Morgunblaðið - 22.06.2015, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.06.2015, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 2015 Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150 Leiðandi framleiðandi lítilla heimilistækja fyrir hjarta heimilisins 60 ára reynsla á Íslandi Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ágætur gangur er í framkvæmdum við byggingu nýrrar seiðaeld- isstöðvar Arctic Fish fyrir botni Tálknafjarðar. Alls vinna 14 iðn- aðarmenn við að reisa bygging- arnar, það er þrjá 3.700 fermetra skála sem hver og einn hýsir átta 350 rúmmetra ker. Ein bygging- anna þriggja er þegar tilbúin og starfsemi þar hafin, burðarvirki ann- arrar er komið og sökklar að þeirri þriðju. Að lokum verður reistur tengigangur milli þessara þriggja húsa sem samanlagt verða um rösk- lega 11.000 fermetrar og þar með stærsta bygging á Vestfjörðum, að talið er. Í dag fara um 500 þúsund eldisfiskar á ári frá Tálknafjarð- arstöð Arctic Fish, en eldi frá hrogn- um í 300 gramma stærð er eins árs ferli. Þegar stækkuð stöð kemst í fulla framleiðslu árið 2017 binda menn vonir við að þá geti þaðan farið um fjórar milljónir laxfiska á ári, að stærstum hluta regnbogasilungur sem alinn er til sláturstærðar í Dýrafirði. Þar er aðsetur dóttur- fyrirtækisins Dýrfisks. „Menn stefna á að taka þessar nýju byggingar í gagnið, að minnsta kosti að einhverjum hluta, fyrir haustið. Allar áætlanir í framleiðsl- unni miðast við það,“ segir Sigurvin Hreiðarsson, stöðvarstjóri Arctic Fish í Tálknafirði. Komið í veg fyrir sýkingar „Við settum út stóran hrogna- skammt í maí í fyrra og núna erum við að koma þessu frá okkur í eldi í Dýrafirði. Og eldisstöðin nýja verð- ur mjög fullkomin. Í hverjum skála verða átta ker samtals, tvö og tvö tengd saman sem sjálfstæðar ein- ingar. Það tryggir til dæmis góða nýtingu á vatni og kemur jafnframt í veg fyrir smit og sýkingu á milli kera, sem gæti valdið sjúkdómum í fiskinum,“ segir Sigurvin. Starfsemi Arctic Fish, sem var stofnað árið 2011, er annars mjög umfangsmikil og fiskur á vegum fyr- irtækisins er alinn í Ölfusi, við Grindavík, á Flateyri og í Tálkna- firði. Fiskeldi er því orðið gildur at- vinnuvegur á öllum sunnanverðum Vestfjörðum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Stórhýsi Góður gangur er í framkvæmdum við nýju eldsstöðina, sem er fyrir botni Tálknafjarðar. Í dalnum ofan við bygginguna er vegurinn til Bíldudals. Stærsta hús á Vestfjörðum  Miklar framkvæmdir við Tálknafjörð  Fjórar milljónir fiska verða fram- leiddar í seiðaeldisstöð Dýrfisks  Ferlið frá hrognum til afurða spannar eitt ár Burðarbitar Undir þaki í þremur skálum verða rösklega 11.000 fermetrar. Alls átta eldisker verða í hverju og einu húsi, tvö í hverri einingu. Sigurvin Hreiðarsson Íbúasamtök Hvanneyrar og nágrennis hafa sent frá sér yf- irlýsingu þar sem lokun grunnskólans á Hvanneyri er eindregið mót- mælt. Sveit- arstjórn Borg- arbyggðar samþykkti þann 11. júní að hætta starfsemi skólans þar í lok næst- komandi skólaárs. Þar hefur verið starfrækt deild innan Grunnskóla Borgarfjarðar fyrir 1. til 4. bekk sem hét áður Andakílsskóli. Í yfirlýsingunni segja samtökin sveitarstjórn hundsa alla aðra kosti en að loka skólanum þar, þrátt fyrir marga aðra kosti sem bornir hafi verið fram af hagræð- ingarnefnd fræðslumála sem skrif- að hafi skýrslu um skólamál í sveitinni. Þá kvarta samtökin undan sam- ráðsleysi sveitarstjórnarinnar. All- ir fundir um málefnið hafi verið að frumkvæði íbúa og sveitarstjórn sýnt því lítinn áhuga. Lokun skóla á Hvanneyri mótmælt Hvanneyri Loka á grunnskólanum. Landhelgisgæsl- unni barst til- kynning um tor- kennilegan hlut í veiðarfærum skips sem var við veiðar í Jök- uldýpi fyrir helgi. Vakthaf- andi sprengju- sérfræðingur Landhelgisgæsl- unnar staðfesti, með hliðsjón af myndum af hlutnum, að um æf- ingareldflaug væri að ræða sem hefði ekki sprengjuhleðslu. Sérfræðingar sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar munu fjar- lægja eldflaugina þegar skipið kemur til hafnar, en hætta getur skapast af mótor æfingareldflauga þótt þær hafi ekki sprengjuhleðslu. Oft er torvelt að greina hvort um æfingareldflaugar sé að ræða, en þá getur þurft að opna þær til að tryggja að hætta af þeim sé engin. Æfingareldflaug í veiðarfærum skips Vopn Eldflaugin sem fannst. Ísak Rúnarsson isak@mbl.is Vinnuhópur á vegum forsætis- og innanríkisráðuneytisins leggur til að komið verði upp sérstakri sam- ráðsgátt á netinu fyrir almenning og hagsmunaaðila, þetta kemur fram í skýrslu sem hópurinn hefur nú skilað af sér. „Vinnuhópurinn telur ljóst að virkni og gegnsæi samráðsferla á netinu sé mun minni en æskilegt væri,“ segir í skýrslunni en einnig kemur fram að Ísland er í 65. sæti í mælingu Sameinuðu þjóðanna þegar kemur að lýðræðislegri virkni á netinu. Hlutfall birtra skjala er ennfremur talið lágt og núverandi fyrirkomulag til þess fallið að vekja síður áhuga ungs fólks á þátttöku í stefnumótun hins opinbera. Þríþætt markmið Markmið vinnuhópsins er þrí- þætt; Að auka möguleika almennings og hagsmunaaðila til að koma að stefnumótun og ákvarðanatöku op- inberra aðila, auka gegnsæi í laga- og reglusetningarferlinu og bæta vinnubrögð við undirbúning laga- og reglusetningar. Í samráðsgátt- inni er gert ráð fyrir að hugmyndir og valkostir verði kynntir almenn- ingi og hagsmunaðilum og þeim gefið færi á að tjá sína afstöðu. Þar að auki er lagt til að drög að lögum, reglugerðum og stefnum ríkisins verði aðgengileg inni í gáttinni ásamt öllum fylgigögnum, s.s. skýrslur, kannanir og tölfræði sem notast er við í lagasmíðinni. Aukið samráð við almenning um netið  Vinnuhópur hefur skilað skýrslu Morgunblaðið/Ómar Tölvur Stjórnvöld vilja samráð við almenning við samskipti á netinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.