Morgunblaðið - 22.06.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.06.2015, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 2015 an. Þau mátuðu tvö ný lög sem virt- ust falla vel í kramið. Klarinettdraumurinn leið þó hjá og aftur var íslenskt rapp í for- grunni. Að þessu sinni var það eng- inn annar en Gísli Pálmi, sem vart þarf að kynna, en hann hafði fengið það heljarstóra verkefni að hita upp fyrir Busta Rhymes. Allt gekk eins og það átti að ganga og stemningin sem fylgir Gísla Pálma yfirleitt hvert sem hann fer lét sig ekki vanta, enda þótt hún væri lituð af eftirvæntingu eftir Busta Rhymes. Sá síðarnefndi virtist ekkert vera að flýta sér og byrjaði því talsvert seinna en dagskrá gerði ráð fyrir, sem var hinsvegar fljótt fyrirgefið ef marka mátti fagnaðarlætin. Dansað í Hel Þegar klukkan nálgaðist tíu voru gestir og tónlistarmenn komn- ir á fullt skrið. Hercules & Love Affair frá Bandaríkjunum héldu stemningunni gangandi á aðal- sviðinu sem þó var orðin enn meiri á því næststærsta, Gimli. Þar gerði breska stórsveitin Foreign Beggars allt vitlaust með trylltu rappi í bland við „dubstep“. Ef tryllingurinn hjá Gimli var manni ekki að skapi var stóra tjaldið, Ragnarök, ekki síðra athvarf, en þar leiddi DJ flugvél og geimskip áhorfendur í gegnum furðuleg ævintýri með trommuheila og hljómborð að vopni. Milli klukkan ellefu og tólf var síðan öllum sviðum lokað nema einu, innisviðinu Hel, þar sem dansþyrstir nátthrafnar gátu gert það sem þeir gera best. Á heildina litið var dag- urinn mjög góður og af fleiru góðu að segja, þótt spenningur yfir því sem koma skyldi hafi óneitanlega gert vart við sig, enda til margs að hlakka. Morgunblaðið/Styrmir Kári Samaris Áslaug Rún Magnúsdóttir var í stuði og söng draumkennd og mjúk til áheyrenda. Morgunblaðið/Eggert DJ Flugvél og Geimskip Bandið leiddi áhorfendur í gegnum furðuleg ævintýri. Rappið áberandi á öðrum degi Morgunblaðið/Eggert Foreign Beggars Kvöldið var vel heppnað og gestir kunnu sérlega vel að meta bresku stórsveitina, þegar hún steig á svið. Morgunblaðið/Styrmir Kári Busta Rhymes Rapparinn var leynigestur hátíðarinnar. » Á heildina litiðfékk maður á tilfinninguna að mikil gróska væri í íslensku senunni, með nöfn eins Shades of Reykjavík, GKR, Herra Hnetu- smjör og fleiri. TÓNLIST Matthías Tryggvi Haraldsson mth@mbl.is Það var í mörg horn að líta á degi tvö á tónlistarhátíðinni margumtöl- uðu í Laugardalnum. Rapp var áberandi tónlistarstefna, þótt margt hafi staðið til boða, og gestir jafn hressir og þeir voru margir. Eft- irvænting var mikil í garð hins dáða leynigests og óneitanlega yfir því sem koma skyldi daginn eftir, en minni, óþekktari nöfn stóðu vel fyrir sínu. Secret Solstice tónlistarhátíðin umtalaða var strax orðin eitt alls- herjar partí þegar undirritaður mætti til leiks seinni part dags laug- ardaginn s.l. og átti bara eftir að verða trylltari eftir því sem kvöldið nálgaðist, kom og fór. Þótt mörgum hafi eflaust fundist sem stærstu númerum hátíðarinnar hefði verið raðað á sunnudaginn var í mörg horn að líta á degi tvö, og ekki skemmdi fyrir að stóru spurning- unni hafði loksins verið svarað. Rapparinn Busta Rhymes var leyni- gestur hátíðarinnar. Innan um allan fjölbreytileikann, hið víða litróf sem þessi fríða fylking tónlistarmanna spannaði, var rappið meðal áber- andi þátta fyrir og óvænt heimsókn Busta Rhymes mjög í takt við það. Súrir taktar og rímur Óþekktari nöfn í rappsenunni voru mörg á hátíðinni og margir ís- lenskir rapparar stóðu vel fyrir sínu. Meðal þeirra var Lord Puss- whip, sem hlýtur að teljast til fersk- ari, ef ekki sérstakari rappara landsins, enda tónlistin fáu lík. Hryllingsmyndir og súrir taktar í bland við framandi seiðmagn og reiprennandi rímur. Svona væri kannski hægt að lýsa henni ef mað- ur þyrfti að reyna. Á heildina litið fékk maður á tilfinninguna að mikil gróska væri í íslensku senunni, með nöfn eins Shades of Reykjavík, GKR, Herra Hnetusmjör og fleiri og fleiri að gera góða hluti, þótt eldri, er- lendir rapparar hafi dregið að sér meira sviðsljós. Sem áður sagði var þess ekki langt að bíða að mannskapurinn yrði hinn hressasti. Eftir dágóðan skammt af Lord Pusswhip var þó enn hægt að tylla sér á vel völdum grasbletti og njóta í vellystingum ís- lensku sveitarinnar Samaris. Tón- listin var af öðrum meiði en rappið í Fenristjaldinu, draumkennd, falleg og mjúk áheyrnar, þótt ekki hafi skort tjáningu. Sveitin er skipuð á óhefðbundinn hátt, en hún hampar söngvara, tölvutöktum og klarinett- leikara, og lætur það passa vel sam-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.