjónustu.
GUÐLAUGUR BERG-
MANN reyndi að fremja
sjálfsvíg þegar hann var
þrettán ára. Hann segir
mikilvægt að opna á
umræðuna og hvetur fólk
í sjálfsvígshugleiðingum til að leita sér
aðstoðar.
SEMA ERLA SERDAR,
formaður framkvæmda-
stjórnar Samfylkingarinn-
ar, vinnur að því að sætta
sjónarmið innan flokksins.
Flokksmenn eru ósam-
mála um hvenær eigi að halda lands-
fund flokksins.
Í dag er allt útlit fyrir norðaustanátt,
fremur hægan vind en þó strekking
suðaustanlands. Þá er útlit fyrir sólríkan
dag víða um land, en þó er áfram útlit fyrir
þokuloft við austurströndina. Hiti gæti
náð allt að 20 stigum, en svalara verður í
þokunni austast.
SJÁ SÍÐU 64
SAMFÉLAGSMÁL Fjölmargar bæj-
arhátíðir fara fram um helgina.
Vestmannaeyingar minnast
gosloka. Í Ólafsvík fer bæjar-
hátíðin Ólafsvíkurvaka fram. Á
Siglufirði er í gangi Þjóðlaga-
hátíð og á Vopnafirði eru Vopna-
fjarðardagar en á Akranesi Írskir
dagar. Dýrafjarðardagar standa
yfir í Dýrafirði og Markaðshelgi
í Bolungarvík. Tónlistarhátíðin
ATP fer fram í Reykjanesbæ en á
Akureyri stendur yfir N1-mót KA
í 5. flokki drengja í knattspyrnu.
Á Hellu fer flughátíðin Allt sem
getur flogið fram yfir helgina. - ih
Ein mesta ferðahelgi ársins:
Bæjarhátíðir
um allt land
MENNTAMÁL Kennarasamband
Íslands (KÍ) segir Námsgagna-
sjóð, Þróunarsjóð námsgagna og
Sprotasjóð ekki rísa undir hlut-
verkum sínum þar sem fjárveit-
ingu skorti.
KÍ segir framlög til sjóðanna
ekki hafa haldist í hendur við
hækkandi verðlag. Þannig hafi
framlög til Námsgagnasjóðs numið
154 milljónum árið 2008 á verð-
lagi síðasta árs, en 54 milljónum í
fyrra. Sjóðirnir eiga að stuðla að
nýsköpun í skólastarfi og þróun
námsgagna auk þess að auka svig-
rúm við kaup námsgagna. - ih
Kennarar gagnrýna fjárskort:
Vilja meira fé í
kennslugögn
FERÐAÞJÓNUSTA Ekki eru allir sammála þeirri stað-
hæfingu að ferðamenn hafi orðið fyrir vonbrigðum
með heimsókn sína í íshellinn í Langjökli. Ferða-
þjónustufyrirtæki, sem hafa sent hundruð ferða-
manna í hellinn, hafa ekki heyrt neina kvörtun
hingað til og allt gengið eins og í
sögu að þeirra mati.
„Það hefur gengið vel að selja
þetta og þeir ferðamenn sem við
höfum sent eru almennt mjög
ánægðir. Við höfum einnig verið
að fara með ferðaskrifstofufólk
sem er að selja þessar ferðir og
enginn lýst yfir óánægju,“ segir
Þórir Garðarsson hjá Gray Line.
Kári Björnsson, ferðaskipu-
leggjandi hjá Extreme Iceland, tekur í sama streng
og segir fyrirtækið hafa sent á annað hundrað
ferðamanna að íshellinum í Langjökli og enginn
hafi kvartað. „Við byrjuðum í byrjun júní að senda
ferðamenn á staðinn og gerum það næstum daglega.
Allir þeir ferðamenn sem við höfum sent að íshell-
inum eru mjög ánægðir með ferðina. Enginn hefur
borið fram kvörtun af neinu tagi og allt gengið eins
og í sögu. Þetta er mikill fjöldi ferðamanna sem við
höfum farið með upp á jökul, líklega yfir eitt hund-
rað ferðamenn,“ segir Kári. - sa
Ferðaþjónustuaðilar ekki sammála um ágæti íshellisins í Langjökli:
„Allir ferðamenn verið ánægðir“
ÍSHELLIRINN Fréttablaðið greindi frá óánægju ferðaþjónustu-
fyrirtækja í gær með íshellinn í Langjökli. Ljóst er að margir
eru einnig mjög ánægðir með hellinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
ÞÓRIR
GARÐARSSON
FRÉTTIR
GLEÐIFRÉTTIN
NEYTENDUR Annríki hefur verið
undanfarnar vikur hjá Sýslumann-
inum á höfuðborgarsvæðinu við
útgáfu fasteignasöluleyfa til lög-
manna, að sögn Þuríðar Árnadótt-
ur, staðgengils sýslumanns. Ný
lög um sölu fasteigna, fyrirtækja
og skipa taka gildi á næstu dögum.
Samkvæmt nýju lögunum þurfa
lögmenn að gangast undir próf til
að fá löggildingu sem fasteignasal-
ar. Það hafa þeir ekki þurft hing-
að til.
Undanfarin 70 til 80 ár hafa lög-
menn getað öðlast réttindi til fast-
eignasölu á grunni lögmannsrétt-
inda sinna. Laganámið hefur ekki
náð nema að hluta yfir þær kröf-
ur sem nám til löggildingar í fast-
eignasölu gerir, að sögn Grétars
Jónassonar, framkvæmdastjóra
Félags fasteignasala.
„Nú þurfa þeir sem ætla að ger-
ast fasteignasalar að stunda nám
í fjögur misseri hjá Endurmennt-
un Háskóla Íslands. Um 50 manns
hafa nú sótt um þetta nám. Inn-
tökuskilyrði eru stúdentspróf eða
sambærileg menntun. Lögfræði-
hlutinn er um það bil helmingur
námsins en lögmenn fá þann hluta
metinn.“
Með nýju lögunum, sem taka
gildi í næstu viku, er gerð sú
grundvallarbreyting að einung-
is fasteignasalar hafa heimild til
að sinna öllum helstu störfum er
varða milligöngu um fasteigna-
viðskipti. „Markmið breytinganna
er að tryggja mun ríkari neyt-
endavernd. Þetta er ein stærsta
neytendalöggjöf landsins. Nú er
verulega þrengt að svokölluðum
sölumönnum á fasteignasölum.
Þeir munu aðeins geta sinnt broti
af þeim störfum sem þeir hafa
áður sinnt. Nýju lögin gera ráð
fyrir að löggiltir fasteignasalar
sinni nánast öllum störfum á fast-
eignasölum,“ greinir Grétar frá.
Hann segir Félag fasteignasala
og Neytendasamtökin ítrekað hafa
vakið athygli á þörf fyrir bætta
stöðu neytenda við fasteignavið-
skipti, auk þess sem eftirlitsnefnd
fasteignasala hafi víða gert alvar-
legar athugasemdir við verklag.
Með nýju lögunum eigi viðskipta-
vinir að geta treyst því að fast-
eignasali sinni persónulega öllum
meginþáttum fasteignaviðskipta.
Grétar tekur það fram að fast-
eignasali geti hins vegar haft
aðstoðarmenn til að sinna einföld-
um almennum störfum.
Verkefni eftirlitsnefndar verða
rýmkuð verulega samkvæmt nýju
lögunum. „Nefndin verður einn-
ig kærunefnd. Neytendur geta til
dæmis eftirleiðis kvartað og feng-
ið úrskurð um það hvort fasteigna-
sali hafi með störfum sínum valdið
kæranda fjárhagslegu tjóni og þá
hvert tjónið er.“ ibs@frettabladid.is
Annríki við útgáfu
leyfa til fasteignasölu
Fjöldi lögmanna hefur sótt um löggildingu sem fasteignasalar undanfarnar vikur
áður en ný lög um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa taka gildi. Samkvæmt lög-
unum þurfa þeir sem ætla að gerast fasteignasalar að stunda nám í fjögur misseri.
FASTEIGNIR Nýju lögin gera ráð fyrir að löggiltir fasteignasalar sinni nánast öllum
störfum á fasteignasölum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Markmið
breytinganna
er að tryggja
mun ríkari
neytenda-
vernd. Þetta er
ein stærsta
neytendalöggjöf landsins.
Grétar Jónasson,
framkvæmdastjóri Félags fasteignasala
Mallorca 9. júlí
„allt innifalið“
Verð frá
*á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með einu
svefnherbergi í vikuferð með „öllu inniföldu“ á hótel
Playa Dorada, brottför 9. júlí.
Verð fyrir 2 fullorðna í stúdíóíbúð er 114.900 kr.
94.900 kr.*
„Ég er búin að vera í dálítinn tíma í
aktívistahópi á netinu sem inniheldur
fræðimenn og aktívista um mann-
réttindi og margt af þessu fólki er að
taka á kynbundnu ofbeldi, til dæmis
hrelliklámi,“ segir Þórlaug
Ágústsdóttir, kapteinn Pí-
rata í Reykjavík, en hún
fékk boð á vinnustofu í
Harvard-háskóla vegna
baráttu sinnar.
Fékk boð á vinnu-
stofu í Harvard
Á FJÓRHJÓLI Þessi drengur var alsæll þegar hann fékk að setjast á fjórhjól björg-
unarsveitarmanna við Olís í Norðlingaholti í gær. Björgunarsveitarmenn kynntu
starfsemi sína samhliða því að hálendisvaktin hélt af stað. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARÍNÓ
SAMFÉLAGSMÁL Hálendisvakt björgunarsveitanna hélt upp á hálendið í
tíunda sinn í gær. „Hlutverk okkar er fyrst og fremst að vera til staðar
ef eitthvað á bjátar hjá ferðalöngum á hálendinu,“ segir Smári Sig-
urðsson, nýkjörinn formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Smári segir að verkefni hálendisvaktarinnar hafi margfaldast á
síðustu árum samhliða fjölgun ferðamanna. Alls koma hátt í 200 sjálf-
boðaliðar að hálendisvaktinni sem verður með aðstöðu við Land-
mannalaugar, í Dreka við Öskju og í Nýjadal þegar Sprengisandur
verður opnaður. - ih
Hátt í 200 manns koma að hálendisvakt björgunarsveitanna:
Hálendisvaktin farin til fjalla
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:0
0
F
B
0
8
0
s
_
P
0
7
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
5
6
-4
8
8
C
1
7
5
6
-4
7
5
0
1
7
5
6
-4
6
1
4
1
7
5
6
-4
4
D
8
2
8
0
X
4
0
0
1
B
F
B
0
8
0
s
_
3
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K