Fréttablaðið - 16.07.2015, Qupperneq 24
FÓLK|TÍSKA
Ágústa Bárðardóttir segist hafa verið eins og barn í sælgætisverslun þegar
hún kom inn í föndurbúð í
Aþenu á dögunum. Þar náði hún
sér í fullt af fallegu efni sem hún
hyggst nota í skartgripagerð
sína en hún hannar undir merk-
inu Bjallar handverk. Hún kynnt-
ist skartgripagerðinni í gegnum
iðjuþjálfun á Reykjalundi. „Þar
notuðum við tilbúnar perlur og
þegar ég kom heim prófaði ég
mig áfram með þær. Þegar leið á
fannst mér það einhvern veginn
ekki vera mitt þannig að ég fór
að búa til mínar eigin perlur eða
kubba úr tré. Auk þess fór ég á
námskeið í silfurgerð hjá Tækni-
skólanum og komst þá yfir þann
hjalla að vera hrædd við að sýna
það sem ég er að gera,“ útskýrir
Ágústa.
HVERT HÁLSMEN ER EINSTAKT
Enn sem komið er hefur Ágústa
eingöngu gert hálsmen en hún
hyggst bæta úr því og gera líka
armbönd. Mikil vinna er á bak
við hvert men því hvert og eitt
er unnið algjörlega frá grunni.
„Þegar ég byrjaði að gera skart-
ið átti ég nokkrar trjágreinar
sem ég ákvað að prófa að nota.
Ég vinn mest með greinar sem
eru einn til þrír sentimetrar í
þvermál. Greinarnar saga ég í
litla kubba, bora í hvern fyrir sig
og pússa svo í höndunum, þann-
ig fæ ég það lag sem ég vil. Ég
vil hafa þetta svolítið gróft svo
það sjáist að það sé handgert.
Perlurnar mála ég svo og lakka
og síðan geri ég hálsmenið. Ég
nota alls kyns tilbúnar perlur á
milli trékubbanna. Ég áætla að
á bak við hvert hálsmen sé um
fimm tíma vinna. Hvert háls-
men er einstakt og ég veit ekki
hvernig það verður þegar ég
byrja á því.“
Ágústa hefur töluvert prjónað
og saumað í gegnum tíðina en
hún segir skartgripagerðina hafa
heillað sig gjörsamlega. „Mér
finnst þetta rosalega gaman og
það sannfærði mig um að ég
væri á réttri leið að stjórnendur
Kisans (kisinn.is) höfðu sam-
band við mig og báðu mig um að
hafa vörurnar mínar þar til sölu.
Á vefsíðunni er íslensk hönnun
og handverk til sölu, mér finnst
þetta flott framtak og var þess
vegna til í að taka þátt,“ segir
hún. Ágústa bætir við að hún
hafi ákveðið það þegar hún
byrjaði á skartgripagerðinni
að binda sig ekki við eitthvað
eitt heldur geri hún það sem
hana langar. „Mottóið mitt er að
hætta ekki við grip fyrr en ég er
það ánægð með hann og ég myndi
ganga með hann sjálf.“
NAFNIÐ SÓTT Í MÝRDAL
Spurð hvaðan hið óvenjulega nafn
á skartið kemur segir hún að það
sé tenging austur í Mýrdal. „Eigin-
maður minn er fæddur og uppal-
inn þar og við bjuggum þar um
tíma. Þar er fjall fyrir ofan bæinn
og ganga tvö klettanef út úr því,
nokkurs konar snjóflóðagildrur frá
náttúrunnar hendi. Klettanefin eru
kölluð Bjallar, mér þykir ofsalega
vænt um Mýrdalinn og nafnið
kemur þaðan.“
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýs-
endum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala
og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið
ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson
Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429
Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
SKARTGRIPAHÖNNUÐUR Ágústa heillaðist af skartgripagerð þegar hún prófaði hana. Hún gerir falleg og litrík hálsmen.
MYND/ANDRI MARINÓ
PÚSSAR HVERJA PERLU
ÍSLENSK HÖNNUN Ágústa Bárðardóttir hefur gaman af handavinnu og sér-
staklega skartgripagerð. Hún gerir falleg hálsmen frá grunni og hættir ekki við
grip fyrr en hann er fullkominn og hún tilbúin ganga með hann sjálf.
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Verslunin Belladonna
Stærðir 38-58
ÚTSALAN er hafin
30-50% afsláttur
Flott föt, fyrir flottar konur
NÝBÝLAVEGI 20 SÍMI 554-5022
8 rétta
hlaðborð í
hádeginu
TILBOÐ
KR. 1.590.-
OPIÐ KL. 11:00-14:00
Hlaðborðið er alla virka daga.
ekki um helgar.
kinahofid.is
Ábendingahnappinn má finna á
www.barnaheill.is
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:0
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
5
6
-1
2
3
C
1
7
5
6
-1
1
0
0
1
7
5
6
-0
F
C
4
1
7
5
6
-0
E
8
8
2
8
0
X
4
0
0
8
A
F
B
0
5
6
s
_
1
5
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K