Fréttablaðið - 04.07.2015, Blaðsíða 50
FÓLK|HELGIN
Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu býður alla fatlaða, fjölskyldur þeirra og vini velkomna í Krika
við Elliðavatn í dag. Þar verður þeim
boðið að róa út á Elliðavatn án endur-
gjalds.
Kjartan Jakob Hauksson og Árni
Saló monsson hafa veg og vanda af deg-
inum og hafa skipulagt hann í áratug.
„Hugmyndin vaknaði þegar ég reri í
kringum landið fyrstur manna í árabát
árið 2005. Þá notaði ég tækifærið og
safnaði í sjóð sem veitir ferðastyrki
fyrir aðstoðarmenn fatlaðra sem gerir
fötluðum kleift að fara í frí. Á þessum
tíma kynntist ég mörgum í Sjálfsbjörg,
þar á meðal Árna. Ég ákvað í fram-
haldinu að bjóða upp á þennan báta-
dag á hverju sumri og gerði það fyrst
sumarið 2006,“ segir Kjartan Jakob.
Hann segir gefandi og skemmtilegt
að geta boðið upp á slíkan skemmti-
dag. „Það eru æði margir sem segja
mér að þetta sé einn stærsti viðburð-
urinn hjá þeim á hverju sumri. Fólkið
öðlast enda áður óþekkt frelsi þegar
það kemst í bátana og getur róið um
vatnið.“ Kjartan Jakob segir suma hafa
áhyggjur af því að slík bátsferð geti
verið hættuleg, sér í lagi fyrir fatlaða.
„En ég legg mikla áherslu á að öryggis-
gæslan sé í lagi og hef mikla reynslu í
þessum málum.“
„Bátadagurinn hefur verið vinsælasti
viðburðurinn í Krika á hverju ári en
það mæta iðulega 90 til 120 manns,“
segir Árni. Kriki er sumarhús og úti-
vistarsvæði Sjálfsbjargar á höfuðborg-
arsvæðinu. Það stendur við suðaust-
urenda Elliðavatns, rétt hjá bænum
Elliðahvammi. „Þar er mjög fín aðstaða
og gaman að koma,“ segir Árni.
Bátarnir sem eru notaðir eru af
ýmsu tagi. „Við erum með kajaka,
bæði opna og lokaða, sem við fáum
að láni frá Siglunesi, og stundum fáum
við hjólabát frá Kríunesi. Við erum
með þannig báta að allir, sama hvaða
fötlun þeir eru með, geti prófað,“ segir
Árni en ýmislegt annað húllumhæ
verður í gangi í Krika þennan dag.
Til dæmis munu Krikavinir sjá um að
baka vöfflur og grilla pylsur fyrir gesti
og gangandi.
Eins og áður sagði er frítt í bátana
og veitingar verða seldar á vægu
verði. Opið verður í Krika frá 12.30
til 18 en bátarnir verða í gangi frá
klukkan 13 til 17.
Nánari upplýsingar er hægt að
nálgast á Facebook, sjá: Kriki við
Elliðavatn.
BÁTADAGURINN
Í TÍUNDA SINN
UPPLIFUN Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu stendur fyrir árlegum bátadegi
fyrir fatlaða og fjölskyldur þeirra í dag. Kjartan Jakob Hauksson aðstoðar fólk
við að komast í bátana og leggur mikla áherslu á öryggi.
GAMAN SAMAN
Gleðin skín úr andlitum
þeirra sem sigla út á
Elliðavatn.
FÉLAGAR Þeir Kjartan og Árni hafa haldið utan um bátadaginn saman.
ÖRYGGI Í FYRIRRÚMI Kjartan leggur mikla áherslu á að fyllsta öryggis sé
gætt.
KAFFISALA Frítt er í bátana en veitingar eru seldar á vægu verði í Krika.
Hér er skemmtilegur og sumarlegur
réttur. Svínakjöt með pestói.
Uppskriftin miðast við fjóra.
Það sem þarf:
800 g svínahnakki
Salt og pipar
Ítölsk kryddblanda
Smávegis ólífuolía
Penslið kjötið með olíu og kryddið
vel. Grillið í um það bil 6 mínútur á
hvorri hlið.
Pestó
1 búnt basilíka
2 msk. furuhnetur
3 hvítlauksrif
1 dl góð ólífuolía, meira ef þarf
50 g parmesan
Salt og pipar
Setjið allt í matvinnsluvél og maukið.
Bætið olíu við ef með þarf.
Með kjötinu er gott að hafa bakaða
kartöflu en ef hún er stór þarf hún
klukkustund á grillinu.
Einnig er gott að hafa blandað
grænmeti.
2 paprikur, rauð og gul
1 kúrbítur
1 laukur
1 hvítlauksrif
Salt og pipar
Olía
Skerið niður grænmetið og setjið í
álpappír. Skvettið olíu yfir og kryddið.
Setjið „álbakkann“ á grillið og látið
vera þar í 15-20 mínútur.
SVÍNAKJÖT MEÐ
PESTÓI OG GRÆNMETI
GIRNIRLEGT Svínakjöt með pestói, bakaðri kartöflu og grænmeti. Góður og sumar-
legur réttur.
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:0
0
F
B
0
8
0
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
5
7
-F
1
2
C
1
7
5
7
-E
F
F
0
1
7
5
7
-E
E
B
4
1
7
5
7
-E
D
7
8
2
8
0
X
4
0
0
1
B
F
B
0
8
0
s
_
3
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K