Fréttablaðið - 16.07.2015, Síða 23

Fréttablaðið - 16.07.2015, Síða 23
Fallegt handverk Ágústa Bárðardóttir hannar skartgripi og passar upp á að hver hlutur sé einstakur. SÍÐA 2 Athyglissýki eða …? Systkinin Pippa og James Middleton hafa baðað sig í sviðsljósinu eftir að systir þeirra giftist inn í bresku konungsfjölskylduna. Ekki eru allir sáttir við það. SÍÐA 4 Þegar manni finnst eitthvað fallegt þá velur maður það gjarna,“ segir Sigríður Ásta Árnadóttir, nýútskrifaður rit- stjóri frá HÍ og harmóníkuleikari í tangósveitinni Mandólín, en hún er doppudýrkandi mikill. „Ég er veik fyrir fallegum litum og mynstrum og hneigist til að velja doppótta hluti þegar þeir fást. Ég hef ekki alltaf verið svona, ég átti röndótt tímabil fyrir einhverju síðan. Þá var allt í kringum mig og heima hjá mér röndótt. Ég hef líka átt svona skeið með liti, einu sinni keypti ég allt blátt, svo var allt grænt og svo var rautt tímabil líka. Nú er það dopp- ótt. Ég hugsa ekkert mjög mikið þegar ég er að velja mér hluti. Það er kannski til eitthvað þrennt mis- munandi og ég veit alltaf um leið hvað mér finnst fallegast.“ Sigríður Ásta segist aldrei hafa átt drapp- litað eða svart tímabil. „Ég hef reynt að hafa svartan þemadag upp á sportið en það endar alltaf á því að ég er komin í skærlita sokka eða doppótta skó. Einu sinni vantaði mig nauðsynlega svarta spariskó og á endanum varð ég að senda mömmu út í búð því ég kom alltaf heim með eitthvað doppótt.“ Sigríður Ásta segist reka tvöfalda stefnu í fatakaupamálum. „Annars vegar kaupi ég mikið af notuðum fötum í Rauðakrossbúðinni eða Hjálpræðishernum en á hinn bóg- inn vil ég fjárfesta í vönduðum fatn- aði. Mér finnst gaman að vera í ein- hverju sem ég hef ekki verið í áður og gaman að raða saman fötum og fæ útrás fyrir það með því að versla í búðum með notuð föt. Mér hugnast lítið að fara í H&M, ég vil annaðhvort eiga vandað eða notað. Ég hef líka litað flíkur og sauma stundum sjálf, helst pils og eitthvað einfalt. En ég er aðallega liðtæk í að aðlaga flíkur sem ég kaupi, breyta þeim og þess háttar.“ Sigríður Ásta er stundum stoppuð á götu af fólki sem finnur þörf hjá sér að ræða fötin hennar og litavalið. „Ég hjóla líka um á appelsínugulu hjóli og fólk segir: Mikið ert þú hressandi og skemmtilega klædd og gaman að sjá svona á Íslandi. Sem mér finnst mjög gaman að heyra því ég var með það markmið í mörg ár að hressa upp á fatastíl Íslendinga og fannst ég vera í herferð gegn leiðinlegum fötum.“ Sigríður Ásta segist ekki klæða sig í litrík föt til að fá athygli heldur líði henni best í lit. Og hún skiptir litum eftir líðan. „Ég hef tekið eftir því að ég sæki í bláan lit þegar ég þarf á öryggi að halda. Og svo er mér óhætt að segja að rauða tímabilið mitt hafi verið á tímabili þegar ég var í mikilli sköpunarorku. Þannig að þegar þú ferð að rukka mig um þetta held ég að ég sjái eitthvert munstur.“ Eða doppur. brynhildur@365.is HIÐ DOPPÓTTA MAN SKRAUTLEG Sigríður Ásta Árnadóttir, hamóníkuleikari og nýútskrifaður rit- stjóri, lifir doppóttu lífi og á sjaldan dökkan dag enda gera litir lífið betra. SIGRÍÐUR ÁSTA ÁRNADÓTTIR Sækir í doppurnar í lífinu. TÆKIFÆRISGJAFIR Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955 www.tk.is - mikið af frábærum tilboðum 10% afsláttur 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 6 -1 7 2 C 1 7 5 6 -1 5 F 0 1 7 5 6 -1 4 B 4 1 7 5 6 -1 3 7 8 2 8 0 X 4 0 0 8 B F B 0 5 6 s _ 1 5 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.