Fréttablaðið - 16.07.2015, Qupperneq 30
FÓLK|TÍSKA
Ég er mikið kímonófrík og á fimm stykki. Þessi rauði er í sérstöku uppáhaldi en
hann er sá fyrsti sem ég eignað-
ist, keypti hann á markaði í New
York fyrir tíu árum. Hann er
mjög vel með farinn og fallegur.
Ég var um tíma með verslun
með notuð föt og þessi kímonó-
kaup urðu hreinlega til þess að
ég fór að flytja inn kímonóa frá
Japan. Þessi tegund heitir Haori
og er meira í ætt við jakka,“
segir Elva Dögg Árnadóttir
textílhönnuður þegar hún er
spurð út í uppáhaldsflíkina í
fataskápnum.
Hún segir kímonósniðið ein-
staklega klæðilegt og nánast
hægt að vera í hverju sem er
undir einum slíkum, það verði
allt sparilegt.
„Ég get verið í svörtum hlíra-
bol og velúrbuxum og skellt
mér svo í þennan og er orðin
fín. Hann er klassískur og alltaf
í tísku,“ segir Elva en jakkinn er
úr þykku silki sem búið er að
pressa svo sérstök áferð er á
efninu. Þegar Elva er beðin um
að lýsa fatastílnum segist hún
blanda saman gömlu og nýju en
hún er dugleg að þræða mark-
aði með notuð föt.
„Ég verð sjúk þegar ég kemst
á svona markaði og enn meira
hér áður fyrr. Mér þykir alltaf
vænt um að finna eitthvað
spes á mörkuðum eða í second
hand-búðum, þar finnast svo
skemmtilegar flíkur. Ég á mikið
af notuðum klassískum fötum
en ég versla líka mikið í H&M.
Ég kaupi langmest af fötum er-
lendis á ferðalögum.“
Hvað ertu annars að fást við
þessa dagana?
„Ég er að vinna að sýningu en
ég útskrifaðist úr textílhönnun
frá Myndlistaskóla Reykjavíkur
síðasta vor. Mig langar að sýna
myndir sem ég vann í tengslum
við lokaverkefnið mitt. Loka-
verkefnið var prjón og ég tók
þessar ljósmyndir í þeirri vinnu.
Ég á bara eftir að finna gott sýn-
ingarpláss,“ segir Elva.
Nánar má forvitnast um verk
hennar á elvadogg.com.
ÞRÆÐIR MARKAÐI
NÝTT OG GAMALT Elva Dögg Árnadóttir textílhönnuður þræðir fatamarkaði
á ferðalögum í útlöndum og blandar gjarnan saman gömlum og nýjum flíkum.
Hún er veik fyrir japönskum kímonóum sem hún segir gera allt sparilegra.
SPARILEGT Elva Dögg Árnadóttir keypti sinn fyrsta kímonó á markaði í New York og
síðan hefur bæst í safnið. Hún segir kímonó gera allt sparilegra. MYND/ERNIR
NÁTTÚRA Innblásturinn á bak við
myndir Elvu kemur úr íslenskri náttúru og
tónlist frá áttunda áratugnum.
SÝNING Í HAUST Elva vinnur nú að fleiri
verkum fyrir sýningu í haust.
Mörg þekkt nöfn sýna á tísku-
vikunni og flestir eru sammála
um að herrafötin séu óvenju
frjálsleg að þessu sinni. Sumt er
hippalegt, annað er rokkaralegt,
og röndótt verður örugglega
vinsælt á næsta ári. Þá vekur
athygli að buxur eru víðar og
stuttar. Karlar þurfa ekki að
óttast liti næsta vor og ættu
endilega að láta hugmyndaflugið
ráða í klæðaburði.
FRJÁLSLEG HERRATÍSKA VORIÐ 2016
Það kennir margra grasa í
herratískunni á tískuvikunni
fyrir vor/sumar 2016 sem
fram fer í New York þessa
dagana. Sjaldan hefur
karlmannafatnaður
verið jafn fjölbreyttur og
allt virðist leyfilegt.
Erum á STRANDGÖTU 24 Haf.
Nýkomið mikið úrval af sófasettum
Tungusófar með og án svefnsófa - margar gerðir
STRANDGÖTU 24 - 220 Hafnarfirði sími 565 4100
Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is
Heldur kynningarnámskeið
og fyrirlestur 24. - 27. júlí
5 helstu ástæður þess að iðka qigong
Qigong (borið fram “tsí-gong”) er yfir 5.000 ára gamalt
æfingakerfi í heilsurækt þarsem saman fer qi, sem merkir
“lífskraftur”, og gong, sem merkir “nákvæmar æfingar”.
1. Aukin vellíðan og lífsþróttur
Minnkar blóðþrýsting, bætir hjarts- og æðastarfsemi,
jafnar hjartsláttartíðni og minnkar kólesteról.
2. Dregur úr þrálátum sársauka
Með hjálp sjónar og stjórn hugar og líkama getur
þú dregið úr þrálátum sársauka frá liðagigt.
3. Betra blóðstreymi
Með sérstökum öndunaræfingum getur þú aukið
súrefnisflæði í líkamanum.
4. Dregur úr spennu
Með því að minnka viðbrögð við spennuvekjandi álagi.
Hjálpar gegn þráhyggu- og áráttuhegðun, þunglyndi
og kvíða og persónuleikaeinkennum af A-gerð.
5. Byggir upp sjálfsvirðingu
Með því að leyfa þér að líða vel og þægilega.
Skráning
í síma
553 8282
DREKINN
WUSHU FÉLAG REYKJAVÍKUR
Alþjóða heilsu
Qigong samband
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:0
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
5
5
-7
9
2
C
1
7
5
5
-7
7
F
0
1
7
5
5
-7
6
B
4
1
7
5
5
-7
5
7
8
2
8
0
X
4
0
0
4
B
F
B
0
5
6
s
_
1
5
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K