Morgunblaðið - 22.06.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 2015
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Staðsetning kísilvers þýska fyrir-
tækisins PCC við Bakka á Húsavík,
sem fyrirhugað er að rísi árið 2017,
veldur auknum kostnaði við hönnun
þess.
Kristján Þór Magnússon, sveitar-
stjóri Norðurþings, segir að í ljósi
jarðskjálftahættu á svæðinu verði
kostnaðurinn meiri en ella. Menn
hafi rætt að hönnunin yrði dýrari
þegar tekið væri mið af staðsetning-
unni.
„Það er vitað að þarna er ákveðin
áhætta og það geta komið stórir
skjálftar,“segir Kristján Þór og
bætir við að staðsetningin sem varð
fyrir valinu, hafi hentað betur fyrir
kísilverið en staðsetningin sem
hugsuð var fyrir álver á sínum tíma,
jafnvel þótt kísilverið muni rísa nær
sprungusvæðinu. „Jörðin hentar
betur fyrir starfsemina legulega
séð. Það er hægt að palla lóðina sem
hentar betur í þessu tilviki, verk-
smiðjan verður byggð ofan á stöpl-
um,“ segir Kristján og telur að að
auki hefði þurft stórtækari aðgerðir
til að koma álveri fyrir á lóðinni.
Hún henti þó vel fyrir kísilver.
Hann bætir við að víðar fari fram
iðnaðarstarfsemi á þekktum
skjálftasvæðum, t.d. á Reykjanesi.
Staðsett á virku misgengi
Páll Einarsson, prófessor í jarð-
eðlisfræði við Háskóla Íslands, hef-
ur bent á að Bakki sé versti staður
landsins fyrir starfsemi kísilvers
enda sé byggingarlóðin á barmi mis-
gengisins norðan Húsavíkur. Páll
hefur einnig bent á að sú starfsemi
sem þar færi fram væri sérstaklega
viðkvæm fyrir jarðskjálftahættu.
Í kjölfar ráðstefnu vegna jarð-
skjálftavirkni á Norðurlandi árin
2012 og 2013, bentu vísindamenn á
að endurmeta þyrfti jarðskjálfta-
hættu með hliðsjón af staðsetningu
byggingarlóðarinnar.
Kristján Þór fullyrðir að kísilver-
ið hafi verið hannað með hliðsjón af
jarðskjálftahættu. „Það hefur farið
fram ákveðið áhættumat. Bygging-
arnar voru hannaðar með tilliti til
aðstæðnanna sem fyrir hendi eru.
Þetta hefur ekki orðið til neinna
straumhvarfa í ákvarðanatöku PCC
og við höfum enga ástæðu til að ætla
annað en að byggingarnar séu hann-
aðar í samræmi við staðsetn-
inguna,“ segir Kristján Þór. Tals-
menn EFLU verkfræðistofu vildu
ekki tjá sig um málið en verkfræði-
stofan fer með ráðgjöf fyrir þýska
fyrirtækið PCC. Ekki náðist í tals-
menn PCC.
Misgengi eykur kostnaðinn
Kísilverið staðsett á virku misgengi Staðsetningin fyrsti kostur PCC Hann-
að með tilliti til aðstæðna Staðsetningin hentar betur fyrir kísilver en álver
Tölvumynd/PCC
Kísilver Tölvuteikning af kísilveri á
Bakka, staðsettu á virku misgengi.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Umferð um Neðri-Hveradala-
brekku á Suðurlandsvegi fer nú
um hjáleið vegna framkvæmda
sem þar standa
yfir. Vegurinn
um brekkuna
var rofinn fyrir
nokkrum dögum
og mokaður út
mikill skurður
þar sem koma á
fyrir 59 metra
löngu röri, sem
er 3 metrar á
breidd og 4
metrar á hæð.
Þarna verða undirgöng fyrir um-
ferð gangandi fólks, hjólreiða-
manna og annarra slíkra. Göngin
verða tilbúin innan fárra daga og
þá kemst umferð á þessum slóðum
aftur í eðlilegt horf.
Ökumenn eru tillitslausir
„Þó merkingar hér á veginum
séu skýrar þar sem ekið er inn á
þrönga hjáleiðina eru ökumenn af-
ar tillitslausir. Slá hvergi af hrað-
anum og skeyta ekki um að-
stæður. Við erum hreinlega
heppnir að komast slysalausir út
úr deginum. Einnig vantar mikið
upp á að hraðatakmarkanir á
framkvæmdasvæðinu sé virtar, “
segir Barði Kristjánsson, verk-
stjóri hjá Ístak hf. sem annast
þetta mikla verk.
Framkvæmdir á Suðurlandsvegi
hófust fyrir um hálfu öðru ári.
Lagður er svonefndur 2+1 vegur
með víravegriði og breiðum öxlum
sem nú er verið að útbúa. Í Kömb-
unum ofan við Hveragerði er
raunar 2+2 vegur, sem er tilbú-
inn.
Verkinu vindur fram
Undir breikkuðum veginum,
sem er 14,7 kílómetrar og nær frá
afleggjaranum að Hellisheið-
arvirkjun að Hveragerði, verða
fern göng. Á heiðinni sjálfri eru
tilbúin göng við Hverahlíð og ver-
ið er að undirbúa gerð þeirra sem
verða við Kambabrún. Hin fjórðu
eru neðst í Kömbum, við Hvera-
gerði, og eru þegar komin í gagn-
ið.
Almennt er góður gangur á
framvindu verksins, að sögn Barða
Kristjánssonar, en nú eru um 20
Ístaksmenn að störfum á svæðinu
og fjölgar þegar líður á sumar.
Undirgöng útbúin og umferðin um hjáleið
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hveradalir Þrætt er fram hjá skurðinum stóra. Allt kemst senn í samt horf.
Framkvæmdir í Hveradalabrekku Fern göng Slysalausir dagar eru heppni Ístak á fullu
Barði
Kristjánsson
Sendiráð Indlands og Jógakennarafélag Íslands
buðu upp á jógakennslu í Hörpu í gær í tilefni af
því að Sameinuðu þjóðirnar hafa gert 21. júní að
alþjóðlegum degi jóga. Ashok Das, sendiherra
Indlands, setti athöfnina kl. 10 og svo leiddi
Shailendra Dubey, gúrú, viðstadda í jógaæfingu.
Dagskráin hélt áfram með yang spíral-
hugleiðslu, fjölskyldujóga og raja jóga. Áætlað
er að 250-300 manns hafi tekið þátt í dagskránni.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Fjölskyldur mættu saman í íhugun
Alþjóðlegi jógadagurinn haldinn hátíðlegur í Hörpu í gær
Mikið hefur verið rætt um verð-
hækkanir í kjölfar núverandi lotu
kjarasamninga. Viðskiptavinur
Reynis Bakara í Kópavogi tók ný-
verið eftir milli 7 og 20% hækkun á
brauði þar. Reynir Þorleifsson bak-
ari sver þó fyrir það í samtali við
blaðamann að hækkunin sé til kom-
in vegna nýlegra kjarasamninga.
Hann hafi ekki hækkað hjá sér
verð síðan 2012, reksturinn hafi
verið orðinn þungur og þá þurfi
hann að leita einhverra ráða.
Aðrir í bakarabransanum voru
ekki vongóðir um að komast hjá
hækkunum. Björn Jónsson hjá Myll-
unni sagði ekki vera búið að taka
ákvörðun þar um verðbreytingar.
Ljóst væri samt sem áður að laun
væru það stór kostnaðarliður að
launahækkanir hlytu að koma fram
í verðinu á endanum.
Jói Fel hjá samnefndu bakaríi
segir að þar á bæ hafi verð ekki
verið hækkað í kjölfar kjarasamn-
inga. Ákvörðun um það liggi ekki
fyrir enn en hann tekur undir orð
Björns, að launakostnaður sé það
hátt hlutfall veltu að erfitt sé að
komast hjá hækkunum. bso@mbl.is
Hækkanir
velta út
í brauðið
Dæmi um allt að
20% hækkun brauðs
Gríðarlegur erill
var hjá lögregl-
unni á höf-
uðborgarsvæð-
inu um helgina.
Fangageymslur
við Hverfisgöt-
una í Reykjavík
fylltust og varð
að gera ráðstaf-
anir til að virkja geymslur í Hafn-
arfirði. Mesti erillinn var í fyrrinótt
og á laugardagskvöld.
Frá kl. 19 um kvöldið til kl. 5 að-
faranótt sunnudags voru hátt í 20
manns handteknir vegna gruns um
fíkniefnamisferli, ölvunarakstur
eða akstur undir áhrifum fíkniefna.
Til viðbótar var einn maður
handtekinn fyrir vopnaburð þar
sem hann veifaði hnífi að fólki á
veitingastaðnum Búálfinum í Hóla-
garði í Breiðholti. Þá var annar
maður handtekinn vegna þjófnaðar
og skemmdarverka.
Mikill erill hjá lög-
reglu og fanga-
geymslur fylltust