Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.01.2015, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 26.01.2015, Qupperneq 6
26. janúar 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 6 MENNINGARMÁL „Þeir sem ég hef rætt við eru mér sammála um að mikil eftirsjá væri að húsinu, sem byggt var árið 1940,“ segir Hjörleif- ur Guttormsson, fyrrverandi iðn- aðar ráðherra, í bréfi til bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs þar sem óskað er eftir að 75 ára gamalt sæluhús á Fagradal verði ekki rifið. Björgunarsveitin Hérað sem er eigandi sæluhússins hefur þegar fengið leyfi sveitarfélagsins til að rífa húsið sem er úr sér geng- ið. „Mér er vel kunnugt um að umgengni um Kofann hefur verið slæm og hann engan veginn gagnast sem sæluhús eða neyðarskýli. Ég skil vel viðhorf talsmanna björg- unarsveita til núverandi ástands Kofans. En þetta mál hefur fleiri hliðar eins og ég heyri að er sjónar- mið ýmissa,“ skrifar Hjörleifur og stingur upp á að ytra byrði sælu- hússins verði endurgert og varðveitt til minningar. Ekkert þyrfti að vera inni í húsinu sem mætti vera lokað. „Við kofann yrði komið fyrir myndarlegum og smekklegum fræðsluskiltum þar sem saga sam- gangna um Fagradal frá upphafi 20. aldar til dagsins í dag yrði rakin í máli og myndum,“ stingur Hjör- leifur upp á. „Ég hvet eindregið til að Kofinn verði ekki rifinn á næst- unni á meðan menn fjalla nánar um möguleika á varðveislu hans sem hluta í heildarmynd þessa staðar við þjóðveginn um Fagradal.“ Bæjar- ráð tók bréf Hjörleifs fyrir og sagði örlög sæluhússins í höndum björg- unarsveitarinnar og hvatti hann til að ræða málið við sveitina. - gar Fyrrverandi iðnaðarráðherra reynir að bjarga sæluhúsi frá niðurrifi: Sæluhús á Fagradal verði varðveitt HJÖRLEIFUR GUTTORMSSON Leggur til að sæluhús verði ekki rifið heldur nýtt til fræðslu um samgöngur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Þvottavél, verð frá kr. 169.900 Þurrkari, verð frá kr. 134.900 Íslenskt stjórnborð Íslenskar leiðbeiningar Miele hefur sett á markað eigið þvottaefni til að tryggja besta mögulega þvottaárangur á umhverfisvænan hátt. Um er að ræða þýskt hugvit, hönnun og smíði þar sem fara saman þvottavél með vaxkökumynstri og einstök þvottaefni. Samspil sem tryggir orkusparnað, lengri endingu og bestu mögulegu þvottaummönnun sem völ eru á. Þetta er það sem við köllum umbyltingu í þvotti. Umbylting í þvotti TILBOÐ - Sportlínan ANNASAMT Lögregla hafði í nógu að snúast aðfaranótt sunnudags. LÖGREGLUMÁL Erill var hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt sunnudags. Karlmað- ur var fluttur með skerta með- vitund á slysadeild aðfaranótt sunnudags eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás í Hafnarfirði. Árásarmaðurinn var handtekinn. Annar maður var handtek- inn fyrir utan skemmtistað í Kópavogi fyrir að atast í fólki og reyna að fá það til að slást. Maðurinn vildi ekki upplýsa hver hann væri og var vistaður í fangaklefa. Þá barst lögreglu tilkynning um mann á skemmti- stað í miðbæ Reykjavíkur sem braut glas og var ógnandi. Þegar lögregla kom tók hann glerbrot í aðra höndina og var ógnandi. Hann neitaði að hlýða fyrir- mælum lögreglu og var pipar- úða beitt á hann til að yfirbuga hann. Hann var vistaður í fanga- geymslu. - vh Erill hjá lögreglu um helgina: Líkamsárás í Hafnarfirði 1. Hvað vill Hafrannsóknastofnun að loðnukvótinn verði aukinn mikið? 2. Hvað heitir maðurinn sem ber fyrr- verandi ríkisstjórn þungum sökum vegna uppgjörs lánasafna gömlu bankanna? 3. Hvað heitir eiginkona Ólafs Stef- ánssonar handboltamanns? SVÖR: 1. Um 100 þúsund tonn 2. Víglundur Þor- steinsson 3. Kristín Soff ía Þorsteinsdóttir ÍÞRÓTTIR Nýtt merki afhjúpað Nýtt merki Reykjavíkurskákmótsins verður frumsýnt í húsnæði verðbréfa- fyrirtækisins GAMMA í dag. Þá munu Gunnar Björnsson, forseti Skáksam- bands Íslands, og Agnar Tómas Möller, fyrir hönd GAMMA, skrifa undir sam- starfssamning til fjögurra ára. Sérstakur heiðursgestur við undirritunina er Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga. VEÐUR Snarvitlaust veður var víðast hvar á landinu í gær. Björgunarsveitir voru að störf- um í allan gærdag. Festa þurfti þakplötur og þakkanta sem fuku á nokkrum stöðum á Suðurnesj- um og í Ólafsvík. Þá fauk hjólhýsi á kyrrstæðan bíl við Hæðargarð í Reykjavík. Aðstæðurnar voru einna verstar á Holtavörðuheiði. Þar voru björgunarsveitir kall- aðar til vegna flutningabíls og fólksbíls með tengivagn sem fuku út af veginum á heiðinni. Holtavörðuheiðinni, Bröttu- brekku, Öxnadalsheiði og Laxár- dalsheiði var lokað vegna veð- ursins og mikillar hálku. Eins var vegum lokað um Þverárfjall og Vatnsskarð. Færð á fjallveg- um um land allt var erfið vegna hálku og óveðursins. Öllu innanlandsflugi var aflýst í gær. Millilandaflug til og frá Keflavíkurflugvelli tafðist um nokkrar klukkustundir vegna veðurofsans. Fjöldi farþega sat fastur í flugvélum úti á flugbraut á Keflavíkurflugvelli því ekki var hægt að koma flugvélum að landgöngubrúm. Ólöf Snæhólm, upplýsinga- fulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að sumir hafi hunsað lokunarpósta lög- reglu og Vegagerðarinnar og ekið framhjá þeim. „Það er alveg ótrú- legt því það er ekki verið að loka að ástæðulausu,“ segir Ólöf. Um 150 manns voru veðurteppt í Staðarskála í Hrútafirði vegna ófærðar á Holtavörðuheiði. Mest- ur varð meðalvindhraðinn á heið- inni 31 metri á sekúndu. Víða á landinu var meðalvind- hraði milli 23 og 25 metrar á sekúndu í gær en lægja fór með kvöldinu. Mestur varð vindhrað- inn í hviðum 40 metrar á sek- úndu á Fróðárheiði að sögn Óla Þórs Árnasonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Óli telur að nokkuð margar djúpar lægðir hafi farið yfir land- ið á síðustu mánuðum. „Þetta er búið að vera nokkuð viðvarandi það sem af er vetri. En ég held að þetta sé nú ekkert einsdæmi,“ segir hann. Veðrið að undan- förnu hafi að vissu leyti skýrst af veðurfari í Norður-Ameríku að sögn Óla. „Það er búið að vera mjög kalt loft yfir Kanada sem lægðirnar hafa verið að narta í og nota. Það er gífurlega mikið fóður í þessum kulda svo lægð- irnar verða oft krappari og öfl- ugri fyrir vikið,“ segir Óli. Óli bendir á að með kalda loft- inu komist suðvestanátt að land- inu. „Þá verða élin oft dimmari en á þessum mildari vetrum sem voru hérna fyrir nokkrum árum,“ segir hann. ingvar@frettabladid.is Loka þurfti vegum og aflýsa flugi vegna aftakaveðurs Stormur gekk yfir landið í gær svo aflýsa þurfti öllu innanlandsflugi og seinka millilandaflugi. Um 150 manns urðu strandaglópar í Staðarskála því Holtavörðuheiðin var lokuð. Nokkur fjöldi virti ekki lokanir á vegum. ÓVEÐUR Ferðalangar máttu klæða sig vel og vera á góðum skóm til þess að lenda ekki í vandræðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR VEISTU SVARIÐ? Þetta er búið að vera nokkuð viðvarandi það sem af er vetri. En ég held að þetta sé nú ekkert einsdæmi. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 7 E -1 C 7 C 1 7 7 E -1 B 4 0 1 7 7 E -1 A 0 4 1 7 7 E -1 8 C 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.