Morgunblaðið - 22.06.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.06.2015, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 2015 þegar þú vilt kvarts stein á borðið Blettaábyrgð Viðhaldsfrítt yfirborð Slitsterkt Bakteríuvörn Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is By Cosentino snemma og skemmti viðstöddum af nokkurri fagmennsku. Lög hans ‚Ballin‘ og ‚Hello‘ féllu vel í kramið hjá áhorfendum sem fengu tækifæri á að gæða sér á morgunkorni meðan á flutningi síðarnefnda lagsins stóð. HAM- liðar áttu því næst stærsta sviðið og stóðu sig prýðilega að venju. ‚Dauð hóra‘ og ‚Ingimar‘ vöktu mikla lukku og kynlegt samspil Sigurjóns Kjartanssonar og Ótt- ars Proppé var seiðandi. Gúrú nokkur hvatti áhorf- endur síðan til dáða sem tóku þó lítið undir orð hans, enda nokkuð ruglingslegt innslag í tónlistar- hátíðina. Daníel Ágúst og Biggi veira þökkuðu undirbúninginn með hressilegri innkomu GusGus. Lög á borð við ‚David‘ ómuðu um dalinn og gestir tóku vel undir. Högni skoppaði síðar inn á sviðið og lög af plötunni Mexico tóku við. Eitthvað fór þó úrskeiðis hjá hljóðtæknifólki hátíðarinnar og slokknaði á kerfinu í miðju lagi. Eftir stóðu meðlimir GusGus eins og álfar út úr hól áður en þeir hröðuðu sér af sviðinu. Hljóðið komst þó aftur á eftir dágott hlé og héldu tónleikar áfram. Bjagaðir slagarar Bandaríska söngkonan Kelis lauk síðan dagskránni á aðal- sviðinu með sterkri nærveru þrátt fyrir að hljóðið hefði mátt vera kraftmeira. Söngkonan, sem gerði garðinn frægan vestanhafs fyrir um áratug með lögum á borð við ‚Milkshake‘ og ‚Trick Me‘, hefur greinilega tekið nokkrum stakkaskiptum og ný lög hennar minntu um margt á Ibiza-teknó Davids Guetta og álíka skífuþeyta. Kelis tók nokk- uð bjagaðar útgáfur af sínum helstu slögurum og lauk settinu á sínu þekktasta lagi, ‚Milkshake‘, sem flestir höfðu beðið með óþreyju eftir. Sökum nýja skipulagsins myndaðist örtröð fyrir framan inngang skautahallarinnar Heljar þar sem inngangurinn að höllinni var á sama stað og útgangur svæðisins. Troðningurinn var því heldur mikill sem kom þó ef til vill ekki mikið að sök. Í Hel tók síðan við breski plötusnúðurinn Skream sem þeytti gestum inn í bjarta nóttina. Morgunblaðið/Eggert Kelis Bandaríska söngkonan lauk dagskránni á aðalsviðinu með sterkri nærveru. Söngkonan hefur greinilega tekið nokkrum stakkaskiptum. Ham Sveitin stóð sig prýðilega á stóra sviðinu og sum lög vöktu lukku. GusGus Daníel Ágúst og félagar voru með hressilega innkomu. » Skipulagið á svæð-inu var greinilega tekið sérstaklega til skoðunar og var nokkuð nýstárlegt í ár. Afslöppun Heiti potturinn var vin- sæll og þar nutu menn lífsins. TÓNLIST Davíð Már Stefánsson Davidmar@mbl.is Tónlistarhátíðin Secret Sol-stice var haldin hátíðleg íannað sinn nú um helgina. Föstudagurinn byrjaði snemma í Laugardalnum en fyrstu atriðin hófust í hádeginu. Líkt og í fyrra vakti það mikla undrun, enda flestir tónleikagestir ennþá við vinnu. Atriðin eru þó eflaust stíl- uð inn á ferðamennina sem fjöl- menntu á hátíðina. Stóðu við orð sín Eins og áður segir hóf hátíð- in göngu sína í fyrra og fór hún nokkuð vel af stað þrátt fyrir að ýmislegt hafi mátt bæta. Skipu- lagið á svæðinu var greinilega tekið sérstaklega til skoðunar og var nokkuð nýstárlegt í ár. Aðal- sviðið, Valhöll, var fært af gervi- grasi Þróttar og í lundinn á bak við það og kom það vel út. Lund- urinn er nokkuð lokaður og stemningin sem myndast þar talsvert betri en stemningin sem gefst kostur á að mynda á víð- áttumiklu gervigrasinu. Það er í raun sama hver er að spila á sviðinu þar, þar er alltaf tóm- legt. Skipuleggjendur hátíðar- innar stóðu við orð sín frá því í fyrra og hættu með hátíðar- gjaldmiðilsruglið frá því í fyrra sem lyktaði af einhverju mis- jöfnu. Um helgina gat maður því greitt eðlilega fyrir þann varn- ing sem í boði var á svæðinu. Lögreglan var einnig nokkuð sýnileg. Enn sýnilegri voru þó þeir sem ekki ætluðu að láta nærveru hennar skemma fyrir sér og graslyktin lá yfir dalnum. Lítið sást til stimpinga þennan upphafsdag hátíðarinnar þrátt fyrir að slíkt ætti þó eftir að vinda upp á sig þegar á leið. Dauð hóra í dalnum GKR, enn eitt nýjabrumið í íslenskri hiphop-senu, steig á svið í tjaldinu Fenri tiltölulega Laugardalurinn lofar góðu Secret Solstice 2015

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.