Morgunblaðið - 22.06.2015, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 2015
Goslokum í Holuhrauni var lýst yfir
hinn 28. febrúar en enn er mikill hiti
undir hrauninu. Á meðfylgjandi
mynd Ómars Ragnarssonar sést
gufustrókur liggja upp úr Jökulsá á
Fjöllum þar sem hún rennur í
hraunið. Strókurinn teygir sig yfir
tvo kílómetra upp í himininn en hann
nær hærra en Herðubreið, sem er
1.682 metra há. Strókurinn sést því
vel hvaðanæva.
Áin er í vexti um þessar mundir
en 10-14°c hiti hefur verið á svæðinu.
Þarna mætir hún funheitu hrauni
undir yfirborðinu og kælir það niður
með tilheyrandi gufumyndun.
Ómar tók myndina á flugi í sex til
sjö þúsund feta hæð yfir svæðinu
síðastliðinn föstudag.
Gufustrókur frá Holuhrauni
Ljósmynd/Ómar Ragnarsson
Holuhraun Myndin er tekin 19. júní í um 2 km hæð með Herðubreið í bak-
sýn. Tilkynnt var um goslok í lok febrúar en enn kraumar undir hrauninu.
Gufu leggur upp
þar sem hraunið
og áin mætast
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Atkvæðagreiðslum um kjarasamn-
inga Samtaka atvinnulífsins (SA) við
VR, Flóabandalagið og Starfs-
greinasamband Íslands (SGS) lýkur
klukkan 12.00 á hádegi í dag. Verði
samningarnir felldir hefjast áður
boðuð verkföll 28. júní nema samið
verði um annað fyrir þann tíma.
Rafræn atkvæðagreiðsla VR um
kjarasamninginn hófst 10. júní.
Rúmlega 4.000 höfðu kosið síðdegis í
gær, en yfir 26.000 eru á kjörskrá,
að sögn Ólafíu B. Rafnsdóttur, for-
manns VR. Hún sagði flesta greiða
atkvæði í byrjun og við lok kosning-
arinnar.
„Fólk þarf að nýta atkvæðisrétt-
inn og segja sína skoðun. Fé-
lagsmaðurinn hefur lokaorðið. Það
getur ekki verið auðveldara að kjósa
en hjá okkur í þessari rafrænu at-
kvæðagreiðslu,“ sagði Ólafía.
Aðspurð kvaðst hún hafa óljósa
tilfinningu fyrir afstöðu fé-
lagsmanna VR til samningsins.
Fremur dræm þátttaka
Rafræn atkvæðagreiðsla Starfs-
greinasambandsins hófst klukkan
átta að morgni 12. júní. Björn Snæ-
björnsson, formaður SGS, sagði að
þátttaka hefði verið fremur dræm.
Um miðjan dag í gær var þátttakan
orðin um 23% að meðaltali, yfir 40%
í sumum aðildarfélögum en minni í
öðrum. Um 9.600 manns eru á kjör-
skrá.
„Það var meira en helmingi betri
þátttaka í sambandi við verkfalls-
boðunina. Maður veit ekki hvers
vegna fólk tekur ekki þátt núna. Það
er kannski bara komið sumar og fólk
að hugsa um annað,“ sagði Björn.
Honum fannst að mjög lítil um-
ræða hefði verið um samninginn á
meðal félagsmanna og því erfitt að
ráða fyrirfram í úrslitin.
„Maður er forvitinn að sjá hvað
kemur út úr þessu,“ sagði Björn.
„Það hefur ekki komið fram nein
óánægja sem slík á kynningarfund-
unum. Það var eins og það hljóðnaði
einhvern veginn mikið um þetta þeg-
ar samningarnir voru búnir.“
Hann sagði að dræm þátttaka
hefði verið í kosningum um und-
anfarna kjarasamninga. Menn hefðu
vonast til að þátttakan ykist þegar
kosið yrði rafrænt. „En alla vega hjá
okkur í Einingu-Iðju er minni þátt-
taka núna en þegar við vorum með
póstkosningu,“ sagði Björn.
Bjartsýnn á niðurstöðuna
Flóabandalagið, þ.e. Efling, Hlíf,
Verkalýðs- og sjómannafélag Kefla-
víkur (VSFK) og nágrennis, efndi til
póstkosningar um kjarasamninginn.
Kjörgögn voru póstlögð 5. júní og
ráðlagt að póstleggja atkvæði í síð-
asta lagi 18. júní.
Kristján Gunnarsson, formaður
VSFK, kvaðst vona að þátttakan í
kosningunni færi yfir 20%. Hann
sagði að félagsmenn gætu skilað at-
kvæði sínu á skrifstofur félaganna til
hádegis í dag.
„Þessu hefur verið frekar vel tek-
ið. Ég hef ekki fengið nema jákvæð-
ar undirtektir þar sem ég hef verið
að kynna samninginn. Ég er bara
bjartsýnn,“ sagði Kristján.
Fremur dræm
þátttaka er
í kosningunum
Atkvæðagreiðslum um almenna
kjarasamninga lýkur á hádegi í dag
Morgunblaðið/Golli
Vöfflur Samningamenn gæddu sér á
vöfflum eftir stranga samningalotu.
Kjarasamningar
» Skrifað var undir kjarasamn-
inga á almennum vinnumark-
aði 29. maí s.l.
» VR, SGS og Flóabandalagið
skrifuðu þá undir samninga við
Samtök atvinnulífsins.
» Áður boðuðum verkföllum
var þá frestað til 28. júní.
» Verði samningarnir felldir
hefjast verkföll 28. júní, nema
samið verði á ný fyrir þann
tíma.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Fulltrúar sex stéttarfélaga iðnaðar-
manna hittast kl. 10 í dag hjá rík-
issáttasemjara til að fara sameigin-
lega yfir stöðu mála og afrakstur
gærdagsins hjá hverju félagi um sig.
Síðan munu þeir eiga fund með
samninganefnd Samtaka atvinnulífs-
ins. Á þessum fundum gæti ráðist
hvort kjarasamningar nást í dag.
Takist það ekki hefst vikulangt verk-
fall allra félaganna á miðnætti í
kvöld. Framkvæmdastjóri SA sagði
stefnt að því að ljúka kjarasamning-
unum í dag.
Unnið var í sérmálum hvers félags
fyrir sig í gær að sögn Níelsar S. Ol-
geirssonar, formanns Matvís. Síðan
hittust fulltrúar allra félaganna og
fóru yfir sameiginleg sérmál iðnaðar-
manna. Stéttarfélögin sem um ræðir
eru Félag hársnyrtisveina, Grafía/
FBM, Matvís, Rafiðnaðarsamband
Íslands (RSÍ), Samiðn og Félag vél-
stjóra og málmtæknimanna (VM).
Tvísýn staða
„Staðan er tvísýn,“ sagði Guð-
mundur Ragnarsson, formaður VM,
á ellefta tímanum í gærkvöldi.
„Það eru þarna atriði sem við telj-
um að þurfi að fara betur yfir og svo
eru önnur sem okkur finnst vanta.
Við gerum lokaatlögu að þessu á
morgun [í dag],“ sagði Guðmundur.
Samninganefndir hinna einstöku
félaga komu í Karphúsið um kl. þrjú í
gær. Samninganefnd SA ræddi við
samninganefnd hvers félags fyrir sig,
enda er hver nefnd með sitt samn-
ingsumboð. Bæði voru ræddar sér-
kröfur hvers félags og sameiginlegar
sérkröfur allra félaganna.
„Við erum að vinna í textavinnunni
og markmiðið er að ná þessu saman,“
sagði Georg Páll Skúlason, formaður
Grafíu/FBM, síðdegis í gær. „Menn
eru komnir mislangt í sérmálunum.
Það er líka verið að ræða þau,“ sagði
Georg. Hann mat stöðuna þannig
hvað varðaði Grafíu/FBM að málin
þokuðust í rétta átt. Hann kvaðst
vona að þeir væru farnir að sjá fyrir
endann á þessu.
Hilmar Harðarson, formaður Sam-
iðnar, sagði eftir kvöldmat í gær að
þeir hefðu verið síðastir að fá fund
með samninganefnd SA í gær. Þeir
ræddu sín sérmál við SA, líkt og hin
félögin höfðu gert, og tóku síðan þátt
í viðræðum um sameiginleg mál.
„Þettta gekk ágætlega en þetta er
ekki búið,“ sagði Hilmar. Hann sagði
að samningnefnd Samiðnar hefði var-
ið deginum í textavinnu. Hilmar
sagði öll iðnaðarmannafélögin vera
með samskonar verkfallsboðanir og
þau færu í verkfall á miðnætti í kvöld,
næðust ekki samningar fyrir þann
tíma.
Þorsteinn Víglundsson, fram-
kvæmdastjóri SA, sagði fundi gær-
dagsins hafa gengið vel. Hann sagði
stefnt að því að ljúka samningunum í
dag og var sæmilega bjartsýnn á að
það tækist.
Morgunblaðið/Þórður
Viðræður Fulltrúar iðnaðarmannafélaga og Samtaka atvinnulífsins á fundi í gær. Áfram verður haldið í dag.
Niðurstaða við-
ræðna ræðst í dag
Verði ekki samið byrja verkföll iðnaðarmanna í kvöld
Samiðn, Grafía/FBM (Félag
bókagerðarmanna) og Félag
hársnyrtisveina tilkynntu 6.
júní sl. að félögin þrjú og Sam-
tök atvinnulífsins (SA) hefðu
orðið sammála um að fresta
boðuðum verkföllum, sem hefj-
ast áttu 10. júní, til miðnættis
(kl. 24.00) mánudaginn 22.
júní. Þá voru aðilar sammála
um að ljúka samningum fyrir
12. júní, næðist samkomulag
um sérkröfur fyrir þann tíma.
Saminganefndir Rafiðnaðar-
sambands Íslands (RSÍ), Mat-
vís, matvæla- og veitingafélags
Íslands, og VM, félags vél-
stjóra og málmtæknimanna,
gáfu út fréttatilkynningu 9.
júní sl. þar sem fram kom að
félögin þrjú hefðu orðið sam-
mála um að ljúka samningum
fyrir 15. júní næðist sam-
komulag um sérkröfur fyrir
þann tíma. Samninganefndir
þessara félaga og SA urðu
einnig sammála um að fresta
boðuðum verkföllum frá 10.
júní til 22. júní.
Verkfall á
miðnætti
IÐNAÐARMANNAFÉLÖG
SÓLAR
í sólarhring!
Hefst í dag
kl. 12