Fréttablaðið - 26.01.2015, Page 14

Fréttablaðið - 26.01.2015, Page 14
26. janúar 2015 MÁNUDAGUR| TÍMAMÓT | 14TÍMAMÓT önnumst við alla þætti þjónustunnar með virðingu og umhyggju að leiðarljósi Þegar andlát ber að höndum Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími: 551 1266 - www.utfor.is Við þjónum allan sólarhringinn Hugrún Jónsdóttir útfararstjóri Elín Sigrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri Þorsteinn Elísson útfararþjónusta Frímann Andrésson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Jón G. Bjarnason útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Elskulegur bróðir okkar, DAVÍÐ STEFÁNSSON frá Saurhóli, lést þann 20. janúar á Silfurtúni í Búðardal. Jarðarförin fer fram frá Staðarhólskirkju 29. janúar kl. 14.00. Elsa Jensína Arndís Jenný Bryndís Haukur Gísli Björgvin Fanney Svana Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, PÉTUR GUÐBJÖRN SÆMUNDSSON skipstjóri, Vallarbraut 6, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 20. janúar. Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 29. janúar kl. 13.00. Edith María Óladóttir Anna María Pétursdóttir Sámal Jákup Samuelsen Jón Pétursson Guðbjörg Pétursdóttir Guðlaugur Helgi Guðlaugsson Pétur Óli Pétursson Lilja Valþórsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Faðir, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, SÆMUNDUR INGVI GUÐLAUGSSON fyrrv. vélstjóri, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ sunnudaginn 18. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Ari Mörk Ingvi Þór Bróðir okkar og mágur, JÓNAS JÓHANNSSON Suðurhólum 24, Reykjavík, er lést mánudaginn 19. janúar, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju, miðvikudaginn 28. janúar kl. 13.00. Kristín Jóhannsdóttir Böðvar Þorvaldsson Guðjón Jóhannsson Hrefna Bjarnadóttir Sigrún Jóhannsdóttir Ingólfur Karlsson MERKISATBURÐIR 1788 Fyrsta nýlenda Evrópumanna í Ástralíu er stofnuð, fanga- nýlendan hlaut síðar nafnið Sydney. 1866 Ísafjörður fær kaupstaðarréttindi. 1953 Neytendasamtökin stofnuð. 1965 Hindí gert að opinberu tungumáli Indlands. 1995 Eric Cantona, leikmaður Manchester United, tekur kung fu-spark í átt að Matthew Simm ons, stuðningsmanni Crystal Palace. 2009 Geir H. Haarde slítur stjórnarsamstarfi við Samfylk- inguna. Skákir Friðriks á ferlinum eru hátt í tvö þúsund. Friðrik segir eftirminnilegasta andstæðinginn vera danska stór- meistarann Bent Larsen en þeir áttust við alls 35 sinnum og skildu að lokum jafnir. „Ég vann hann fyrstu þrjú skiptin og vildi hann meina að það bernskubrek ætti ekki að teljast með.“ Eftirminnilegasta skákin var hins vegar gegn fyrr- verandi heimsmeistar- anum Míkhaíl Tal á móti í Las Palmas 1975. Friðrik hafði svart og má sjá stöðuna hér að ofan eftir 20. Hxc7. 20.– Had8 21. H1c2 Bxd2 22. Dxd2 Df4!! 23. He7 (23. Dxf4 Hd1+ og svartur mátar) Hf8! 24. Da5 Hd1+ 25. Re1 Dg5 og Tal gafst upp þar sem hann verður mát eða tapar liði. „Ég hefði getað leikið Dg5 leik fyrr en þar sem þetta var Tal vildi ég vera alveg öruggur!“ EFTIRMINNILEGASTA SKÁKIN Verkamannafélagið Dagsbrún var stofnað í Reykjavík 26. janúar fyrir 109 árum. Stofnfélagar voru 384. Helsti hvatamaður að stofnun félags- ins var Árni Jónsson tómthúsmaður, en tómthúsmenn voru upphaflega menn sem fengu leyfi til að setjast að í bæjum eða við sjó, og stunduðu aðallega sjóinn. Tómthúsmenn urðu síðar vísir að fyrstu verkalýðsstétt á Íslandi. Fyrsti formaður Dagsbrúnar var Sigurður Sigurðsson búfræðiráðnautur, sem síðar settist á þing fyrir Heima- stjórnarflokkinn. Dagsbrún átti eftir að verða eitt öflugasta stéttarfélag landsins og var stofnun þess til marks um vaxandi stéttarvitund alþýðufólks og fyrirboði um þau stéttaátök sem settu svip sinn á þjóðlífið mestalla öldina. Þegar Dagsbrún var stofnuð var vinnu- tími verkamanna tólf stundir á sólarhring og tímakaup 18 til 25 aurar á veturna en 25 til 30 aurar á sumrin. Félagið gerði kröfu um ellefu stunda vinnudag, aldrei minna en 25 aura á tímann á veturna og 35 aura í eftirvinnu. Á sunnudögum mátti ekki láta félags- menn vinna nema brýna nauðsyn krefði. Atvinnurekendur í Reykjavík munu hafa virt þessar kröfur við karlmenn, en algengt var að konur hefðu að minnsta kosti þriðjungi lægri laun, þótt þær gengju í líkamlega erfið og sóðaleg störf á við karla. ÞETTA GERÐIST 26. JANÚAR 1906 Verkamannafélagið Dagsbrún stofnað FUNDARMENN Mynd af frægum Dags- brúnarfundi sem fram fór í mars 1988. MYND/SVEINN ÞORMÓÐSSON Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslands í skák, fagnar í dag áttatíu ára afmæli sínu. „Við verðum með litla veislu fyrir nánustu vini og ættingja,“ segir Frið- rik og bætir við að þannig sé minna um ræðuhöld og formlegheit. Friðrik hóf ungur að árum að tefla og tók fyrst þátt á Skákþingi Íslands aðeins ellefu ára gamall. Sex árum síðar stóð hann uppi sem sigurvegari mótsins en hann vann það alls sex sinn- um. Aðspurður um eftirminnilegasta tímabil ferils síns nefnir Friðrik það skeið sem hófst áramótin 1955/56 í Hastings. Þar varð Friðrik efstur ásamt Viktori Kortsnoj. Í kjölfarið tók hann þátt í millisvæðamótinu í Porto- roz í Júgóslavíu, nú í Slóveníu, þar sem hann lenti í 5.-6. sæti. Sá árangur tryggði honum sæti á áskorendamóti sem fram fór í Bled, Zagreb og Belgrad ári síðar. Þar tefldu átta sterkustu skákmenn heims fjór- falda umferð og fékk sigurvegarinn að skora á heimsmeistarann Míkhaíl Botv- innik. Friðrik endaði í 7. sæti en Míkha- íl Tal vann mótið. „Skömmu eftir þetta hófst ég handa við að sækja mér gráðu í lögfræði. Ég hafði skráð mig í deildina en ekki sinnt náminu neitt,“ segir Friðrik. Skákin sat að mestu á hakanum en Friðrik tók þátt í fáum vel völdum mótum. Að námi loknu hóf Friðrik störf í dómsmála- ráðuneytinu þar sem Baldur Möller, einnig margfaldur sigurvegari Skák- þings Íslands, var ráðuneytisstjóri. Í kjölfar einvígis aldarinnar, milli Spasskís og Fischers, í Reykjavík 1972 hóf Friðrik að tefla á ný af krafti og vill sjálfur meina að þá hafi hann verið hvað sterkastur. „Ég tók skákina fastari tökum, stúd- eraði betur og var skipulagðari en ég hafði áður verið,“ segir Friðrik. Árið 1978 var hann kjörinn forseti Alþjóðaskáksambandsins FIDE. Árið 1981 háðu Anatolíj Karpov og Viktor Kortsnoj einvígi um heimsmeistara- titilinn. Kortsnoj var landflótta Sov- étmaður og var fjölskyldu hans haldið nauðugri í Sovétríkjunum. Friðrik setti það sem skilyrði að fjöl- skyldu hans yrði hleypt úr landi og var það gert að einvíginu loknu. Það varð til þess að Sovétmenn felldu hann í næstu forsetakosningum sambandsins. Friðrik kom að útgáfu lagasafns áður en hann hóf störf sem skrifstofustjóri Alþingis árið 1984 og gegndi því til árs- ins 2005. Hann var sæmdur riddara- krossi árið 1972 og stórriddarakrossi 1980. „Það var mikill kostur þegar bið- skákirnar voru lagðar af en ég er ekki viss um ágæti tölvutækninnar,“ segir afmælisbarnið aðspurt um stöðu skákarinnar í dag. „Undirbúningur- inn heima fyrir getur náð tugi leikja inn í viðureignina og margir taka litla áhættu. Það var ekki svo í gamla daga.“ johannoli@frettabladid.is Friðrik Ólafsson 80 ára Fyrsti stórmeistari Íslendinga í skák á stórafmæli í dag. Friðrik var á tímabili í hópi sterkustu skákmanna heimsins auk þess að vera skrifstofustjóri Alþingis og forseti FIDE. FRIÐRIK ÓLAFSSON Fyrsti stórmeistari Íslendinga í skák. Það var mikill kostur þegar biðskákirnar voru lagðar af en ég er ekki viss um ágæti tölvutækninnar. Friðrik Ólafsson, fyrsti íslenski stórmeistarinn. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 7 D -7 E 7 C 1 7 7 D -7 D 4 0 1 7 7 D -7 C 0 4 1 7 7 D -7 A C 8 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.