Morgunblaðið - 22.06.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 2015
Páll Vilhjálmsson skrifar:
Allt stefnir í að nær öll stétt-arfélög landsins séu komin
með langtímasamninga, þá fyrstu
frá hruninu 2008.
Líkur eru á því aðkjarabætur
samninganna, sem
liggja í nágrenni við
25 prósent, keyri
ekki upp verðbólgu,
þótt eitthvað muni hún hreyfa sig
úr 1-2% síðustu missera.
Með langtímasamningum erlagður grunnur að stöðug-
leika og sjálfbærum hagvexti.
Aðilar vinnumarkaðarins eigahrós skilið fyrir að sýna
ábyrgð í kjarasamningum.
Ríkisstjórnin kemur vel frá þess-ari lotu, hún sýndi staðfestu
þegar á þurfti og sendi skýr skila-
boð að verðbólgusamningar voru
ekki í boði.“
Undir þessi orð má taka. Þó meðþeim fyrirvara að óneitanlega
eru menn komnir á ystu nöf.
Allmörg félög opinberra starfs-manna reyndu að ná forystu
um samninga á vinnumarkaði. Það
gat aldrei gengið.
Líklega ýttu kröfur þessara aðilaniðurstöðum á almenna mark-
aðnum upp. Nú er deilt um hvort
ríkið hafi boðið hjúkrunarfræð-
ingum 20% hækkun eða 18%.
Sé talan á því bili er ljóst að velvar boðið.
Páll Vilhjálmsson
Sigur launþega
haldi samningar
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 21.6., kl. 18.00
Reykjavík 12 skýjað
Bolungarvík 9 skýjað
Akureyri 10 heiðskírt
Nuuk 8 léttskýjað
Þórshöfn 10 skýjað
Ósló 18 þrumuveður
Kaupmannahöfn 16 skýjað
Stokkhólmur 17 léttskýjað
Helsinki 16 léttskýjað
Lúxemborg 20 léttskýjað
Brussel 18 léttskýjað
Dublin 15 léttskýjað
Glasgow 12 skýjað
London 20 heiðskírt
París 22 léttskýjað
Amsterdam 15 skýjað
Hamborg 17 léttskýjað
Berlín 17 heiðskírt
Vín 17 léttskýjað
Moskva 18 skýjað
Algarve 22 léttskýjað
Madríd 35 léttskýjað
Barcelona 25 léttskýjað
Mallorca 27 léttskýjað
Róm 25 léttskýjað
Aþena 25 léttskýjað
Winnipeg 22 léttskýjað
Montreal 22 alskýjað
New York 27 léttskýjað
Chicago 25 skýjað
Orlando 32 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
22. júní Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 2:56 24:05
ÍSAFJÖRÐUR 1:35 25:35
SIGLUFJÖRÐUR 1:18 25:18
DJÚPIVOGUR 2:10 23:49
Fundað verður á Alþingi í dag en enn liggur ekki
fyrir hvenær þingi verður slitið og hvernig tekst
að ljúka þeim málum sem liggja fyrir. Einar K.
Guðfinnsson, forseti Alþingis, segist ekki vilja tjá
sig um framgöngu einstakra mála en hann telur að
það sé „vel hægt að ná bærilegu samkomulagi sem
allir geta sætt sig við“.
Lög um þingsköp kveða á um að sumarhlé
þingsins skuli vera frá 1. júlí til 10. ágúst og aðeins
skuli boða til nefndafunda á þeim tíma ef brýn
nauðsyn krefur. Tvo þriðju hluta atkvæða þarf á
þingi ef bregða á frá þeirri reglu.
Einar segist vona að ekki komi til þess en verði
það nauðsynlegt þá verði svo að vera. Fordæmi
séu til um það í nærsögu þingsins.
Mörg mál standa enn eftir ókláruð, jafnt stór
mál ríkisstjórnarinnar og þingmannafrumvörp.
Lög tengd losun gjaldeyrishafta, breytingar á
rammaáætlun og húsnæðismálafrumvarp Eyglóar
Harðardóttur eiga t.d. enn eftir þinglega meðferð.
Þá eru einnig undir frumvarp um áfengisverslun
og frumvarp til höfuðs hefndarklámi, svo fátt eitt
sé nefnt. Ljóst er því að mikið liggur undir í sam-
komulagi um þinglok, enn eitt árið.
Enn óljóst hvenær þingi lýkur
Vonast eftir niðurstöðu
sem allir geta unað
Morgunblaðið/Ómar
Alþingi Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis,
stýrir dagskrá og fundum þingsins.
Þegar BHM
lagði fram stefnu
í héraðsdómi á
hendur ríkinu sl.
föstudag vegna
laga Alþingis á
verkfall BHM,
þá var beiðni
bandalagsins um
flýtimeðferð
samþykkt. Því
má vænta hraðr-
ar málsmeðferðar.
Einar Karl Hallvarðsson hrl.,
ríkislögmaður, sagðist í samtali við
Morgunblaðið hafa fengið tæplega
tveggja vikna frest til að skila
greinargerð fyrir hönd ríkisins.
Málflutningur verði að öllum lík-
indum daginn eftir að hann skilar
greinargerðinni og gera megi ráð
fyrir að dómur falli í málinu fjórum
vikum eftir dómtöku. Þar af leið-
andi er dóms að vænta innan sex
vikna.
Þess er krafist að viðurkennt sé
að 18 aðildarfélög BHM megi fara í
verkfall. BHM byggir á því að
lagasetningin sé andstæð félaga-
frelsisákvæðum stjórnarskrárinnar
og Mannréttindasáttmála Evrópu,
hún sé ómálefnaleg og íslenska rík-
ið hafi farið út fyrir heimildir sínar
til afskipta af starfsemi stéttar-
félaga. brynja@mbl.is »
Hröð máls-
meðferð í
BHM-máli
Einar Karl
Hallvarðsson