Fréttablaðið - 04.07.2015, Blaðsíða 8
4. júlí 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8
HEILBRIGÐISMÁL Grafalvarlegt
ástand er komið upp í þjónustu við
aldraða á Akureyri. Álag á heima-
hjúkrun og langir biðlistar eftir
hjúkrunarrýmum öldrunarheim-
ila gera það að verkum að aldraðir
liggja inni á bráðadeildum Sjúkra-
hússins á Akureyri.
Útskriftarteymi sjúkrahússins
á Akureyri kallaði til fundar full-
trúa frá heimahjúkrun heilsugæslu
Akureyrar, hjúkrunarheimilinu
Hlíð og bráðadeildum sjúkrahúss-
ins vegna ástandsins.
Í framhaldinu var ákveðið að
senda ályktun til Sjúkrahússins á
Akureyri, velferðarráðs Akureyr-
arbæjar, heilbrigðisráðherra og
Embættis landlæknis. Í ályktun-
inni er bent á brýna þörf á auknum
fjárframlögum til heimahjúkrunar
og heimaþjónustu til þess að koma
til móts við þá auknu þjónustu sem
inna þarf af hendi.
Þóra Ester Bogadóttir, forstöðu-
hjúkrunarfræðingur á Sjúkra-
húsinu á Akureyri, segir aldraða
liggja á sjúkrahúsinu sem allajafna
ættu að vera farnir heim til sín.
Ástæða þess sé erfið staða heima-
hjúkrunar á Akureyri. „Það er mis-
jafnt frá degi til dags hversu marg-
ir það eru, en á lyflækningadeild
og skurðlækningadeild eru alla
jafna aldraðir einstaklingar sem
liggja hjá okkur,“ segir Þóra Ester.
„Álagið á heimahjúkrun er slíkt
að það er erfitt að bæta við nýjum
skjólstæðingum. Einnig erum við
stundum að útskrifa þyngri ein-
staklinga sem þurfa mikla umönn-
un heima fyrir og það getur verið
mjög erfitt fyrir heimahjúkrun að
fá þannig einstaklinga til sín.“
Biðlisti í hjúkrunarrými á öldr-
unarheimilinu Hlíð á Akureyri
hefur ekki verið lengri í áraraðir.
sveinn@frettabladid.is
Alvarlegt ástand í
umönnun aldraðra
Langir biðlistar eftir hjúkrunarrýmum og vaxandi álag á heimahjúkrun á Akur-
eyri veldur því að aldraðir liggja á bráðadeildum sjúkrahússins.
SJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Vegna sívaxandi álags á heimahjúkrun og langra bið-
lista eftir hjúkrunarrýmum liggja aldraðir á bráðadeildum Sjúkrahússins á Akureyri.
SVÍÞJÓÐ Haldið niðri í ykkur and-
anum. Nú koma mýflugurnar.
Þannig hljóðar fyrirsögn fréttar
á vef sænska blaðsins Aftonblad-
et vegna hitabylgjunnar í Svíþjóð
þessa dagana. Þar segir að hit-
anum fylgi innrás mýflugna. Um
sé að ræða mýflugur sem þríf-
ist sérstaklega vel þegar heitt
sumar komi í kjölfar kulda og
vætu að vori.
Þessi tegund mýflugna verpi
á þurra jörð. Þegar rignir geti
mörg þúsund mýflugur komið
úr eggjum á minna en einum fer-
metra. Allar kvenkynsflugurn-
ar þurfi blóð samtímis. Fyrstur
kemur fyrstur fær sé lögmálið.
Mýflugurnar verði örvæntingar-
fullar og geri árás, er haft eftir
mýflugnasérfræðingnum Yngve
Brodin.
Hann segir þessa tegund
mýflugna miklu harðskeyttari en
venjulegar mýflugur í skógum í
norðurhluta Svíþjóðar.
Brodin segir öruggara að
leggja á flótta en leggja til atlögu
gegn mýflugunum. „Fólk byrjar
að berjast gegn þeim og verður
þá mæðið. Koldíoxíð sem menn
anda frá sér lokkar mýflugurn-
ar að sér.“
Svitalykt dregur einnig að sér
mýflugur þannig að best er að
þrífa sig vel og oft og nota svita-
lyktareyði.
Mælt er með ljósum fatnaði
sem hylur líkamann vel til að
verjast mýflugum. Sérfræðing-
urinn tekur jafnframt fram að
þeim sé illa við reyk. - ibs
Allar kvenkynsmýflugurnar þurfa blóð samtímis og gera árás í örvæntingu á sveitta líkama:
Ekki skynsamlegt að berjast gegn mýinu
MÝFLUGA Flugan sem gert hefur
Íslendingum lífið leitt að undanförnu.
MYND/ERLING ÓLAFSSON
EGYPTALAND Bræðralag múslima
stefnir á hefndir vegna morða
egypskra yfirvalda á háttsettum
meðlimum bræðralagsins.
Á miðvikudaginn réðst lögregla
inn í húsnæði þrettán háttsettra
félaga í Bræðralagi múslima og
myrti þá. Bræðralagið hefur biðl-
að til fylgjenda sinna að rísa upp
gegn egypskum stjórnvöldum en
talsmenn egypska innanríkisráðu-
neytisins segir mennina þrettán
hafa lagt á ráðin um hryðjuverka-
árásir. - srs
Lögregla myrti 13 í Kaíró:
Bræðralagið
boðar hefndir
Dropi
Náttúrulegt kaldunnið þorskalýsi
Dropi er nýtt íslenskt þorskalýsi, ríkt af omega-3 fitusýrum og 100%
náttúrulegum A og D vítamínum. Fyrsta flokks íslensk náttúruafurð.
Nýtt
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
GRIKKLAND Samkvæmt nýrri skoð-
anakönnun sem gríska dagblaðið
Proto Thema birti í gær hyggj-
ast 41,7 prósent Grikkja kjósa að
samþykkja skilmála lánardrottna
Grikkja í þjóðaratkvæðagreiðslu á
sunnudaginn. 41,1 prósent hyggst
hafna þeim. Skekkjumörk sem
aðstandendur könnunarinnar gefa
eru þrjú prósent þannig að ljóst er
að allt getur gerst á sunnudag.
Hæst i rét tur Gr ikk la nds
úrskurðaði atkvæðagreiðsluna
löglega í gær en efast var síðustu
daga um að hún væri í samræmi
við stjórnarskrá.
Alexis Tsipras forsætisráðherra
nýtti tækifærið í gær og ávarp-
aði þjóð sína í sjónvarpi. Tsipras
hvatti Grikki til þess að hafna því
sem hann kallaði kúgun lánar-
drottna ríkisins.
Jean-Claude Juncker, forseti
framkvæmdastjórnar Evrópu-
sambandsins, sagði hins vegar að
höfnun myndi veikja samnings-
stöðu Grikklands til muna í við-
ræðum um nýjan samning um
neyðar aðstoð.
Þegar þátttakendur voru spurð-
ir hvort þjóðaratkvæðagreiðsl-
an væri góð hugmynd svöruðu 42
prósent játandi en um 48 prósent
neitandi.
Þátttakendur voru einnig spurð-
ir um hvort þeir vildu að Grikk-
land myndi áfram vera meðlimur í
evrusvæðinu. Yfirþyrmandi meiri-
hluti svaraði þeirri spurningu ját-
andi, 76 prósent. - þea
Gríska þjóðin skiptist í tvær hnífjafnar fylkingar:
Munar hálfu prósenti
BLÓÐÞYRSTUR „Fyrir fimm árum drakk hann úr ykkur blóðið. Nú er kominn tími
til að segja nei,“ segir á þessu veggspjaldi með mynd af Wolfgang Schaeuble, fjár-
málaráðherra Þýskalands. NORDICPHOTOS/AFP
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:0
0
F
B
0
8
0
s
_
P
0
7
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
6
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
5
7
-8
E
6
C
1
7
5
7
-8
D
3
0
1
7
5
7
-8
B
F
4
1
7
5
7
-8
A
B
8
2
8
0
X
4
0
0
7
B
F
B
0
8
0
s
_
3
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K