Fréttablaðið - 04.07.2015, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 04.07.2015, Blaðsíða 25
FERÐIR LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2015 Hildigunnur Björgúlfsdótt-ir, vörustjóri hjá Actavis, fór í fyrrasumar með fjór- um vinkonum sínum í fjögurra vikna bíltúr um Bandaríkin. Þær fóru frá austurströndinni til vest- urstrandarinnar með krók niður í Suðurríkin, heimsóttu alls fjórtán fylki og eyddu þjóðhátíðardegin- um 4. júlí á Santa Monica Beach í Kaliforníu. „Það fór ekki fram hjá neinum að þjóðhátíðardagurinn væri að renna upp. Það var skraut í fánalitunum bókstaflega út um allt. Bandaríkjamenn eru mjög ánægðir með fánann sinn og það hafði ekki farið fram hjá okkur í ferðinni en það var enn meira á 4. júlí. Flestir sem urðu á vegi okkar voru klædd- ir í rautt, hvítt og blátt eða skreytt- ir frá toppi til táar og það voru allir í góðu skapi.“ Hún segir þær vinkon- urnar ekki hafa tekið mikinn þátt í hátíðahöldunum. „Við vorum nú ekki mjög þjóðernislegar, lágum á ströndinni meiripart dags og sötr- uðum bjór og nutum veðurblíðunn- ar. Um kvöldið röltum við aðeins um og horfðum á flugeldasýning- ar í fjarska af hinum ýmsu strönd- um þar sem við vorum með gott út- sýni af Santa Monica-bryggjunni.“ Kúrekastígvél í Nashville Hildigunnur á erfitt með að gera upp á milli staðanna sem þær heimsóttu í ferðinni. „Mér fannst þetta allt saman ótrúlega áhuga- verðir staðir sem við komum á. Að ferðast á milli fylkja var eins og að fara á milli landa. Sérstaklega var mikill munur á að keyra í gegn- um Louisiana og Mississippi og koma yfir til Texas. Þar fórum við úr rosalega fátæku umhverfi yfir í lúxusríkið Texas þar sem allir eiga „ranch“ og nóg af byssum og kjöti.“ Þá var heimsókn til Nash- ville einnig í sérstöku uppáhaldi en þær vinkonurnar höfðu horft á Nashville-þættina í sjónvarpi. „Við keyptum okkur kúrekastíg- vél hið snarasta og fórum ótrú- lega ánægðar í stígvélunum okkar í 30 stiga hita á The BlueBird Café sem er einmitt aðalstaðurinn í Nashville-þáttunum og spókuð- um okkur.“ Þá heillaðist Hildigunnur eins og fleiri af New Orleans. „Það var svo gaman að labba um Frenchmen Street þar sem það var endalaust líf og djasstónlist og allir svo ánægðir. Byggingarnar þarna eru ekkert smá flottar og það var ákveðinn sjarmi yfir borginni þrátt fyrir að hún væri enn að stórum hluta í uppbyggingu eftir fellibylinn Katrínu.“ Gestrisnin kom á óvart Hún er mjög ánægð með gest- risni Bandaríkjamanna. „Það voru allir ótrúlega spenntir yfir því að við værum frá Íslandi og vildu allt 4. júlí á kalifornískri strönd Hildigunnur Björgúlfsdóttir og vinkonur hennar fóru í fjögurra vikna bíltúr um Bandaríkin í fyrra og vörðu þjóðahátíðardeginum á ströndinni í Santa Monica í Kaliforníu. Þær óku stranda á milli og upplifðu alls konar ævintýri. Kúrekastígvél eru staðalbúnaður, einkum þegar farið er á BlueBird Café sem gegnir stóru hlutverki í Nashville-sjónvarps- þáttunum. Á myndinni eru Halla Þórlaug Óskarsdóttir, Hildigunnur Björgúlfsdóttir, Ingunn Guðbrandsdóttir, Ingunn Sigríður Árnadóttir og Vaka Valsdóttir. Góðar í Grand Canyon. Vinkonurnar komu við í fjórtán fylkjum á fjórum vikum. Vinkonurnar eyddu þjóðhátíðardeginum á ströndinni í Santa Monica. fyrir okkur gera og allir sem urðu á vegi okkar voru frábært fólk. Eins og maðurinn á Irondale Café í Ala- bama sem opnaði staðinn fyrir okkur til þess að gefa okkur steikta græna tómata.“ Hildigunnur hafði komið til Bandaríkjanna áður en þessi ferð var ólík öllum fyrri ferð- um. „Ég hafði komið til Boston, New York og Orlando sem er allt mjög ólíkt því sem við sáum í ferð- inni. Ég held að það sem hafi komið mér mest á óvart var að þessir týp- ísku staðir sem maður var ótrú- lega spenntur fyrir að sjá, eins og Los Angeles og San Fransisco, voru í raun það sem var minnst spenn- andi. Ég var ótrúlega heilluð af Suður ríkjunum og allri menning- unni þar, gestrisninni og matn- um. Ég gæti alveg dólað mér þarna í suðrinu og skoðað mig um í lengri tíma og hlakka til að fara aftur ein- hvern daginn.“ Ég gæti alveg dólað mér þarna í suðrinu og skoðað mig um í lengri tíma. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 8 0 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 7 -4 E 3 C 1 7 5 7 -4 D 0 0 1 7 5 7 -4 B C 4 1 7 5 7 -4 A 8 8 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 8 0 s _ 3 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.