Fréttablaðið - 16.07.2015, Side 14

Fréttablaðið - 16.07.2015, Side 14
16. júlí 2015 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Andri Ólafsson andri@365.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í lok júní var úttekt á rekstri og stjórn- sýslu Hafnarfjarðar birt á vef bæjarins. Þessi greining er afar ítarleg og birt í anda opinnar stjórnsýslu til þess að auð- velda íbúum aðgengi að upplýsingum. Tilgangur úttektarinnar var tvíþættur, annars vegar að fá greinargott yfirlit yfir starfsemi og þjónustu og hins vegar að leita leiða til að bæta slæma fjárhags- stöðu bæjarins. Greiningunni fylgja tillögur skýrslu- höfunda sem myndu, ef allar næðu fram að ganga, auka svigrúm í bæjarrekstr- inum um 900 milljónir, sem svarar til 5% af heildarumfangi. Fram undan er nú úrvinnsla þessara tillagna með aðkomu bæjarstjórnar, starfsfólks og íbúa í bænum og markmiðið er að sú vinna skili bættri afkomu að andvirði 5-600 milljóna á ársgrundvelli, sem mun gera okkur kleift að snúa vörn í sókn í rekstri bæjarins. Breytingar á stjórnskipulagi sem samþykktar voru í bæjarstjórn í júní mörkuðu upphaf þessa ferlis, sem mun svo halda áfram af fullum krafti í haust. Höfuðmarkmið þessarar vinnu er að nýta fjármagn betur og um leið að veita betri og skilvirkari þjónustu. Auk heildstæðrar greiningar á starf- semi Hafnarfjarðar kom nýverið út sérstök úttekt á rekstri, fjármálum og stjórnsýslu Hafnarfjarðarhafnar, sem einnig má sjá á vef bæjarins og verður nýtt til grundvallar stefnumótun í starf- semi og rekstri hafnarinnar. Úttekt á samningum bæjarins við íþróttafélög, vegna uppbyggingar og reksturs íþróttamannvirkja og niður- greiðslukerfis til bæjarbúa vegna tóm- stundavirkni barna, hefur jafnframt litið dagsins ljós og verið birt. Þverpólitískur vilji er til að breyta formi og fram- kvæmd styrkja til tómstundastarfs og mun greiningin koma í góðar þarfir við þá vinnu. Björt framtíð leggur áherslur á mikil- vægi þess að fá fram staðreyndir og meta niðurstöður greininga á hlutlægan hátt með aðkomu sem flestra. Birting ofannefndra úttekta auðveldar að okkar mati bæjarbúum að fá yfirsýn yfir þá þjónustu sem veitt er, sem og að hafa áhrif á breytingar á henni til framtíðar. Álit óháðs aðila á stöðu mála er að okkar mati nauðsynlegur grunnur til að hefja samtal – góður upphafspunktur. Næstu skref byggja síðan á upplýstri umræðu og skoðanaskiptum sem verða því betri eftir því sem fleiri taka þátt. Saman getum við gert góðan bæ betri. Hafnarfjörður BÆJARMÁL Guðlaug Kristjánsdóttir bæjarfulltrúi Æ- listans í Hafnarfi rði Einar Birkir Einarsson bæjarfulltrúi Æ- listans í Hafnarfi rði Sími 555 3100 www.donna.is Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Travel John ferðaklósett leysa málið Fyrirferðalítil, létt, einföld og hreinleg í notkun. Engin kemísk efni, engin þrif, aðeins tvöfaldur poki með efni sem gerir vökva að geli og eyðir lykt. Pokanum er lokað eftir notkun, einfaldara verður það varla. Pokana má nota í venjuleg ferðaklósett til að losna við að þrífa þau. Travel John pokar fyrir þvag eða uppköst gelgera vökvann og eyða lykt. Verð 3 stk. í pakka kr. 1.280,- Klósettpokar 3 stk. í pakka kr. 1.370,- Klósettstóll kr. 6.820,- Tilboð ásamt 3 pökkum af pokum kr. 8.500,- fæst hjá Donnu, Móhellu 2, Hafnarfirði. Póstsendum. E ngum blöðum er um það að fletta að ástandið í heilbrigðis- málum þjóðarinnar er grafalvarlegt. Nokkur hundruð hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp störfum á Landspítal- anum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, hefur sagt að byggja þurfi upp kerfið og nóg af öflugu starfsfólki sé lykilatriði. Hér á landi, vel að merkja, ekki í Noregi þar sem mikið af því góða starfsfólki sem nú starfar á spítalanum verður í vinnu í vetur. Forstjórinn og ráðamenn hafa líka sagt að nauðsynlegt sé að sátt náist um kjör stéttarinnar. Kannski er sáttina um kjör hjúkrunarfræðinga að finna hjá ráðamönnum, en hjúkrunar- fræðingar sýndu það í verki í gær að hjá þeim er hana ekki að finna. Um 88% þeirra felldu kjarasamning og allt stefnir í að launadeilan fari fyrir gerðardóm. Viðbrögð Kristjáns Þórs Júlíus- sonar, ábyrgðarmanns heilbrigðismála, eru á þá leið að líklega þurfi að flytja inn erlenda hjúkrunarfræðinga. Og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, maðurinn sem ber ábyrgð á kjörum hjúkrunar- fræðinga, segir að málið eigi bara að fara í gerðardóm. Kristján og Bjarni eru báðir í Sjálfstæðisflokknum. Fyrir síðustu kosningar gaf sá flokkur eftirfarandi út, til að fá sem flesta til að kjósa sig, en út á það gengur kosningastefnuskrá: „Mikilvægt er að auka gegnsæi og breyta forgangsröðun við fjárveitingar til endurskipulagningar og uppbyggingar á heilbrigðis- kerfinu í þágu sjúklinga og starfsfólks.“ Og til að skýra málið enn frekar var vitnað í ályktun velferðar- nefndar síðasta landsfundar flokksins: „Leggja verður ríka áherslu á breytta forgangsröðun varðandi fjárveitingar til endurskipulagningar og uppbyggingar á heilbrigðis- kerfinu í þágu sjúklinga og með bættu starfsumhverfi og kjörum heilbrigðisstétta.“ Nú má vel vera að sjálfstæðismenn hafi aðeins verið að ræða um kjör lækna, en ekki annarra heilbrigðisstétta, en það hefði verið betra að vita það fyrir kosningar. Ríkisstjórnin setti sér líka stefnu í heilbrigðismálum. Þar er sagt brýnt að vinna að langtímastefnumótun heilbrigðiskerfisins með eðlilegu samráði við fagfólk heilbrigðisstarfsfólks og það verður áhugavert að sjá hvað kemur út úr þeirri vinnu, sem hlýtur að vera vel á veg komin. Þar segir líka: „Íslenskt heilbrigðiskerfi verður að vera samkeppnisfært við nágrannalönd um tækjakost, aðbúnað sjúklinga og aðstæður starfs- manna.“ Það er morgunljóst að íslenskt heilbrigðiskerfi er ekkert af því sem ríkisstjórnin lofaði að það yrði í stefnuyfirlýsingu sinni sem samin var af þeim Bjarna og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í vor- blíðunni á Laugarvatni fyrir tveimur árum. Ábyrgðina á því ástandi sem ríkir í heilbrigðismálum bera stjórn- málamenn svikalaust. Ekki bara þeir sem nú sitja við völdin, líka þeir sem árum og áratugum saman leyfðu ástandinu að þróast þannig að vel menntað og hæft starfsfólk flýr land. Þeir sem nú eru við stjórnvölinn eiga hins vegar að standa við það sem þeir lofuðu. Ef þjóðfélagið fer á hliðina við að hjúkrunarfræðingar hafi mann- sæmandi laun, þá á einfaldlega ekki að lofa slíku fyrir kosningar. Loforð sem ekki á að standa við, eða lygar, hafa nefnilega afleiðingar og undan þeim svíður. Ástand heilbrigðismála er á ábyrgð ráðamanna: Sárt svíður undan sviknum loforðum Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is Vond afmælisgjöf Það var ekki beinlínis draumaafmæl- isgjöfin sem Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra fékk á afmælis- daginn sinn í gær, þegar hann varð 58 ára. Ákaflega erfið deila hjúkr- unarfræðinga og íslenska ríkisins fór aftur á byrjunarreit þegar þeir fyrrnefndu kolfelldu kjarasamning í atkvæðagreiðslu. Og niðurstaðan því væntanlega ávísun á flóknari úrlausnarefni næstu daga og vikur en ell- egar hefði verið. Þá er bara að vona að aðrar gjafir til ráðherrans hafi glatt meira. Og til hamingju með gærdaginn, Kristján. Úrræðagóður þingmaður Það mátti svo sem alveg búast við því að fólk kepptist við það að hneykslast á fyrirhugaðri byggingu Landsbankans við Austurhöfn. Enda nýtt hús rándýr framkvæmd og lóðar- leigan ekki gefins. Sumir láta sér ekki nægja að hneykslast heldur koma með tillögur á móti. Þeirra á meðal er Frosti Sigurjónsson þingmaður sem leggur til að Landsbankinn komi sér fyrir í Kópavogi. Mikið hefði verið ánægjulegt ef forverar Frosta á þingi hefðu verið jafnséðir og hann þegar bygging Hörpunnar var á umræðu- stiginu fyrir nokkrum árum. Opinber bygging sem er margfalt dýrari en nýbygging Landsbankans og verður ekki greidd upp alveg á næstunni. Áætlunum flýtt Efnahagssvið Samtaka atvinnulífsins sendi Seðlabankanum skeyti um daginn í gegnum fjölmiðla. Í erindi sínu mæltust Samtök atvinnulífsins til þess að Seðlabankinn heimilaði lífeyrissjóðunum (og öðrum inn- lendum aðilum) að fjárfesta erlendis fyrr en áætlað var. Áætlunin gerði upphaflega ráð fyrir að slík heimild yrði gefin eftir áramót. Hvort sem það var fyrir áeggjan Samtaka atvinnulífsins, eða af öðrum ástæðum, þá er ljóst að Seðlabankinn hefur slegið til og ákveðið að flýta fyrirætlunum sínum. jonhakon@frettabladid.is 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 4 -E E E C 1 7 5 4 -E D B 0 1 7 5 4 -E C 7 4 1 7 5 4 -E B 3 8 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 5 6 s _ 1 5 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.