Fréttablaðið - 26.01.2015, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 26.01.2015, Blaðsíða 50
26. janúar 2015 MÁNUDAGUR| SPORT | 22SPORT ÚRSLIT 16 LIÐA ÚRSLIT Austurríki - Katar 27 - 29 (14-13) Slóvenía - Makedónía 30 - 28 (16-15) Króatía - Brasilía 26 - 25 (14-15) Spánn - Túnis 28 - 20 (18-9) LEIKIR DAGSINS 16L: Þýskal. - Egyptal. kl. 15.30 16L: Pólland - Svíþjóð kl. 15.30 16L: Ísland - Danmörk kl. 18.00 16L: Frakkl. - Argentína kl. 18.00 Síðumúli 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 | www.fastus.is Verslun opin mán - fös 8.30 - 17.00 Glös fyrir stór og smá tilefni Hjá Fastus fæst mikið úrval af glösum fyrir stóra og litla veitingastaði. Komið í verslun okkar að Síðumúla 16 og látið fagmenn hjálpa ykkur við að velja réttu glösin. FA S TU S _H _0 3 .0 1 .1 5 HANDBOLTI Guðmundur Guðmundsson breytti út af vananum og gaf ekki færi á viðtölum við einstaka fjölmiðla eftir blaðamannafund sinn á hóteli danska landsliðsins í Doha í gær. Þjálfari danska liðsins sagðist þurfa að nýta allan þann tíma sem hann gæti til að undirbúa sína menn fyrir slaginn gegn Íslandi í dag. „Það er ekki erfitt fyrir mig að mæta Íslandi,“ sagði hann á fundinum. „Þetta er handboltaleikur og ég einbeiti mér að því, sama hver andstæðingurinn er.“ Guðmundur vildi ekki gefa mikið um leikáætlun sína fyrir leikinn í kvöld enda augu allra íslenskra fjölmiðla á honum. Hann sagði þó að liðið hefði bætt sig mikið frá því í tapleiknum gegn Íslandi í Álaborg í upphafi mánaðarins. Guðmundur lét af störfum sem þjálfari Íslands eftir Ólympíuleikana 2012 og Aron Kristjánsson tók við. Fréttablaðið spurði Guðmund hvað hefði breyst í leik íslenska liðsins undir stjórn Arons. „Það er erfitt að segja og ég vil ekki fara út í nein smáatriði. Það er margt svipað, bæði í vörn og sókn, en hver þjálfari hefur sínar áherslur og Aron hefur þjálfað Ísland í tvö og hálft ár.“ - esá Guðmundur heldur spilunum þétt að sér ÞEKKJAST VEL Guðmundur stýrði Íslandi um árabil. FRÉTTABLAÐIÐ/EVA BJÖRK HANDBOLTI Aron Kristjánsson segir að það sé sérstök tilfinning sem fylgi því að spila gegn Dan- mörku. Aron er í dag þjálfari Dan- merkurmeistara KIF Kolding og hefur starfað lengi þar í landi, fyrst sem leikmaður og nú sem þjálfari. „Þekking liðanna hvors á öðru er mikil. Nokkrir íslenskir leik- menn hafa spilað í Danmörku og ég er að þjálfa einhverja af dönsku leikmönnunum. Guðmundur þjálf- aði íslenska landsliðið og marga af þeim leikmönnum sem eru hér – þjálfarann líka,“ sagði hann og brosti. „Menn verða ekki í því að finna upp hjólið í þessum leik.“ Aron segir að það sé þægilegra að undirbúa liðið fyrir leik gegn Dönum en til að mynda Egyptum. „Danir spila vörn og sókn sem við þekkjum vel en þetta mun snúast um hvort okkur takist að leysa þau vandamál sem koma upp.“ Hann segir lykilatriði að Ísland spili agaðan og árangursríkan sóknarleik. „Við þurfum að klára okkar sóknir vel til að geta stillt upp vörninni okkar eins og við viljum hafa hana. Danir eru mjög grimmir í að sækja hratt á lið og refsa fyrir mistök. Við þurfum að geta staðið það af okkur til að eiga möguleika.“ Það hefur gengið á ýmsu hjá íslenska liðinu á mótinu til þessa og liðið spilað frábærlega á köfl- um en svo skelfilega illa þess á milli. „Miðað við allt sem á undan er gengið er hægt að segja með fullri vissu að strákarnir gefi allt sem þeir eiga í þetta. Það hefur verið góður andi í hópnum og ein- beitingin góð. Það verður öllu fórnað og svo er það bara dags- formið og ástand liðanna sem ræður úrslitum þegar svo langt er komið.“ Aron sagði að nafni sinn Pálm- arsson væri á góðum batavegi eftir höfuðhöggið sem hann fékk gegn Tékklandi en í dag verður til- kynnt hvort hann spilar með gegn Dönum. Þá var Björgvin Páll Gúst- avsson veikur í gær auk þess sem aðrir hafa verið slappir. - esá Lykilatriði að klára sóknirnar vel Aron Kristjánsson segir að allt verði gefi ð í leikinn gegn Dönum á HM í kvöld. ÖGURSTUND Aron og strákarnir eru úr leik með tapi. FRÉTTABLAÐIÐ/EVA BJÖRK HANDBOLTI Bent Nyegaard, fyrr- verandi handboltaþjálfari og einn þekktasti sérfræðingur Dana um íþróttina, var ánægður með að Danmörk fékk Ísland í 16-liða úrslitum HM í handbolta. Liðin eigast við í kvöld. „Eins og staðan er núna finnst mér að Ísland standi hvergi nærri danska landsliðinu. Ég sé í raun ekki fyrir mér að Ísland eigi mögu- leika en við þekkjum þó söguna og vitum að leikir liðanna hafa oft verið jafnir og spennandi,“ sagði Nyegaard í samtali við Fréttablað- ið í gær. Helsti munurinn á liðunum er breidd leikmannahópsins og markvarðastöður liðanna að mati Nyegaard. „Þar hafa Danir mikla yfirburði,“ segir hann en bætir við að Ísland geti, á góðum degi, verið hættulegur andstæðingur líkt og liðið sýndi í æfingaleik liðanna í byrjun mánaðarins. „Þá tókst okkur ekki að leysa hlaupin hjá Snorra [Steini Guð- jónssyni] og línuspilið á [Róbert] Gunnarsson. Danir spiluðu afar illa í þeim leik en engu að síður sé ég bara ekki fyrir mér að Dan- mörk eigi í vandræðum með lið þar sem gæðamunurinn í nokkrum stöðum er svo yfirgnæfandi mikill, Danmörku í hag.“ Erfitt að meta íslenska liðið Þegar viðtalið var tekið var óvíst hvort Aron Pálmarsson myndi spila með íslenska liðinu í kvöld eftir höfuðhöggið sem hann fékk gegn Tékklandi í síðustu viku. Aron missti af leiknum gegn Egyptalandi sem tryggði strákun- um sæti í 16-liða úrslitum keppn- innar. „Ég vona að Aron spili með í leiknum því ég tel að það sé betra ef lið undirbýr sig að spila gegn sterkasta mögulega liði andstæð- ingsins,“ segir Nyegaard og bætir við að það hafi verið erfitt að meta íslenska liðið út frá frammistöðu þess til þessa. „Alexander Petersson er leik- maður í hæsta gæðaflokki en hann hefur átt erfitt í þessu móti. Þá hefur Ásgeir [Örn Hallgríms- son] komið inn og staðið sig vel. Guðjón Valur [Sigurðsson] skor- aði þrettán mörk gegn Egypta- landi en ekkert gegn Tékklandi. Svo átti [Björgvin Páll] Gústavs- son skyndilega góðan leik gegn Egyptalandi. Maður veltir fyrir sér í hvaða stöðu liðið er.“ Væri stórslys að tapa Nyegaard segir að staðan á danska liðinu sé ágæt þó svo að hann telji að það eigi enn mikið inni. Frammistaða liðsins gegn Póllandi hafi gefið það í skyn. „Það er meira í vændum frá danska liðinu ef allt gengur upp í 60 mínútur. Pólland er ekki and- stæðingur í hæsta gæðaflokki. Liðið gerði 17 mistök í gær en Dan- mörk 12. Þetta var því ekki topp- leikur í gær, hvernig sem á það er litið,“ segir hann. „En vörnin hefur verið að þétt- ast hjá Dönum og ég á erfitt að sjá fyrir mér að Snorri muni valda jafn miklum usla í danska liðinu og hann gerði fyrir tveimur vikum.“ Það kæmi honum þó ekki á óvart að Ísland myndi stíga upp og spila góðan leik þrátt fyrir allt sem á undan er gengið. „Ég hins vegar býst við að Danir geri það líka. Enda væri það stórslys fyrir danskan handbolta að detta út á þessu stigi mótsins. Miðað við stöðuna á íslenska liðinu finnst mér það góður kostur að mæta Íslandi nú. Guðmundur og Aron eru báðir klókir þjálfarar og afar færir en Guðmundur hefur nú for- skot á Aron því hann er með langt- um betra lið í höndunum. Hvað mig varðar er það bara svo ein- falt.“ Danska liðið langtum betra Bent Nyegaard er þess fullviss að Danmörk vinni Ísland í leik liðanna á morgun í 16-liða úrslitum á HM. „Gott að fá Ísland í 16-liða úrslitum,“ segir einn helsti sérfræðingur Danmerkur um handbolta. SIGURVISS Bent Nyegaard hefur ekki teljandi áhyggjur af leiknum í dag þar sem danska liðið er miklu betra en það íslenska að hans sögn. FRÉTTABLAÐIÐ/EVA BJÖRK Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Katar eirikur@frettabladid.is HANDBOLTI Aroni Pálmarssyni, skyttu íslenska landsliðsins, leið betur í gær eftir höggið sem hann fékk gegn Tékkum á fimmtudaginn. Hann var með einkenni heilahristings og hvíldi gegn Egyptum, en Aron fékk meiri áreynslu á æfingu í gær. „Það gekk mjög vel með hann í gær [fyrradag],“ sagði Örnólfur Valdimarsson, læknir liðsins, við Fréttablaðið í gær. „Það er ekki útilokað. Það er von,“ bætti hann við. „Hann er allur að jafna sig, en þetta er bara tímaspurs- mál. Við sjáum bara til í dag hvernig honum líður og kannski prófum við hann aðeins. Hann fær líklega smá áreynslu í dag. Engin ákvörðun verður þó tekin um það hvort Aron Pálmarsson spilar með íslenska landsliðinu gegn Dönum á HM í handbolta fyrr en í dag. Allt er gert til að koma Aroni í stand, en í gær var hann í nálastungu á andliti til að koma honum í gang fyrir stórleikinn gegn Dönum í dag. Ákvörðun tekin um Aron í dag HANDBOLTI Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í Austurríki voru svo gott sem flautaðir úr keppni í gær þegar þeir töpuðu gegn heimamönnum frá Katar, 29-27, í 16 liða úrslitum. Þrátt fyrir að vera út af í 8 mín- útur á móti 2 í fyrri hálfleik voru Austurríkismenn engu að síður marki yfir, 14-13. Sumir brott- rekstrarnir voru algjör þvæla og stóð Patreki ekki á sama. Mikil spenna var í leiknum undir lokin, en Austurríkismenn reyndu hvað þeir gátu að elta heimamenn sem fengu góða hjálp frá króatíska dómaraparinu. Patrekur sagði ekkert um dómarana eftir leik. „Ég passaði mig á því að segja ekkert við fjöl- miðlamenn um dómgæsluna svo ég verði ekki dæmdur í bann. En ég neita því ekki að sumir dóm- arnir voru undarlegir,“ sagði Pat- rekur við íþróttadeild - tom Sagði ekki orð um dómarana ERFITT Patrekur Jóhannesson átti varla orð á hliðarlínunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :5 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 7 E -5 7 B C 1 7 7 E -5 6 8 0 1 7 7 E -5 5 4 4 1 7 7 E -5 4 0 8 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 1 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.