Morgunblaðið - 22.06.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.06.2015, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 173. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Hundur beit ungbarn til dauða 2. Hafa ekki stundað kynlíf … 3. Myndband af slagsmálum … 4. Ráðherrasonur hótaði að … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Eftir rúma viku verður opnuð stór ljósmyndasýning um Ísland í Smith- sonian Institute í Washington sem nefnist Primordial landscapes – Ice- land revealed. Þar getur að líta ljós- myndir eftir Feodor Pitcairn og texta eftir Ara Trausta Guðmundsson, en þar er bæði um að ræða ljóð og fræðitexta á ensku. Samhliða sýning- unni kemur út bók með sama titli með enn meira efni en því sem rúm- ast í sýningarrýminu. Morgunblaðið/Eggert Ísland í brennidepli í Washington  Tríó ástralska saxófónleikarans Daniels Rorkes leikur á djasskvöldi Kex hostels í kvöld kl. 20.30. Með Rorke leika Valdimar Kolbeinn Sig- urjónsson á kontrabassa og Magnús Trygvason Eliassen á trommur. Rorke bjó á Íslandi fyrir tíu árum og snýr nú aftur. Tónleikarnir verða um tvær klukkustundir að lengd með hléi og er aðgangur að þeim ókeypis. Kex hostel er á Skúlagötu 28. Tríó Daniels Rorkes leikur á djasskvöldi Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag Austlæg átt, 3-8 m/s. Skýjað að mestu sunnan- og austantil og stöku skúrir syðst, en annars léttskýjað á köflum. Hiti 8 til 16 stig, svalast austanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg breytileg átt eða hafgola og léttir smám saman til N-lands, skýjað með köflum vestan- og suðvest- antil. Hiti 5 til 12 stig, en 10 til 18 stig S- og V-lands. VEÐUR Jafntefli varð í báðum leikj- um gærdagsins þegar 9. umferð Pepsí-deildarinnar hófst í gær. Mikil dramatík var í Kaplakrika þar sem Kassim Doumbia jafnaði fyrir FH gegn Breiðabliki í uppbótartíma. Um tíma var útlit fyrir að ÍBV kæmi á óvart og næði í þrjú stig á Hlíðarenda en þar tryggði Kristinn Freyr Sigurðs- son Valsmönnum eitt stig. »2 og 4 Jafntefli í báðum leikjunum í gær Axel Bóasson úr Keili og Heiða Guðnadóttir úr GM urðu í gær Ís- landsmeistarar í holukeppni á Jað- arsvelli á Akureyri. Axel sigraði Bene- dikt Sveinsson, Keili, í úrslitum en Heiða vann Ólafíu Þórunni Krist- insdóttur úr GR í úrslitaleik. Ólafía er ríkjandi meistari í höggleiknum og átti því möguleika á að verða hand- hafi beggja titlanna. » 8 Axel og Heiða meistarar í holukeppninni á Jaðri Ásdís Hjálmsdóttir og Hafdís Sigurð- ardóttir unnu sínar greinar þegar ís- lenska landsliðið í frjálsum íþróttum hafnaði í 6. sæti 2. deildar EM sem fram fór í Búlgaríu. Kolbeinn Höður Gunnarsson var sá eini í íslenska hópnum sem fór á verðlaunapall í meira en einni grein. Var það í 200 og 400 metra hlaupum þar sem hann hafnaði í 3. sæti í báðum tilfellum. »6 Kolbeinn fór á pall í tveimur greinum ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarson sbs@mbl.is „Sendibréf eru undantekning en skammtur dagsins er samt alltaf drjúgur. Úti á landi hefur pósturinn talsvert annað hlutverk og meira en raunin er fyrir sunnan. Sumir pakkar eru risastórir; stundum heimilistæki, húsgögn eða annað slíkt. Fólk leggur traust sitt á þessa þjónustu,“ segir Anna Benkovic Mikaelsdóttir á Pat- reksfirði. Á fréttaferð um Vestfirði í síðustu viku hitti Morgunblaðsmaður Önnu þar sem hún hafði lagt bílnum út í kant við byggðina á Bíldudal. Þetta var morgunpásan, tilvalinn tími fyrir kók og samloku. Allt fór í svelginn „Ég hef unnið við margt, en eftir tæplega tvo mánuði í þessu starfi get ég sagt að fátt hefur mér fallið eins vel. Bíltúrinn hér á milli fjarðanna, um Mikladal frá Patreksfirði til Tálknafjarðar og svo áfram yfir Hálf- dán til Bíldudals, er skemmtilegur enda er leiðin stórbrotin,“ segir Anna og heldur áfram: „Á Bíldudal tekur landpósturinn við en sjálf sinni ég bréfburði innan- bæjar á Tálknafirði og finnst það hressandi göngutúr. Það er svo sem ekki lengi gert að rölta milli húsanna í 250 manna þorpi. En nú er fólkinu að fjölga og þá væntanlega bréfum og bögglum.“ Anna er efnatæknir að mennt og starfaði sem slíkur meðal annars í Danmörku, en sneri heim þegar allt virtist vera í blóma á Íslandi. „Ég taldi okkur son minn komin í örugga stöðu en þetta fór allt í svelg- inn í hruninu. Myntkörfulánið hækk- aði endalaust og bankinn hirti íbúðina okkar í Kópavogi. Auðvitað var þetta sárt, eins og þúsundir Íslendinga sem gengu í gegnum svipaða reynslu væntanlega þekkja. En það var ekki annað í stöðunni en skapa sér framtíð á nýjum slóðum og því lá leiðin hing- að vestur þangað sem ég rek ættir mínar að hluta.“ Píanókonsertar og Armstrong Vestra hefur Anna sinnt kennslu, en byrjaði í póstinum nú í maí. „Í þessu starfi er tónlistin góður bónus. Ég legg upp frá Patreksfirði á tíunda tímanum á morgnana, set þá disk í geislaspilarann í bílnum. Í morgun hef ég hlustað á undurfagran söng portúgalskra kvenna en oft er ég með The Smiths, eðalrokkið frá Led Zeppelin eða þá Svíana í Abba undir geislanum. Píanókonsertar Mozarts eru í sérstöku eftirlæti hjá mér – fallegir og góðir fyrir sálina. En ekkert slær þó út Louis Arm- strong með It’s a Wonderful World,“ segir Vestfjarðapósturinn. Spilar Mozart á Mikladalnum  Vestfjarðapóst- urinn skapaði sér nýja framtíð Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bréfið „Sumir pakkar eru risastórir,“ segir Anna Benkovic sem finnst ferðalög um fjöll milli fjarða skemmtileg. Í föðurætt er Anna Benkovic Júgó- slavi. Faðir hennar, Mikael Gabrí- elsson, sem er látinn, kom hingað til lands meðal flóttamanna árið 1958. Móðir hennar, Sigríður Ósk Guðmundsdóttir, er hins vegar Vestfirðingur í fjórða lið, afkom- andi þeirra Steinunnar Sveins- dóttur og Bjarna Bjarnasonar á Sjöundá á Rauðasandi, sem talin voru hafa myrt maka sína árið 1802. Margir hafa lagt út af þeirri örlagasögu, sem Anna vill þó að sé sýnd full virðing. „Þessi saga hefur alltaf verið mér nálæg. Móðir mín setti mig unga inn í málið, og skáldsögu Gunnars Gunnarssonar um þessa atburði, Svartfugl, las ég sem barn. Þótt liðin séu rúm tvö hundr- uð ár síðan þetta gerðist rífur sag- an enn í og því mikilvægt að hún sé sögð af varfærni,“ segir Anna Benkovic. Svartfuglssagan er nálæg Á ÆTTIR AÐ REKJA AÐ SJÖUNDÁ Á RAUÐASANDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.