Fréttablaðið - 26.01.2015, Síða 2

Fréttablaðið - 26.01.2015, Síða 2
26. janúar 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Sigurjón, eruð þið búnir að yfirtaka Siglufjörð? Já, þetta er svokölluð vinsamleg yfirtaka. Hátt í 70 manna hópur kvikmyndagerðar- manna og leikara er kominn til Siglufjarðar til að taka upp sjónvarpsþáttaröðina Ófærð. ATVINNA „Mannauðsstjórinn sagði við mig að þetta væri ekki starf sem hentaði konum,“ segir Guð- björg Perla Jónsdóttir sem síðasta vetur ákvað að sækja um vinnu hjá Elkem Íslandi. „Ég sótti um framtíðarstarf hjá fyrirtækinu og fékk synjun um tímabundið starf. Ég var viss um að einhver misskilningur hefði orðið svo ég ákvað að hringja í mannauðsstjórann og þá sagði hún mér að þetta starf hentaði ekki konum.“ Hún bætir því við að góð með- mæli hafi fylgt umsókninni en við nánari eftirgrennslan hafi komið í ljós að þau voru ekki könnuð. „Ég var með meðmæli víða úr fram- leiðslunni, frá þremur liðsstjór- um skautsmiðju og vaktstjóra. Þeir sögðu mér að ekki hefði verið haft samband við þá. Þá var einnig gerð grein fyrir getu minni í verk- smiðjuvinnu sem er mikil. Ekkert af þessu var athugað,“ staðhæfir Guðbjörg Perla og ítrekar að ekki sé um mat eða ályktun að ræða. Orð mannauðsstjórans hafi verið skýr. Þóra Ásgeirsdóttir, mannauðs- stjóri Elkem, segist ekki muna nákvæmlega orðaskipti sín við Guðbjörgu Perlu. „Við metum umsóknir með tilliti til reynslu og hæfni. Kannski hef ég orðað þetta klaufalega en hún hentaði ekki í starfið.“ Forstjóri Elkem, Gestur Pétursson, segist handviss um að um misskilning sé að ræða. „Hún sótti um framtíðarstarf. Við vorum ekki að leita að starfs- krafti í framtíðarstarf heldur aðeins í tímabundna stöðu. Við auglýsum, síðan fáum við fullt af umsóknum og það er valið úr hverjir fá að fara í viðtal. Eins og með flest störf þá fá ekki allir við- tal sem sækja um. Án þess að vita, af hverju hún fékk ekki viðtal þá dettur mér í hug að sú staðreynd að hún hafi óskað eftir framtíðar- starfi hafi gert það að verkum að hún hentaði ekki. Þær þyrftu að ræða saman um þetta.“ Gestur segir rangt að mismuna eftir kynferði og hefur það að sjónar miði í rekstri fyrirtækisins. „Það að mismuna fólki eftir kyni er ekki rétt. Það er ekki það orð- spor sem við viljum hafa á okkur. Við hvetjum fólk af báðum kynj- um til að sækja um störf hjá fyrir- tækinu. Blandaðir vinnustaðir eru alltaf betri en kynjaskiptir vinnu- staðir. Þú færð meiri dýnamík, framþróun verður meiri og þú færð miklu fjölbreyttari nálgun í öllum málum,“ segir hann. kristjanabjorg@frettabladid.is Segir að Elkem hafi ekki viljað konu Guðbjörg Perla Jónsdóttir sótti um vinnu hjá Elkem Íslandi. Hún segir mannauðs- stjóra fyrirtækisins hafa synjað umsókninni og sagt henni að starfið hentaði ekki konum. Mannauðsstjóri segist hafa komist klaufalega að orði. Ég var viss um að einhver misskilningur hefði orðið svo ég ákvað að hringja í mannauðs- stjórann og þá sagði hún mér að þetta starf hentaði ekki konum. Guðbjörg Perla Jónsdóttir. ERFITT AÐ FÁ VINNU Guðbjörg Perla segir mannauðsstjóra hafa sagt sér að starf sem hún sótti um í framleiðslu hentaði ekki konum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR EYJÓLFSSON. SLYS Konunni, sem fannst í Reykjavíkurhöfn á sunnudaginn fyrir viku, er enn haldið sof- andi í öndunarvél á gjörgæslu- deild Landspítalans. Konunni var bjargað úr sjónum um fimmleytið síðdegis á sunnudag fyrir viku eftir að lögreglu barst tilkynning um að bíl hefði verið ekið í höfn- ina. Talið er að konan hafi verið allt að hálftíma í sjónum. Í kjöl- farið hófst leit lögreglu, slökkvi- liðs og kafara í höfninni til þess að ganga úr skugga um að ekki hefðu verið fleiri í bílnum. Konan reyndist hafa verið ein í bílnum. Sjónarvottar sögðu skott bílsins hafa verið opið þegar bíllinn fór fram af brúninni. - vh Bjargað úr Reykjavíkurhöfn: Haldið sofandi í öndunarvél Gengið fram hjá grámyglulegum sjónum Á GÖNGU Það var leiðindaveður í gær og margir kusu að vera heima með góða bók. Það átti þó ekki við um þennan mann sem fékk sér göngu við Ánanaust. Til þess að eiga minningar frá göngunni hafði hann meðferðis svokallaða sjálfustöng, svo hann gæti tekið gönguna upp á myndskeið með símanum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR FÓLK „Það er verið að reyna finna lyf sem hentar Þórunni en það er ekkert að ganga frekar en síð- ustu sex mánuði,“ segir Krist- björg Kristjánsdóttir, móðir ein- eggja tvíburasystranna Þórunnar Bjargar og Sonju Óskar sem á síðasta ári greindust með sjald- gæfan litningagalla. Fréttablaðið sagði sögu systr- anna í lok síðasta árs. Þær eru níu ára gamlar en önnur þeirra greindist með litningagallann Ring chromosome 20 syndrome í júní en hin í ágúst. Sjúkdómurinn lýsir sér með miklum flogaköst- um en einnig hefur atferli þeirra gjörbreyst. Systurnar hafa þurft að vera mikið á spítala vegna veikinda sinna og núna er Þórunn á Barna- spítala Hringsins vegna mikilla floga. „Hún er farin að blána oft vegna súrefnisskorts,“ segir Kristbjörg en náið er fylgst með henni á spítalanum. Verið er að vinna að því að finna lyf sem henta henni betur en það hefur ekki gengið jafn vel og hjá Sonju systur hennar þar sem sömu lyfin virðast ekki virka eins á þær. „Við erum að bíða eftir sneið- myndatöku. Vegna lyfjabreytinga hjá henni er hún að mestu bund- in við hjólastól því hún er mikið lyfjuð og fæturnir gefa eftir,“ segir Kristbjörg. Þórunn er á sex lyfjum núna en vonir eru bundnar við að lyf, sem hún byrjaði nýlega, á muni virka. - vh Tvíburasysturnar Þórunn og Sonja eru með sjaldgæfan litningagalla: Systurnar standa enn í ströngu SONJA ÓSK OG ÞÓRUNN BJÖRG Syst- urnar voru báðar greindar með litninga- galla. FRÉTTABLAÐIÐ/AÐSEND MYND MENNTUN Sigurvegarar fyrsta Hnakkaþonsins í Háskólanum í Reykjavík sækja stærstu sjávar- útvegssýningu Norður-Ameríku sem fram fer í Boston í mars næstkomandi. Keppnin fór fram um helgina og höfðu nemendur sólar- hring til að setja fram áætlun um hvernig koma má ferskum íslenskum þorskhnökkum á markað á austurströnd Banda- ríkjanna og skapa þar eftirspurn eftir vörunni. Það voru þau Egill Sigurðarson, Heiðrún Ingrid Hlíðberg, Helgi Már Hrafn- kelsson, Jóhanna Edwald og Rebekka Rut Gunnarsdóttir sem sigruðu. - vh Sigurliðið fer til Boston: Sigruðu í fyrsta Hnakkaþoninu STJÓRNSÝSLA Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, hyggst senda Ólöfu Nordal innanríkisráðherra minnisblað fyrir vikulokin. Ólöf fól Hafsteini á föstudaginn að fara yfir með hvaða hætti innanríkisráðuneytið gæti brugðist við þeim ábendingum sem sneru að ráðuneytinu og komu fram í áliti umboðsmanns Alþingis vegna samskipta Hönnu Birnu Krist- jánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, og Stefáns Eiríkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra á höfuð borgarsvæðinu. Hafsteinn vill ekki tjá sig efnislega um álit umboðsmanns fyrr en hann skilar Ólöfu minnis- blaðinu. Meðal þess sem fram kemur í álitinu er að Hanna Birna hafi ekki getað sýnt fram á að hún hafi fylgt 20. gr. laga nr. 115/2011 um Stjórnar ráð Íslands, þar sem kveðið er á um skyldu ráðherra til að leita sér ráðgjafar. Umboðsmaður beinir því þeim tilmælum til innan ríkisráðherra að gæta þess að þessu atriði verði fylgt. Þá bendir umboðsmaður á að Hanna Birna hafi ekki veitt sér réttar upplýsingar varðandi máls- atvik. Hann biðlar því til Ólafar Nordal, núver- andi innanríkisráðherra, að þess verði framvegis gætt að umboðsmaður fái réttar upplýsingar um þau mál sem hann hefur til athugunar. - ih Umboðsmaður bendir á að innanríkisráðherra beri að leita sér ráðgjafar: Skilar minnisblaði í vikunni UMBOÐSMAÐUR Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, kynnti þingnefnd niðurstöðu sína á föstudag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SPURNING DAGSINS BÍLTÆKIMP3 SPILARAR ÚTVÖRPHLJÓMBORÐ HEYRNARTÓL REIKNIVÉLAR SJÓNVÖRP FERÐATÆKI MAGNARARBÍLMAGNARAR ÞRÁÐLAUSIR SÍMAR MEIRA EN 2000 VÖRUTEGUNDIR MEÐ ÓTRÚLEGUM AFSLÆTTI ALLT AÐ 75% AFSLÁTTUR Sjá úrvalið á ht.is ELDAVÉLAR ÍSSKÁPAR ÞVOTTAVÉLAR OFNAR ENGIN VÖRUGJÖLD! 7 VERSLANIR UM LAND ALLT AKRANES • AKUREYRI • HÚSAVÍK • EGILSSTAÐIR • SELFOSS • REYKJANESBÆR • REYKJAVÍK 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 7 C -F E 1 C 1 7 7 C -F C E 0 1 7 7 C -F B A 4 1 7 7 C -F A 6 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.