Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.07.2015, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 16.07.2015, Qupperneq 16
16. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 16 Stærsti hluti aðgerðaáætl- unar ríkisstjórnarinnar um losun fjármagnshafta tekur til slitabúa föllnu bankanna en heildarum- fangið í þeim þætti máls- ins einum er um 900 millj- arðar króna. Í kynningu á áætluninni vakti sér- staka athygli að fram kom að stærstu kröfuhafar sli- tabúanna hafi þegar lýst því yfir að þeir vilji ganga að svonefndum stöðug- leikaskilyrðum. Þetta eru stórtíð- indi og mikið fagnaðarefni að nú hilli loks undir lok fjármagnshaft- anna. Trúverðug aðgerðaáætlun Að mínu mati er ein meginástæða þess að málin þróuðust með þess- um jákvæða hætti sú hversu skýr, gagnsæ og ófrávíkjanleg áætlun stjórnvalda varðandi slitabúin er í raun. Kröfuhafar gerðu sér grein fyrir að öll framvinda máls- ins var á forræði stjórnvalda sem settu fram tvo skýra valkosti; ófrá- víkjanleg stöðugleikaskilyrði eða stöðugleikaskatt – gulrót eða kylfu eins og einhverjir hafa kosið að nefna þessa kosti. Klókindin felast svo í fyrirsjáanleikanum varðandi framhald málsins. Ef ekki verður búið að ljúka nauðasamningum, sem rúmast innan stöðugleika- skilyrða, í árslok 2015 leggst 39% stöðugleikaskattur á heildareign- ir slitabúa. Um þetta verður ekki samið og enginn afsláttur gefinn. Trúverðug áætlun sem er þessum kostum búin var forsenda þess að mögulegt væri að leysa vanda slita búanna með skilvirkum hætti. Vandað frumvarp til laga um stöðugleikaskatt Eftir að hafa kynnt mér frum- varp til laga um stöðugleika- skatt kemur ekki á óvart að stór hluti kröfuhafa hafi lýst yfir vilja sínum til að semja við stjórnvöld. Mjög hefur verið vandað til verka við smíði frumvarpsins og hugað hefur verið að þeim grundvallar- atriðum að skatturinn sé lagður á eftir almennum efnislegum mæli- kvarða, jafnræðis sé gætt og skatt- þegnum sé ekki mismunað. Fleiri atriði skipta máli við mat á stjórnskipulegu gildi skattlagn- ingar. Þannig varðar miklu hvert sé markmið viðkomandi lagasetn- ingar, hvers eðlis skattur er og við hvaða aðstæður lög eru sett. Það eru ein- mitt þessi atriði sem eru helstu styrkleikar frum- varpsins um stöðugleika- skatt. Samkvæmt 1. gr. frumvarpsins er markmið þess að stuðla að losun fjármagnshafta með efna- hagslegan stöðugleika og almannahag að leiðar- ljósi. Tilgangur skattsins er þannig ekki sá að afla ríkissjóði tekna til þess að standa undir útgjöldum heldur að draga umtalsvert úr áhættunni sem felst í slitum búanna og treysta þannig efnahagslegan stöðugleika. Fordæmalausar aðstæður Ef til þess kemur að stöðugleika- skattur verður lagður á og deilt verður um stjórnskipulegt gildi hans fyrir dómi er ég þeirrar skoðunar að dómur Hæstaréttar 10. apríl 2014 í máli nr. 726/2013, þar sem deilt var um álagningu svokallaðs auðlegðarskatts, sé mikilvægt fordæmi sem vafalaust verður horft til við matið. Í dóm- inum nefnir Hæstiréttur sérstak- lega, til stuðnings niðurstöðu um lögmæti auðlegðarskattsins, að hann hafi fyrst verið leiddur í lög í lok árs 2009 en á þeim tíma hafi verið „við að etja einstæðan vanda í ríkis fjármálum“. Þau sjónarmið og röksemdir sem Hæstiréttur reifar í Auðlegð- arskatts-málinu eiga ekki síður við varðandi álagningu stöðugleika- skatts þar sem um er að tefla for- dæmalausan vanda þar sem í húfi er efnahagsleg velferð þjóðarinn- ar. Það voru hin föllnu fjármála- fyrirtæki sem að verulegu leyti sköpuðu þann „einstæða vanda“ sem þjóðin stendur frammi fyrir. Sá vandi snertir greiðslujöfnuð þjóðarbúsins og er ástæða þess að hér hafa verið fjármagnshöft frá árinu 2008. Á sama tíma hafa slita- búin fengið rými, í skjóli haftanna og með umfangsmiklum undan- þágum, til að hámarka endur- heimtur eigna sinna. Þegar svo háttar til er ekki óeðlilegt að sli- tabúin, þar sem núverandi kröfu- hafar keyptu flestir kröfurnar á hrakvirði, greiði skatt til að mæta greiðslujafnaðarvandanum. Með því móti er efnahagslegur stöðug- leiki varðveittur. Ólíklegt að stöðugleikaskattur verði lagður á eignir slitabúa Þó að sennilegast sé að stöðug- leikaskattur verði ekki lagður á slitabúin er kálið ekki sopið þó í ausuna sé komið. Fram undan er langt ferli sem ekki sér fyrir end- ann á. Þannig liggur t.a.m. fyrir að aðeins hluti af kröfuhöfum slitabú- anna standa að baki yfirlýsingun- um en ekki slitastjórnirnar sjálfar og enn á eftir að leggja tillögurnar fyrir kröfuhafafundi til samþykkt- ar eða synjunar. Þó að ég sé vissulega þeirr- ar skoðunar að heppilegt sé að fara nauðasamningsleiðina þá er ástæðulaust að óttast ef mál þró- ast á annan veg. Mun þá koma til álagningar stöðugleikaskattsins sem skila mun ríkissjóði 850 millj- arða króna tekjum og þannig nást markmið skattlagningarinnar um að tryggja efnahagslegan stöðug- leika. Í framhaldinu munu slitabú- in vafalaust láta reyna á lögmæti skattsins fyrir dómi. Ef til þess kemur kvíði ég ekki niðurstöðunni. Þó að stöðugleika- skatturinn sé vissulega óvenju- legur skattur er engin krafa um það gerð að skattlagning þurfi að vera hefðbundin ef hún uppfyllir að öðru leyti þau grundvallaratriði sem nefnd voru hér að framan um jafnræði og málefnaleg sjónarmið. Staðreyndin er sú að Hæstiréttur hefur játað löggjafanum veru- legt svigrúm til álagningar skatta og raunar svo víðtækt að aðeins í tvö skipti á öllum lýðveldistím- anum hefur rétturinn komist að þeirri niðurstöðu að skattlagning hafi gengið gegn stjórnarskrá. Að mínum dómi hvílir álagning stöð- ugleikaskattsins á traustum laga- grunni og ekki er efni til annars en að stöðugleikaskatturinn verði metinn stjórnskipulega gildur ef á hann yrði látið reyna fyrir dómi. Stöðugleikaskilyrði eða skattur Herra Schutz, sendi- herra Ísraels í Noregi og á Íslandi. Ég tók eftir les- endabréfi þínu í Frétta- blaðinu um daginn og get ekki staðist mátið að senda þér nokkrar línur sem svar. Þú veist jafn vel og ég að í átökum Ísraela og Palest- ínumanna hernemur annar aðilinn hinn, stundar þar landrán og reisir landráns- byggðir í trássi við sam- þykktir Sameinuðu þjóð- anna, Genfarsáttmálann og önnur alþjóðalög. Þú minnist þó ekki einu orði á hernámið í grein þinni eða þá stað- reynd að samkvæmt alþjóðalög- um og áliti Sameinuðu þjóðanna er Gaza hernumið svæði. Ísraels- her ræður land- og lofthelgi þess ásamt landamærum og „örygg- isvæðum“ – og ber því sem her- námsaðila að tryggja öryggi íbú- anna. Líkt og þú hafa ísraelskir ráða- menn og margir talsmenn Hamas átt erfitt með að horfast í augu við niðurstöðu nýrrar skýrslu Samein- uðu þjóðanna þar sem upplýst er um stórfellda stríðsglæpi Ísraels- hers, dráp á 551 palestínsku barni og hátt í tvö þúsund óbreyttum borgurum. Þar er einnig fjallað um glæpi og gróf mannréttinda- brot Hamas og árásir þeirra á Ísrael sem kostuðu sex óbreytta borgara lífið, þar á meðal barn. Tilefni skrifa þinna er leiðari Óla Krist- jáns Ármannssonar, Um stríðsglæpi, þar sem hann fjallar um niður- stöðu skýrslunnar. Þar segir þú umræddan blaða- mann stunda lélega frétta- mennsku og gefur í skyn að skrif hans séu afurð fordóma og gyðingahaturs. Leiðari Óla Kristjáns er vissulega beittur og gagnrýnir að samþykktir alþjóðsamfélagsins séu að engu hafðar í Ísrael. Þar er þó tekið fram strax í byrjun að stríðsglæpir hafi verið framd- ir af bæði Ísraelsmönnum og Pal- estínumönnum. Benjamín Netan- jahú forsætisráðherra Ísraels fær svo heila málsgrein í leiðaranum til að útskýra hlið Ísraels, meðan hvorki talsmenn Palestínumanna né Hamas fá slíkt pláss. Vondur málstaður að verja Þar er þó sögð saga eins fórn- arlambs stríðsins, hins sex ára gamla Baders Qdeih, sem fannst á flótta frá þorpinu Kuzah hlaup- andi með innyflin úti og lést stuttu síðar í sjúkrabíl við varðstöð Ísra- elshers. Þú segir réttilega að dauði drengsins sé ömurlegur, en tekur síðan fram að það að „lítill dreng- ur lét lífið er því miður fórnin sem er færð með háttalagi Palestínu- araba“. Talandi um fordóma. Að réttlæta dráp á barni, palestínsku eða ísraelsku, með því að að tala um slæmt háttalag heillar þjóðar finnst mér í besta falli ósmekklegt. Segir margt um þinn málflutning. Þegar maður hefur vondan mál- stað að verja, eins og dráp á börn- um og hernám á heilli þjóð, er kannski eðilegt að fara út á hálan ís í röksemdafærslum sínum. En að reyna að réttlæta voðaverk her- manna eða hernámsstefnu ísra- elskra yfirvalda með því að tala um gyðinghatur er ekki aðeins lágkúrulegt, heldur vanvirðing við fórnarlömb gyðinghaturs fyrr og nú. Það er ekki að ástæðulausu að fjölmörg samtök gyðinga um allan heim hafi mótmælt árásar- stríði Ísraels á Gaza. Þau hundruð þúsunda, gyðingar sem aðrir, sem streymdu út á göturnar í borgum og bæjum, m.a. í New York og á Ísafirði, fyrir ári til að mótmæla árásum Ísraelshers á Gaza og her- námi Palestínu eru kannski ekki sömu skoðunar og þú. En þetta fólk er ekki gyðinghatarar. Frekar en þeir blaðamenn sem voga sér að fjalla um framferði Ísraelshers í hertekinni Palestínu. Kæri sendiherra Gríska þjóðin er í spenni- treyju Evrópusambands- aðildar. Mistökin hjá Grikkjum voru í upphafi að gerast aðili að Evrópu- sambandinu. Önnur mis- tök voru að taka upp evru sem gjaldmiðil án þess að geta það í raun og fórna þar með efnahagslegu sjálfstæði sínu og rétt- inum til að bregðast við á eigin forsendum. Ógæfa Grikkja Grikkir eiga nú fárra kosta völ. Sitji maður fastur, sokkinn í fenið, dugar skammt að draga sjálfan sig upp á hárinu. Best er til framtíðar að ræsa burt og þurrka upp fenið og segja sig úr Evrópusambandinu. Í skjóli laga og reglna Evrópu- sambandsins var grísku þjóð- inni komið í þá erfiðu stöðu sem þeir eru nú í. Það var ljóst fyrir nokkrum árum að stefndi í hreinan ófarnað hjá gríska ríkinu. Valdið til að grípa inn í var framselt til stofnana Evr- ópusambandsins sem alls ekki reynast færar um að takast á við slíka stöðu. Það eina sem Evr- ópusambandið getur boðið eru hertar sultarólar almennings, svipuhögg og hótanir en kapítal- ið og valdið vilja fá sitt. Gæfa Íslendinga Mér verður hugsað til okkar Íslendinga, hvernig við værum staddir ef við hefðum gerst aðilar að ESB og tekið upp evru. Það var í skjóli regluverks Evr- ópusambandsins sem allt fór úr böndum hér á landi og útrás banka og fjármálafyrirtækja hófst. Sem betur fór stóðum við utan Evrópusambandsins, með okkar eigin mynt og réttinum til að setja okkur lög. Þar skilur milli okkar og Grikkja. Værum við í ESB hefðum við ekki getað sett neyðarlögin, ekki sett á gjaldeyr- ishöft til að vernda eigin mynt og efnahag. Við gátum sett okkar eigin lög um endurgreiðslur kröfuhafanna til ríkisins, eins konar skaðabætur fyrir það tjón sem þeir ollu íslenskum efnahag, það tjón sem unnið var í skjóli reglna frá ESB sem við vorum skylduð til að innleiða. Framsalssinnar Vissulega settu Bretar á okkur hryðjuverkalög í skjóli ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Greiðsla Icesave og afhending bankanna til kröfuhafa áttu að liðka fyrir umsókninni að ESB árið 2009. Um mitt ár 2011 var hins vegar ljóst að umsóknin og samningar um inngöngu í ESB var strand vegna krafna ESB um að Ísland gæfi upp á bátinn eigin lög og stofnanaumgjörð í land- búnaði, dýraheilbrigðismálum og framseldu forsjá fiskimiðanna til ESB. ESB hafði verið blekkt til að taka við umboðs- lausri inngöngubeiðni sumarið 2009. Ég er stoltur af mínum hlut í að stöðva inngönguferlið í ESB á þeim tíma. Þegar kröfur ESB lágu á borðinu er þeim mun undarlegra að enn skyldi vera til hópur stjórnmálamanna, heilir flokkar á Alþingi sem vildu halda áfram umsókninni, veg- ferðinni inn í ESB. Ólíkindi Nú síðast í vor var forysta fjög- urra stjórnmálaflokka á Alþingi enn blinduð í ESB-trúnni. For- menn Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata fluttu tillögu um fram- hald umsóknarinnar sem þeir þó vissu að var stopp vegna krafna frá ESB og fyrirvara frá Alþingi sem ekki var heimilt að víkja frá. Nú þegar við heyrum stöðu Grikkja og samskiptin við ESB er með hreinum ólíkindum að nokkrum heilvita íslenskum stjórnmálamanni skuli hafa dottið í hug að leggjast á hnén og biðja um inngöngu í ESB sumar- ið 2009. Tökum gilda þá afsökun þeirra að hafa ekki vitað hvað þeir voru að gera. Þá er nú kom- inn tími fyrir forystumenn ríkis- stjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur að biðjast fyrirgefningar á því voðaverki, þeirri yfirsjón sem Evrópusambandsumsóknin var. Biðjist afsökunar og styðjið Grikki! Í ljósi hörmulegrar stöðu Grikkja er enn ríkari ástæða til að allir stjórnmálaflokkar sameinist um þann skilning að umsókn Íslands um aðild að ESB sé afturkölluð og engin áform um að sótt verði um aðild að nýju. Það er ekkert til sem heit- ir „að kíkja í pakkann“ hjá ESB. Það fá nú Grikkir að reyna. Þeir stjórnmálamenn sem sóttu um inngöngu í ESB annaðhvort af fávisku eða barnslegri for- vitni til „að kíkja Í pakkann“ ættu að hafa kjark til þess að biðja kjósendur sína og þjóðina fyrirgefningar, afturkalla til- löguna á Alþingi um framhald inngöngubeiðninnar og standa að þeirri kröfu að umsóknin frá 2009 sé ótvírætt afturkölluð. Það eru í raun bestu skilaboð sem íslenskir stjórnmálamenn og þjóðin öll geta sent grísku þjóðinni og hvatt hana þar með til að endurheimta sjálfstæði sitt og sjálfsforræði og segja sig úr ESB. Nú skammast menn sín fyrir umsóknina að ESB ➜ Ef ekki verður búið að ljúka nauðasamningum, sem rúmast innan stöðug- leikaskilyrða, í árslok 2015 leggst 39% stöðugleikaskatt- ur á heildareignir slitabúa. Um þetta verður ekki samið og enginn afsláttur gefi nn. EFNAHAGSMÁL Einar Hugi Bjarnason hæstaréttarlög- maður. PALESTÍNA Eldar Ástþórsson varaformaður Félagsins Ísland-Palestína og varaþingmaður Bjartrar framtíðar ➜ Þú minnist þó ekki einu orði á hernámið í grein þinni eða þá staðreynd að samkvæmt alþjóðalögum og áliti Sameinuðu þjóðanna er Gaza hernumið svæði. EVRÓPUMÁL Jón Bjarnason formaður Heims- sýnar og fyrrver- andi ráðherra ➜ Valdið til að grípa inn í var framselt til stofnana Evrópusam- bandsins sem alls ekki reynast færar um að takast á við slíka stöðu. REIKNAÐU DÆMIÐ á 365.is 365.is Sími 1817 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 4 -C 7 6 C 1 7 5 4 -C 6 3 0 1 7 5 4 -C 4 F 4 1 7 5 4 -C 3 B 8 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 5 6 s _ 1 5 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.