Fréttablaðið - 04.07.2015, Blaðsíða 56
Ferðir LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 20154
Öruggustu borgirnar
Fimm öruggustu borgir heims til að heimsækja þetta árið eru að mati EIU
(The Economist Intelligence Unit) þessar:
Á ferðalögum er mikilvægt að vera
vel nestaður – sérstaklega þegar
börnin eru með í för.
Hér koma nokkur ráð sem gott er
hafa í huga þegar skipuleggja á
ferðanestið.
● Fyrir bíltúrinn er sniðugt að setja
matinn í lítið kælibox. Gott er að
setja matinn sjálfan í lítil box eða
poka sem hægt er að loka.
● Takið með vatnsflöskur, eina á
mann. Það er sniðugt að setja
flöskurnar í frysti kvöldið fyrir
brottför, þannig helst vatnið kalt
þótt líði á ferðalagið.
● Geymið allan saltan mat, börnin
verða þyrst af honum.
● Pítubrauð eru sniðug á ferðinni,
áleggið helst inni í þeim. Forðist
aftur á móti snakk, popp og
annað sem mylst niður.
● Aðrar góðar hugmyndir að nesti á
ferðinni eru niðurskorið grænmeti
og ávextir, ostateningar og þurrk-
aðir ávextir. Sniðugt er að úða
smá sítrónusafa yfir ávaxtabitana
svo þeir verði ekki brúnir.
● Það er alltaf vinsælt að vera
með ídýfu til að hafa með kexi,
pítubrauði, gúrkum eða blómkáli.
Passið bara að hafa ídýfuna í góðu
boxi svo hún sullist ekki um allt.
● Gott er að taka með plastglös og
nóg af servíettum.
OSAKA Í JAPAN
Osaka er ásamt Tókýó talin öruggasta borg í heimi.
Þar skilja heimamenn óhikað persónuleg verð-
mæti eftir á borðum meðan þeir panta á barnum.
Langt fram eftir kvöldi er fólk í lestum á leið heim
úr vinnu og íbúarnir eru vinsamlegir og skraf-
hreifnir.
AMSTERDAM
Afslappað viðhorf íbúanna til lífsins gerir það að
verkum að gestum líður vel í borginni. Þar er fólk
hreinskiptið og seinþreytt til vandræða. Borgin er
einnig tiltölulega lítil, með innan við milljón íbúa.
SYDNEY
Þessi stærsta borg Ástralíu þykir afar vinaleg en
þar segjast heimamenn passa upp á náungann. Um
borgina er stöðug umferð gangandi fólks og því
meira sem fólk þræðir göturnar í Sydney líður því
eins og það tilheyri samfélaginu.
SINGAPÚR
Singapúr er örugg borg þar sem lög og reglur eru í
hávegum höfð. Lögregla borgarinnar er sögð fá ríf-
legar fjárveitingar og getur því sinnt bæði íbúum
og gestum borgarinnar vel. Þá þykja íbúar Singapúr
heiðarlegir eða fremja í það minnsta sjaldan glæpi
þar sem miklar líkur eru á refsingu.
STOKKHÓLMUR
Barnvæn og vel lýst borg, þar eru fá skuggasund en
leikvellir og grónir garðar víða. Andrúmsloftið þar
er einnig afslappaðra en í mörgum stórborgum.
www.bbc.com
Amsterdam er ein af öruggustu borgum heims.
EIN AF PERLUM LANDSINS
Skammt vestan Kirkjubæjarklausturs liggur Fjaðrárgljúfur sem að margra
mati er einn fegursti staður landsins. Þrátt fyrir fegurð sína hafa margir lands-
menn ekki heimsótt gljúfrið en þó er auðvelt að komast að því á einkabíl.
Fjaðrárgljúfur er um 100 metra djúpt og tveir kílómetrar að lengd með bratta
veggi sem eru fjölbreyttir í lögun. Bæði er hægt að ganga eftir göngustíg
uppi á gljúfurbarminum og njóta þannig útsýnisins yfir það en enn meiri
upplifun er þó að ganga inn eftir gljúfrinu sjálfu. Þá þarf að vaða ána
nokkrum sinnum en stór hluti hennar er fær flestu fólki. Við enda gljúfursins
eru fossar sem loka leið þess þannig að ganga þarf til baka, nema
farið sé upp bratta veggina sem ekki er við hæfi lofthræddra.
Til þess að komast að Fjaðrárgljúfri er keyrt inn vegamót vestan
við Kirkjubæjarklaustur. Þaðan liggur vegur upp að Hunku-
bökkum á Síðu en þaðan eru um tveir kílómetrar að gljúfrinu.
Flestir heimsækja Fjaðrárgljúfur yfir sumartímann en
það er þó fallegt á öllum árstímum, t.d. í fallegum
haustlitum eða í snjó og vetrarmyrkri.
M
Y
N
D
/Æ
G
IR
L
Ú
Ð
V
ÍK
SS
O
N
BORÐAÐ Á FERÐINNI
iStoreKringlunni 103 Reykjavik Sími 566 8000 istore.is
Sérverslun með Apple vörur
Kringlunni
Við gerum vel í að þjónusta viðskiptavini okkar með skjótum og sveigjanlegum
vinnubrögðum. Þegar þú kemur með tölvu, síma eða iPad í ábyrgðarþjónustu þá
lánum við þér sambærilegt tæki á meðan þjónustu stendur, endurgjaldslaust.
Catalyst Stealth
Nýju Catalyst iPhone hulstrin eru vatns-, högg- og veðurhelt.
Fullkomin vörn fyrir alla þína afþreyingu og uppátæki.
Örþunn hönnunin fórnar hvorki útliti né stíl símans.
Fyrir iPhone 5, 5s, 6 og 6 plus
11.900 kr.
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:0
0
F
B
0
8
0
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
5
7
-4
E
3
C
1
7
5
7
-4
D
0
0
1
7
5
7
-4
B
C
4
1
7
5
7
-4
A
8
8
2
8
0
X
4
0
0
6
A
F
B
0
8
0
s
_
3
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K