Morgunblaðið - 22.06.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 2015
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
Ég geng mikið og í gegn-um tíðina hef ég eyðilagtmargar bækur því þaðþarf oft ekki nema smá
súld á bókina og þá er hún ónýt. Þess
vegna ákvað ég að hafa allar síðurnar
plasthúðaðar þrátt fyrir að allir
prentararnir sem ég ræddi við réðu
mér frá því vegna þess að það er svo
kostnaðarsamt. Ég vildi hafa nota-
gildið í fyrirrúmi og því varð plast-
húðuð lausblaðabók fyrir valinu,“
segir Einar Skúlason, göngugarpur
með meiru, sem gaf nýverið út bók-
ina Lóa með strá í nefi 20 gönguleiðir
í nágrenni Reykjavíkur.
Umbrot bókarinnar er nokkuð
nýstárlegt og minnir á kort en þó er
um plasthúðaða lausblaðabók að
ræða, og segja má að hún sameini
þetta tvennt. Hægt er að taka eina
síðu með sér í gönguna, brjóta hana
saman og stinga í vasann. Bókin þolir
því talsvert volk sem hentar göngu-
fólki vel. Á síðu bókarinnar eru
gönguleiðir þar sem gönguleiðinni er
lýst ásamt nákvæmu korti og sögu-
legur fróðleikur t.d. um örnefni og
ævintýralegar sögur fylgja með.
Þetta er önnur gönguleiðabókin
sem Einar gefur út en í þetta skiptið
ákvað hann að gefa hana út sjálfur.
„Þó að það sé mjög gott að hafa rit-
stjóra þá vildi ég hugsa þetta sjálfur
frá A til Ö,“ segir Einar.
Sögutengd útivist dýrmæt
Hann segir að auðveldlega hefði
hann getað valið 100 leiðir kringum
höfuðborgarsvæðið því úr nóg af fjöl-
breyttum gönguleiðum sé að velja.
Leiðirnar 20 urðu fyrir valinu eftir
Sögur í náttúrunni
opna töfraheim
Margar fjölbreyttar og skemmtilegar gönguleiðir eru í nágrenni höfuðborgar-
svæðisins sem ekki vita allir af en það ætti ekki að vera erfitt að kanna nýjar
leiðir ef fólk hefur meðferðis nákvæma göngulýsingu á leiðinni, sem er að finna
í nýútkominni bók, Lóa með strá í nefi, eftir göngugarpinn Einar Skúlason.
Feðgar Gabríel, Steinn Ingi og Emil Skúli Einarssynir ásamt föður sínum á
leið yfir Fimmvörðuhálsinn í fyrrasumar en í sumar ganga þeir Laugaveginn.
Náttúra Nákvæma og skemmtilega göngulýsingu er að finna upp á Þyril.
Stjörnustríðsmyndirnar eða Star
Wars eru löngu orðnar klassískar og
er fjöldi fólks vægast sagt áhuga-
samur um allt sem tengist mynd-
unum.
Á heimasíðunni starwars.com er
að finna ýmsan fróðleik um allt sem
viðkemur myndunum. Hvort sem það
eru fréttir af nýjum stjörnustríðs-
tölvuleikjum, ný tölublöð af teikni-
myndasögum, myndir af fólki á þeim
stöðum í heiminum sem myndirnar
voru teknar upp á eða lífleg viðtöl við
forfallna stjörnustríðs-safnara um
allan heim. Þetta síðast nefnda er
vægast sagt forvitnilegt þar sem
myndir segja meira en mörg orð.
Heimasíðan er mjög aðgengileg og
er flipi efst þar sem efnið er flokkað
niður eftir þema, t.d. viðburðir, frétt-
ir, leikir og snjallforrit, myndir, þættir
og fréttir svo fátt eitt sé nefnt.
Þess má geta að aðdáendur
stjörnustríðs-tölvuleikja bíða í of-
væni eftir nýjasta leiknum, „Star
Wars: Battlefront“, sem kemur á
markað í nóvember. Stikla úr leiknum
sem tölvuleikjarisinn EA framleiðir
var sýnd opinberlega á dögunum.
Vefsíðan www.starwars.com
AFP
Fígúrur Hvort sem það eru myndir eða fígúrur þá er það vinsælt hjá aðdáendum.
Skemmtilegur fróðleikur
Björgvin Gítarkvartett heldur tónleika
í Norræna húsinu á morgun kl. 20.
Bandið er skipað ungum Norð-
mönnum og hefur spilað saman síðan
haustið 2013 og komið fram á tónlist-
arhátíðum eins og Festspillene í Berg-
en. Þeir hafa einnig skipulagt tónleika
á minni stöðum í Vestur-Noregi, og
fóru í tónleikaferðalag á svæðinu vet-
urinn 2014. Tónlistin, sem þeir spila,
spannar frá endurreisn til nútíma-
tónlistar og tónlistin er ýmist um-
skrifuð frá öðrum hljóðfærum eða
samin fyrir gítarkvartett.
Endilega …
… hlýðið á gítarkvartett
Tónlistarmenn Þessir frambærilegu menn skipa Björgvin Gítarkvartett.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Þrátt fyrir að sumarfríið sé gengið í
garð hjá mörgu ungu fólki er ekki þar
með sagt að ekki sé hægt að læra
eitthvað nýtt, eitthvað pínkupons.
Hitt húsið stendur fyrir fjölbreyttum
ókeypis námskeiðum fyrir ungmenni
á aldrinum 16 til 20 sem nefnast
Lærðu pínkupons í sumar. Á fimmtu-
daginn 25. júní kl. 13 til 15 gefst ungu
fólki tækifæri til að tala fyrir framan
hóp af fólki og læra helstu trikkin í
bransanum. Hreiðar Már Árnason og
Inga Auðbjörg kenna ræðumennsku
og framkomu.
Lærðu pínkupons í sumar hjá Hinu húsinu
Morgunblaðið/Ómar
Hitt húsið Fullt af viðburðum og fræðslu verður í Hinu húsinu í sumar.
Helstu aðferðirnar um hvernig á
að tala fyrir framan hóp af fólki