Morgunblaðið - 22.06.2015, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Eva Björk
Útgáfa Einar Skúlason ásamt syni sínum Steini Inga Einarssyni, glaðir á útgáfuhófi bókarinnar fyrir skemmstu.
samráð við Trausta Pálsson en þeir,
ásamt fjölda annarra, skipa göngu-
hópinn Vesen og vergang sem var
stofnaður árið 2011. Síðustu ár hefur
Trausti skipulagt göngur á þriðju-
dagskvöldum fyrir hópinn. Göngu-
hópurinn hefur því oft þrammað leið-
irnar sem er að finna í bókinni enda
er bókin tileinkuð hópnum.
Einar er áhugamaður um sögu-
tengda útivist sem hann segir að sé
dýrmætt krydd á gönguleiðunum.
„Venjulegur dalur sem gengið er um
getur breyst í töfraveröld um leið og
sögð er saga sem tengist honum. Þá
tengist maður náttúrunni betur,“
segir Einar.
Þessi áhugi hans á sögunni í
náttúrunni kviknaði í æsku. „Ég var
mikið í kringum ömmu mína og vildi
alltaf vera með henni ef ég mögulega
gat. Ég skottaðist mikið í kringum
hana en hún var mikil útivistarkona.
Hún sagði mér sífellt sögur sem
tengdust stöðum í náttúrunni og í
dag segi ég öðrum þessar sömu sög-
ur,“ segir Einar glaður í bragði.
Fá fleiri út í náttúruna
Einar segir að markmið hans
með bókinni sé að fá fleiri til að njóta
náttúrunnar og prófa nýjar göngu-
leiðir í nágrenni höfuðborgarsvæð-
isins. Ótal margar skemmtilegar
gönguleiðir eru í nánd við höfuðborg-
ina sem margir þekkja ekki. „Ég
hvet fólk til að hugsa út fyrir ramm-
ann og prufa aðrar gönguleiðir. Fólk
getur oft verið mjög vanafast og vill
hafa hlutina eins.“
Í þessu samhengi vísar hann til
vinsælda Esjunnar og bendir á kosti
þess að fólk dreifi sér betur um land-
ið. „Stundum vill maður ganga í nátt-
úrunni án þess að mæta fullt af fólki.
Það er til fullt af góðum gönguleiðum
sem fólk keyrir jafnvel fram hjá.“
Búrfellsgjá í Heiðmörk er dæmi um
slíka leið.
Smáforrit fyrir gönguleiðir
Einar er með mörg járn í eld-
inum sem tengjast oftar en ekki nátt-
úrunni. Hann er að skipuleggja
gönguhátíð í Súðavík um versl-
unarmannahelgina í samvinnu við
Súðavíkurhrepp. Þar munu m.a.
heimamenn taka á móti fólki og sýna
því landslagið.
Þá vinnur Einar, í samstarfi við
fleiri, að því að þróa app eða smá-
forrit sem mun geyma um 250
gönguleiðir víðs vegar um landið.
Smáforritið er með þeim hætti að
gönguleiðinni er hlaðið í símann áður
en lagt er af stað og leiðinni er fylgt
með nákvæmri gps-staðsetningu. Á
leiðinni gefur síminn merki og upp-
lýsingamolar birtast um nánasta um-
hverfi. Stefnt er að því að smáforritið
komist á markað í lok nóv-
ember og verði á íslensku og
ensku. Markmiðið er að fleiri
gönguleiðir bætist við jafnt
og þétt. „Ég hef heilmiklar
væntingar til forritsins og
vonast til að útlendingar
verði duglegir að nota þetta.
Það eru sameiginlegir hags-
munir okkar að dreifa fólki
betur um landið til að
minnka átroðning á stakar
leiðir en mjög margar leiðir
má nýta mun betur.“
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 2015
Caddy City er enn einfaldari og hagkvæmari útfærsla af Volkswagen Caddy, sniðin að
þörfum þeirra sem vilja traustan vinnufélaga til að létta sér lífið við dagleg störf. City
er viðbót í sendibílalínu Volkswagen Caddy.
Volkswagen Caddy hefur árum saman verið mest seldi atvinnubíllinn á Íslandi. Með
tilkomu City er enn auðveldara að bætast í hóp hæstánægðra Volkswagen eigenda.
Caddy City kostar aðeins frá
2.630.000 kr.
(2.120.968 kr. án vsk)
Caddy með nýju sniði
Atvinnubílar
Söluaðilar: HEKLA Reykjavík · Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
Vinsælasti atvinnubíllá Íslandi síðastliðin ár!
www.volkswagen.is
Leiðirnar í bókinni eru hugsaðar
með þeim hætti að hægt sé að
fara þær flestar á einni kvöld-
stund eða hluta úr degi miðað
við að fólk búi á höfuðborgar-
svæðinu. Fyrir þá sem geta nokk-
uð auðveldlega gengið upp að
steini á Esjunni, upp á Úlfarsfell,
Helgafell og aðrar sambærilegar
gönguleiðir þá ættu flestir að
ráða við gönguleiðirnar í bókinni
þó erfiðleikastigið sé misjafnt.
Margar leiðir eru hentugar fyr-
ir alla í fjölskyldunni og aðrar
fyrir stálpaðri börn. Gönguleið-
irnar eru fjölbreyttar og því ættu
allir að geta fundið eitthvað við
sitt hæfi.
Einar tekur þó fram að fólk
gangi mishratt og
aðstæður geta verið
misjafnar en mik-
ilvægt sé að njóta
náttúrunnar og koma
heill heim. Einar hvet-
ur fólk til að hreyfa
sig. „Það er hvíld í því
að fara út í náttúruna,
frekar en í sófann fyrir
framan sjónvarpið því
þá verður svefninn líka
mikið betri.“
Hvíld úti í
náttúrunni
TEKUR EINA KVÖLDSTUND
Nú þegar sumarið er komið, svona
samkvæmt dagatalinu, er ekki laust
við að streitan aukist á mörgum
heimilum. Væntingar um skemmti-
legt sumarfrí og góðar samveru-
stundir eru oft á tíðum miklar. Á
sama tíma fer rútína vetrarins úr
skorðum. Foreldrar fá yfirleitt ekki
eins langt sumarfrí og börnin og það
þarf að brúa það bil. Dagarnir eru
lengri, svefntíminn skerðist og mál-
tíðir fara oft úr skorðum. Meiri sam-
vera kallar líka oft á meiri nálægð og
það getur tekið á, eins gaman og það
getur líka verið.
Eftirfarandi punktar geta hjálpað
til við að gera þessa árstíð að já-
kvæðri upplifun:
Þetta er bara ein af fjórum árstíð-
um sem koma árlega. Sumarið kem-
ur og sumarið fer. Fyrir marga er
þetta vinnuvertíð og flestir vinna að
einhverju leyti yfir sumartímann.
Lífið heldur áfram sinn vanagang,
fólk veikist, fæðist og deyr. Fólk
skiptir um störf, flytur, skilur, upp-
lifir ástina og ástarsorgina. Lífið fer
ekki á pásu þó að það sé komið sum-
ar.
Rútína í rútínuleysinu
Það getur verið gott að losa um
fasta rútínu vetrarins og það er hvíld
fyrir flesta að þurfa ekki að rífa alla
fjölskylduna á fætur kl. 6.30 virka
morgna. En það er að sama skapi
gott að snúa ekki sólarhringnum við.
Við höfum öll þörf fyrir ákveðinn
ramma og stöðugleika. Það getur
verið gagnlegt að allir hafi eitthvað
fyrir stafni, hvort sem það er vinna,
leikur eða að sinna verkefnum heima
við.
Litlu augnablikin telja
Sumarfrí þarf ekki að vera stöðug
flugeldasýning. Það er mikilvægast
að njóta augnabliksins, hvort sem
maður er heima við eða í drauma-
ferðinni sinni. Ná að stoppa og vera
meðvitaður um að þetta augnablik er
það sem það er og sjá fegurðina í því.
Það þarf ekki að gera allt
Það er oft mikið í boði og dag-
skráin getur verið fljót að fyllast. Við
megum velja og hafna, það þarf ekki
að endasendast landshorna eða bæj-
arenda á milli til að taka þátt í öllu.
Sumarfrí má einmitt vera frí, tími til
að slaka á og gera ekkert.
Það getur verið krefjandi að vera
alltaf saman.
Það er mannlegt að verða þreytt-
ur í aðstæðum sem eru öðruvísi en
venjulega. Í rútínu vetrarins er fjöl-
skyldan yfirleitt ekki saman allan
sólarhringinn svo dögum eða jafnvel
vikum skiptir eins og í sumarfríinu.
Það er ekki ástæða til að fá sektar-
kennd eða finna fyrir skömm þó að
þörf fyrir einveru í miðju fjöl-
skyldufríi vakni. Líkur eru á að aðrir
í fjölskyldunni hafi líka þessa þörf.
Það getur verið gott að fara ein/einn
í göngutúr, skiptast á að eiga ein-
staklingsstundir á ströndinni eða við
sundlaugina og fyrir pör að eiga
notalega stund í einrúmi ef hægt er
að koma því við.
Sumarið skellur á
Heilsupistill
Bryndís Einarsdóttir
sálfræðingur
Morgunblaðið/Frikki
Sumarfrí Eins yndislegt og sumarið er og sumarfríið kærkomið getur þessi
árstími einnig valdið streitu hjá öllum í fjölskyldunni.
Heilsustöðin sálfræði- og ráðgjafarþjón-
usta, Skeifunni 11a, Rvk. www.heilsustodin.is