Fréttablaðið - 04.07.2015, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.07.2015, Blaðsíða 8
4. júlí 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8 HEILBRIGÐISMÁL Grafalvarlegt ástand er komið upp í þjónustu við aldraða á Akureyri. Álag á heima- hjúkrun og langir biðlistar eftir hjúkrunarrýmum öldrunarheim- ila gera það að verkum að aldraðir liggja inni á bráðadeildum Sjúkra- hússins á Akureyri. Útskriftarteymi sjúkrahússins á Akureyri kallaði til fundar full- trúa frá heimahjúkrun heilsugæslu Akureyrar, hjúkrunarheimilinu Hlíð og bráðadeildum sjúkrahúss- ins vegna ástandsins. Í framhaldinu var ákveðið að senda ályktun til Sjúkrahússins á Akureyri, velferðarráðs Akureyr- arbæjar, heilbrigðisráðherra og Embættis landlæknis. Í ályktun- inni er bent á brýna þörf á auknum fjárframlögum til heimahjúkrunar og heimaþjónustu til þess að koma til móts við þá auknu þjónustu sem inna þarf af hendi. Þóra Ester Bogadóttir, forstöðu- hjúkrunarfræðingur á Sjúkra- húsinu á Akureyri, segir aldraða liggja á sjúkrahúsinu sem allajafna ættu að vera farnir heim til sín. Ástæða þess sé erfið staða heima- hjúkrunar á Akureyri. „Það er mis- jafnt frá degi til dags hversu marg- ir það eru, en á lyflækningadeild og skurðlækningadeild eru alla jafna aldraðir einstaklingar sem liggja hjá okkur,“ segir Þóra Ester. „Álagið á heimahjúkrun er slíkt að það er erfitt að bæta við nýjum skjólstæðingum. Einnig erum við stundum að útskrifa þyngri ein- staklinga sem þurfa mikla umönn- un heima fyrir og það getur verið mjög erfitt fyrir heimahjúkrun að fá þannig einstaklinga til sín.“ Biðlisti í hjúkrunarrými á öldr- unarheimilinu Hlíð á Akureyri hefur ekki verið lengri í áraraðir. sveinn@frettabladid.is Alvarlegt ástand í umönnun aldraðra Langir biðlistar eftir hjúkrunarrýmum og vaxandi álag á heimahjúkrun á Akur- eyri veldur því að aldraðir liggja á bráðadeildum sjúkrahússins. SJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Vegna sívaxandi álags á heimahjúkrun og langra bið- lista eftir hjúkrunarrýmum liggja aldraðir á bráðadeildum Sjúkrahússins á Akureyri. SVÍÞJÓÐ Haldið niðri í ykkur and- anum. Nú koma mýflugurnar. Þannig hljóðar fyrirsögn fréttar á vef sænska blaðsins Aftonblad- et vegna hitabylgjunnar í Svíþjóð þessa dagana. Þar segir að hit- anum fylgi innrás mýflugna. Um sé að ræða mýflugur sem þríf- ist sérstaklega vel þegar heitt sumar komi í kjölfar kulda og vætu að vori. Þessi tegund mýflugna verpi á þurra jörð. Þegar rignir geti mörg þúsund mýflugur komið úr eggjum á minna en einum fer- metra. Allar kvenkynsflugurn- ar þurfi blóð samtímis. Fyrstur kemur fyrstur fær sé lögmálið. Mýflugurnar verði örvæntingar- fullar og geri árás, er haft eftir mýflugnasérfræðingnum Yngve Brodin. Hann segir þessa tegund mýflugna miklu harðskeyttari en venjulegar mýflugur í skógum í norðurhluta Svíþjóðar. Brodin segir öruggara að leggja á flótta en leggja til atlögu gegn mýflugunum. „Fólk byrjar að berjast gegn þeim og verður þá mæðið. Koldíoxíð sem menn anda frá sér lokkar mýflugurn- ar að sér.“ Svitalykt dregur einnig að sér mýflugur þannig að best er að þrífa sig vel og oft og nota svita- lyktareyði. Mælt er með ljósum fatnaði sem hylur líkamann vel til að verjast mýflugum. Sérfræðing- urinn tekur jafnframt fram að þeim sé illa við reyk. - ibs Allar kvenkynsmýflugurnar þurfa blóð samtímis og gera árás í örvæntingu á sveitta líkama: Ekki skynsamlegt að berjast gegn mýinu MÝFLUGA Flugan sem gert hefur Íslendingum lífið leitt að undanförnu. MYND/ERLING ÓLAFSSON EGYPTALAND Bræðralag múslima stefnir á hefndir vegna morða egypskra yfirvalda á háttsettum meðlimum bræðralagsins. Á miðvikudaginn réðst lögregla inn í húsnæði þrettán háttsettra félaga í Bræðralagi múslima og myrti þá. Bræðralagið hefur biðl- að til fylgjenda sinna að rísa upp gegn egypskum stjórnvöldum en talsmenn egypska innanríkisráðu- neytisins segir mennina þrettán hafa lagt á ráðin um hryðjuverka- árásir. - srs Lögregla myrti 13 í Kaíró: Bræðralagið boðar hefndir Dropi Náttúrulegt kaldunnið þorskalýsi Dropi er nýtt íslenskt þorskalýsi, ríkt af omega-3 fitusýrum og 100% náttúrulegum A og D vítamínum. Fyrsta flokks íslensk náttúruafurð. Nýtt Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is GRIKKLAND Samkvæmt nýrri skoð- anakönnun sem gríska dagblaðið Proto Thema birti í gær hyggj- ast 41,7 prósent Grikkja kjósa að samþykkja skilmála lánardrottna Grikkja í þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudaginn. 41,1 prósent hyggst hafna þeim. Skekkjumörk sem aðstandendur könnunarinnar gefa eru þrjú prósent þannig að ljóst er að allt getur gerst á sunnudag. Hæst i rét tur Gr ikk la nds úrskurðaði atkvæðagreiðsluna löglega í gær en efast var síðustu daga um að hún væri í samræmi við stjórnarskrá. Alexis Tsipras forsætisráðherra nýtti tækifærið í gær og ávarp- aði þjóð sína í sjónvarpi. Tsipras hvatti Grikki til þess að hafna því sem hann kallaði kúgun lánar- drottna ríkisins. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins, sagði hins vegar að höfnun myndi veikja samnings- stöðu Grikklands til muna í við- ræðum um nýjan samning um neyðar aðstoð. Þegar þátttakendur voru spurð- ir hvort þjóðaratkvæðagreiðsl- an væri góð hugmynd svöruðu 42 prósent játandi en um 48 prósent neitandi. Þátttakendur voru einnig spurð- ir um hvort þeir vildu að Grikk- land myndi áfram vera meðlimur í evrusvæðinu. Yfirþyrmandi meiri- hluti svaraði þeirri spurningu ját- andi, 76 prósent. - þea Gríska þjóðin skiptist í tvær hnífjafnar fylkingar: Munar hálfu prósenti BLÓÐÞYRSTUR „Fyrir fimm árum drakk hann úr ykkur blóðið. Nú er kominn tími til að segja nei,“ segir á þessu veggspjaldi með mynd af Wolfgang Schaeuble, fjár- málaráðherra Þýskalands. NORDICPHOTOS/AFP 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 8 0 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 7 -8 E 6 C 1 7 5 7 -8 D 3 0 1 7 5 7 -8 B F 4 1 7 5 7 -8 A B 8 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 0 8 0 s _ 3 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.