Fréttablaðið - 16.07.2015, Page 38
16. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| MENNING | 26
„Ég er, skal ég segja þér, á leið-
inni inn í Hljóðakletta. Var í
Skagafirði um helgina og hélt
svo áfram norður í Þingeyjar-
sýslu. Blönduhlíð í Skagafirði
er sveitin mín, ég er frá bænum
Uppsölum í Blönduhlíð,“ segir
Eyþór Árnason sviðsstjóri glað-
lega. Eru allir Skagfirðing-
ar skáld? spyr ég því Eyþór er
nýbúinn að gefa út þriðju ljóða-
bókina sína, Norður. „Já, eigum
við ekki að segja það. Þeir eru nú
kannski ekki alveg allir hrifnir
af ljóðunum mínum, því þau eru
órímuð,“ svarar hann hlæjandi.
Nýju bókina tileinkar Eyþór
foreldrum sínum. „Titillinn
Norður vísar til þess að ég átti
nokkur sjoppuljóð um gamla og
nýja áfangastaði á leiðinni norð-
ur í land. Þá fór ég að sjá fyrir
mér rútuferð. Olíustöðin og Fer-
stikla í Hvalfirði fá sitt ljóð-
ið hvor, líka Hreðavatnsskáli,
Brú og bæði gamli og nýi Stað-
arskáli. Meira að segja sjoppan
hans Linde manns í Varmahlíð.
En inn á milli lendir maður í
ljóðum sem tengjast ekkert norð-
urleiðinni og gleymir sér þar til
maður er allt í einu staddur í
Víðihlíð! Bókin byrjar í Reykja-
vík og átti að enda í Skagafirði
en ég lauma líka smá inn um
Þingeyjarsýslur, enda var móðir
mín þaðan.“
Eyþór er titlaður leikari í
símaskránni. „Ég útskrifaðist
sem leikari 1983, setti titilinn í
símaskrána og beið eftir frægð
og frama, svo hef ég bara ekki
nennt að breyta þessu,“ útskýr-
ir Eyþór, sem átti langan feril að
baki sem sviðsstjóri hjá Stöð 2
þegar hann réð sig í Hörpu við
opnun hennar.
Fyrri bækur Eyþórs eru
Hundgá úr annarri sveit, sem
kom út 2009 og hann hlaut Bók-
menntaverðlaun Tómasar Guð-
mundssonar fyrir og Svo kom ég
aftur úr ágústmyrkrinu, en hún
kom út 2011.
Spurður hvort hann vilji velja
ljóð úr nýju bókinni til birting-
ar afbiður Eyþór sér það. „Ég er
alveg búinn að sleppa tökum á
þessu efni. Sonur minn segir að
Næturljóð sé best – ég hef ekkert
vit á þessu.“
Þar með leyfum við skáld-
inu að halda áfram för og skoða
Hljóðakletta. gun@frettabladid.is
Sá fyrir mér rútuferð
Norður nefnist nýlega útkomin ljóðabók eft ir Eyþór Árnason, sviðsstjóra í Hörpu.
Þegar hringt er í hann til að spjalla um bókina er hann auðvitað kominn norður.
TÓNLIST ★★★★ ★
Sumartónleikar í Skálholti
Elfa Rún Kristinsdóttir og Elina Albach
fluttu blandaða dagskrá á Sumartón-
leikum í Skálholti.
LAUGARDAGINN 11. JÚLÍ.
Sagt er að tónskáldið G. A. Pandolfi
Mealli hafi drepið gelding. Gelding-
ar voru fyrirferðarmiklir í tónlist-
arlífinu á sautjándu öldinni. Þá þótti
fínt að vera góður söngvari með
engin eistu. Til fróðleiks má geta að
örlítil prósenta karlmanna verður
aldrei kynþroska. Þeir eru kallaðir
náttúrulegir geldingar. Einn slíkur
er söngvari sem heitir Radu Mari-
an. Frábært sýnishorn með söng
hans má finna á YouTube undir heit-
inu „Radu Marian, Händel, Lascia
Ch’io Pianga“. Röddin er furðuleg,
hún er sópran, en samt allt öðruvísi
en konu- eða barnarödd. Hún gefur
manni hugmynd um hvernig geld-
ingar fyrri alda hljómuðu.
Aftur að Mealli. Hann stakk af
frá ódæðinu og flúði til Frakklands
og svo til Spánar, þar sem hann fékk
fína stöðu. Eiginlega ekkert eftir
hann hefur varðveist, nema sónötur
fyrir fiðlu og sembal. Það er mikil
synd, því ef marka má það sem Elfa
Rún Kristinsdóttir fiðluleikari og
Elina Albach semballeikari fluttu
í Skálholti á laugardaginn, þá var
Mealli frábært tónskáld. Tónlist-
in hans er fallega dreymandi, það
er frelsi yfir henni, frumleiki sem
maður á ekki að venjast frá þessu
tímabili tónlistarsögunnar.
Elfa Rún og Albach léku þrjár
sónötur eftir tónskáldið. Sembal-
leikurinn var frábær, tær og skýr,
jafn og yfirvegaður. Fiðluleikur-
inn var líka magnaður, en þó mátti
finna að nokkuð sárum tón. Ef til
vill var hljóðfærinu sjálfu þar um
að kenna. En öll hlaup voru nákvæm
og andrúmsloftið í túlkuninni var
sannfærandi, fullt af innlifun og
andakt, en líka fjöri þegar við átti.
Fleira en tónlist morðingjans var
á dagskránni á tónleikunum. Örstutt
einleiksverk fyrir fiðlu eftir Salva-
tore Sciarrino (f. 1947) var fallega
spilað. Traumverk nr. 2 og 5 úr bók
II eftir James Dillon (f. 1950) voru
jafnframt grípandi. Leikurinn var
einbeittur og þráhyggjukenndur,
kraftmikill og lifandi. Tvær sónötur
eftir Bach (BWV 1015 og 1023) voru
einnig flottar, og Continuum fyrir
orgel eftir Ligeti var skemmtilegur
inngangur að þeirri síðari.
Tónleikarnir voru sniðuglega
samsettir. Samtímatónsmíðarnar
og gömlu verkin eftir Mealli og
Bach mynduðu áhrifamiklar and-
stæður. Hástemmd fegurð barokk-
tímabilsins var enn meira hrífandi
við hliðina á hrjúfri nútímatónlist-
inni. Myrkrið þar var sömuleið-
is enn þá kröftugra við hliðina á
ljósinu úr fortíðinni. Meira svona,
takk. Jónas Sen
NIÐURSTAÐA: Glæsilegur flutningur
Tónskáld og morðingi
geldings
SKÁLDIÐ „Inn á milli lendir maður í ljóðum sem tengjast ekkert norðurleiðinni og gleymir sér,“ segir Eyþór. FRÉTTABLAÐIÐ/HARALDUR GUÐJÓNSSON
Bílstjórinn
ryður út pökkum
með hjöruliðskrossum
og hlaupastelpum
Álengdar á planinu
bíður skjálfandi veiðimaður
eftir manndrápsspúnaboxinu
því hér duga engin
vettlingatök við tröllin
Síðan mætir
sjálfur Skugga-Sveinn
í flekkóttu gærunni,
hristir nýhvesstan atgeirinn
og selur lúnum rútuferðalöngum
ilmandi birkihnífa
smjörklípuhnífana góðu
sem allir verða að eiga
en Ásta í Dal
brýnir ástríðurnar meðan
Haraldur nálgast
á ólöglegum hraða
Blönduós 1
SKÁLHOLT Sumar-
tónleikar í Skálholti
fara fram í einstöku
umhverfi og eru
skemmtilegur hluti
af íslenska tónlistar-
árinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Titillinn Norður
vísar til þess að ég átti
nokkur sjoppuljóð um
gamla og nýja áfanga-
staði á leiðinni
norður í land. Viltu vita hvað eignin þín
hefur hækkað í verði ?
510 7900
Þórunn Gísladóttir
Löggiltur fasteignasali.
Kristján Þ. Hauksson
Sölufulltrúi.
696 1122
kristjan@fastlind.is www.fastlind.is
Hlíðasmára 6 201 Kópavogur www.FASTLIND.is/ /
Frítt verðmat og framúrskarandi
þjónusta í þína þágu.
„Þetta er blandað prógramm,
frönsk, þýsk og íslensk tón-
list frá ýmsum tímum, allt frá
17. öld og fram á okkar daga,“
segir Guðný Einarsdóttir org-
anisti um verkin sem hún leik-
ur á hádegis tónleikunum í Hall-
grímskirkju í dag, 16. júlí. Þar á
hún við Magni ficat eftir Matth-
ias Weckmann, Prélude, fugue et
variation eftir César Franck og
Tokkötu eftir Jón Nordal.
Hún segir ekkert erfitt að æfa
stór orgelverk þótt sólin skíni úti.
„Ég reyni að blanda saman úti-
vist og æfingunum,“ segir hún
glaðlega. „Hjólaði til dæmis í
morgun úr Mosfellsbænum niður
í Hallgrímskirkju til að njóta
sólar og fylla lungun af lofti.“
Tónleikarnir eru hluti af
Alþjóðlegu orgelsumri í Hall-
grímskirkju 2015. Þeir hefjast
klukkan 12 á hádegi og miðaverð
er 2.000 krónur. - gun
ORGANISTINN Guðný hefur starfað við
Fella- og Hólakirkju í nokkur ár en færir
sig yfir í Hjallakirkju 1. september.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Franskt, þýskt og íslenskt efni
Guðný Einarsdóttir heldur orgeltónleika í Hallgrímskirkju í hádeginu í dag.
Þar hljóma verk þriggja meistara sem fæddir voru hver á sinni öld.
MENNING
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:0
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
5
5
-E
0
D
C
1
7
5
5
-D
F
A
0
1
7
5
5
-D
E
6
4
1
7
5
5
-D
D
2
8
2
8
0
X
4
0
0
6
A
F
B
0
5
6
s
_
1
5
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K