Morgunblaðið - 22.06.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 2015
Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Akralind 8 | 201 Kópavogur | sími 564 6070
Fax 564 6071 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is
Þarftu að framkvæma?
Við eigum pallana fyrir þig
SVIÐSLJÓS
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Mér þykir gaman að vinna með
fólki úti á landi, er sjálfur lands-
byggðarmaður,“ segir Ólafur Sæ-
mundsson, byggingarstjóri við
stækkun Fosshótels á Húsavík.
Hann er frá Pat-
reksfirði og hefur
auk starfa fyrir
eigið fyrirtæki,
Traust verktak,
TVT, unnið við
byggingu og
stækkun Foss-
hótela á Patreks-
firði og í Horna-
firði og nú á
Húsavík.
Gömlu slátur-
húsi á Patreksfirði var breytt í
glæsilegt hótel. Ólafur vann mikið að
þeirri framkvæmd í sínu gamla
þorpi. „Hótelið hefur gengið mjög
vel og orðið til að efla samfélagið. Nú
er komið í ljós að það hefði mátt vera
stærra. Búið er að gera frumskissur
að stækkun um 18 herbergi og
stækkun á veitingastað.“
Fosshótel Vatnajökull í Horna-
firði var einnig áhugavert verkefni.
Þar var sérlega vönduð viðbygging
við eldra hótel felld á fallegan hátt
inn í landslagið. Segir Ólafur að Sig-
ríður Sigþórsdóttir arkitekt hafi
staðið sérlega vel að því.
Fyrsta eiginlega „fosshótelið“
Nú á stækkun Fosshótels Húsa-
víkur hug hans allan. Byggð er ný
gistiálma og tengibygging. Auk þess
hefur öll gamla byggingin verið tek-
in í gegn. Þar töpuðust þrjú herbergi
vegna þess að herbergi voru sam-
einuð til að útbúa svítur. Með við-
byggingunni bætast 44 herbergi við
og verða gistiherbergin eftir það
rúmlega 100, auk nýrra ráðstefnu-
sala, veitingasala og móttöku.
Móttakan verður íburðarmikil.
Þar fyrir utan glervegg hefur Björn
Skaftason hannað mikinn foss. Á
Húsavík verður því fyrsta eiginlega
„fosshótelið“. „Hótelið var orðið of
lítið vegna aukins straums ferða-
manna. Það hefur verið fullbókað yf-
ir aðalferðamannatímann auk þess
sem ferðamannatíminn hefur lengst
í báða enda,“ segir Ólafur.
Hótelið á að vera tilbúið í mars.
Bakkaverkefnið kemur eins og kall-
að og mun hótelið væntanlega njóta
góðs af því á næstu árum, eins og
önnur þjónustufyrirtæki á svæðinu.
Sér um að áætlanir standist
Hlutverk byggingarstjóra í þess-
um verkefnum, eins og öðrum, er að
sjá til þess að allir meistarar sem
koma að verkinu vinni sín verk sam-
kvæmt uppdráttum hönnuða og noti
til þess rétt efni. Sömuleiðis að allt
sé unnið samkvæmt gildandi
reglum. Hann þarf að færa gæða-
handbók byggingarinnar og sjá til
þess að verktakar vinni sín verk í
réttri röð, þannig að ekki verði
árekstrar og að kostnaður og tíma-
rammi standist. Þetta er langa svar
Ólafs um hlutverk byggingarstjóra.
Stutta svarið er „að vera freki karl-
inn sem sér til þess að tímaáætlanir
standist og peningarnir dugi“.
Ólafur segir að samstarfið hafi
gengið vel á öllum stöðunum og
Fosshótel fengið vandaðar bygg-
ingar fyrir rekstur sinn.
Stjórinn er „freki karlinn“
Fosshótel Húsavík gengur í endurnýjun lífdaganna og stækkar til muna
Foss verður við anddyri og veitingastað Þriðja hótel byggingarstjórans
Foss Gestir geta notið „náttúrunnar“ í móttöku hótelsins og úr veitingasal.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Gisting Ný gistiálma Fosshótels Húsavíkur rís við eldra húsið. Mikill straumur ferðafólks er til Húsavíkur og er hót-
elið fullbókað meginhluta sumarsins. Aukin umsvif vegna virkjunar og stóriðju auka tekjur þjónustufyrirtækja.
Ólafur
Sæmundsson
Gestum og gangandi var boðið inn í
alþingishúsið um helgina. Sýning var
opnuð í skála þinghússins á kvenna-
daginn í tengslum við 100 ára afmæli
kosningaréttar kvenna en einnig
bauðst fólki að skoða þinghúsið og
þingsalinn.
Áætlað er að um 1.500 manns hafi
sótt Alþingi heim og kveðst Einar K.
Guðfinnsson þingforseti ánægður
með bæði sýninguna og viðtökurnar.
Hann segir fólk yfirleitt fá mjög nei-
kvæða mynd af þinginu og störfum
þess í gegnum fréttir af átökum það-
an. Þingið sé fólki mjög fjarlægt en
störf þess séu með talsvert skárra
móti almennt. Einar segir sýningar
sem þessar áður hafa gefið góða
raun og upplagt að endurtaka leik-
inn við góð tækifæri.
Á sýningunni voru myndir af öll-
um þingkonum landsins í gegnum
tíðina og boðið upp á valin brot úr
þingræðum tengdum kosningarétti
kvenna. Áberandi voru þar áhyggjur
þingmanna þess tíma af þeirri
„kvöð“ sem lögð væri á konur með
því að veita þeim kosningarétt.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Alþingi Sýning var í skála alþingishússins í tilefni af aldarafmæli kosninga-
réttar kvenna en áhugasamir gátu einnig fengið leiðsögn um húsið.
Alþingishúsið opið
á kvennadeginum
Sýning tengd kosningarétti kvenna
Nýtt listaverk var afhjúpað í jarð-
vanginum Kötlu í síðustu viku.
Listaverkið er gagnvirk innsetning
sem felst í QR-kóða sem gerður er
úr fjörusandi og rekavið. Þegar
tekin er mynd af kóðanum með
snjallsíma leiðir hann inn í sýndar-
heim sem geymir upplýsingar um
jarðvanginn.
Að verkinu standa Etienne Delp-
rat, samstarfshópurinn YA+K, Una
Sigtryggsdóttir, Margrét Elísabet
Ólafsdóttir og Kötlusetur, en verk-
ið er hluti af doktorsverkefni Eti-
enne í arkitektúr og listum.
Jarðvangurinn Katla var stofn-
aður árið 2010 en jarðvangur er al-
þjóðlegt heiti yfir svæði sem talin
eru þurfa samræmda vernd, þróun
og stjórnun. Jarðvangurinn Katla
þekur um 9% af Íslandi og innan
hans falla m.a. Hvolsvöllur, Vík í
Mýrdal og Kirkjubæjarklaustur.
Víða um heim má finna jarðvanga
en Katla er sá fyrsti á Íslandi.
Ljósmynd/Þórir Kjartansson
QR-kóði Verkið var afhjúpað í síðustu
viku, en það er úr fjörusandi og rekavið.
Listaverk afhjúpað í
jarðvanginum Kötlu
Samtök um bíllausan lífsstíl halda í
kvöld rýnifund, í samráði við Holl-
vini Strætó, um nýtt leiðakerfi og
nýja heimasíðu Strætó. Á fundinum
mun Kristín Soffía Jónsdóttir borg-
arfulltrúi kynna leiðakerfisbreyt-
ingu strætisvagna. Einnig munu
Ragnheiður Einarsdóttir og Daði
Ingólfsson, starfsmenn Strætó bs.,
kynna nýja heimasíðu fyrirtæk-
isins. Nýtt leiðakerfi er í umsagn-
arferli til 25. júní af hálfu borg-
arinnar en samtökin og hollvinir
munu ræða sínar athugasemdir.
Fundurinn hefst kl. 20 í kvöld á
Kex hosteli og er öllum opinn.
Fundað í kvöld um
nýjar strætóleiðir