Morgunblaðið - 25.06.2015, Page 1

Morgunblaðið - 25.06.2015, Page 1
F I M M T U D A G U R 2 5. J Ú N Í 2 0 1 5 Stofnað 1913  147. tölublað  103. árgangur  MEÐFERÐ SEM VIRKJAR SKÖP- UNARKRAFTINN 15 FJÁRMÁLA- FYRIRTÆKI HAFA FALLIÐ BÖRNIN SYNGJA STEINALÖG VIÐSKIPTAMOGGINN TÓNLISTARHÁTÍÐ Á KLAUSTRI 30ATHÖFN ÚR DJÚPI SÁLAR 10 Ísak Rúnarsson isak@mbl.is „Eins og staðan lítur út núna mun kostnaður fara 14% fram úr áætlun og þá þarf aukið fé til að klára fram- kvæmdina. Stjórn fyrirtækisins á þó eftir að fara betur yfir málin og mun skila endurbættri rekstraráætlun í haust og þá mun staðan skýrast bet- ur,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, en í svari stjórnar Vaðlaheiðarganga við fyrirspurn fjárlaganefndar kemur fram að kostnaður vegna fram- kvæmdarinnar er talinn fara 1.500 milljónir fram úr áætlun. Guðlaugur segir þó að taka þurfi fram að svör stjórnarinnar séu til eftirbreytni fyrir aðrar stofnanir. Hins vegar segir hann einnig alveg ljóst að ekki hafi verið vandað til verka við undirbún- ing af hálfu stjórnvalda; að gagnrýni hafi komið fram en á hana hafi ekki verið hlustað. Nú sé þó komið á dag- inn að sú gagnrýni hafi átt rétt á sér og úr þeirri stöðu verði að vinna. Ríkið lánaði Vaðlaheiðargöngum 8.700 milljónir, á 3,7% verðtryggðum vöxtum, sem duga áttu fyrir stofn- kostnaði. Umframkostnaður er þó 900 milljónum hærri en allt eigið fé Vaðla- heiðarganga og ef fer sem horfir mun lánið ekki duga fyrir stofnkostnaði. Lánið mun ekki duga  Vaðlaheiðargöng talin fara 1,5 milljarða fram úr áætlun  Umframkostnaður er hærri en eigið fé fyrirtækisins  Þingmaður telur ekki hafa verið vandað til verka M 1,5 milljarða fram úr »4 Skoða tvær sviðsmyndir » Lausn verði fundin á leka- og hitavandamálum Fnjóska- dalsmegin á næstu fjórum mánuðum en eftir það verði borað beggja megin » Borað verði alla leið í gegn Eyjafjarðarmegin Dánartíðni af völdum hjarta- og æðasjúkdóma hefur minnkað um 60% síðustu 50 ár á meðal landa inn- an OECD. Hins vegar greinast fleiri með sykursýki og offitu, einkum yngra fólk, sem leiðir aftur til þess að dánartíðni úr hjarta- og æða- sjúkdómum mun hækka á nýjan leik, sem ógnar þeim árangri sem hefur þegar náðst. Ástæðan er sú að þessir fyrrgreindu sjúkdómar eru oft fylgifiskar sykursýki og offitu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu OECD um sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma og stefnu um bætt heilbrigði og heilbrigðisþjónustu. Samkvæmt skýrslunni eru um 85 milljón manns með sykursýki í OECD, eða 7% fólks á aldrinum 20- 79 ára. Talið er að fjöldinn nálgist 1.080 milljónir árið 2030, sem er aukning um 27%. „Það eru mikil vonbrigði að árang- urinn sem við höfum náð sé smám saman að þurrkast út. Offita er áhættuþáttur framtíðarinnar númer eitt og svo virðist sem við höfum sofnað á verðinum,“ segir Karl Andersen, yfirlæknir hjartagáttar á Landspítalanum. »18 Offita ógnar árangri Morgunblaðið/Eggert Kransæðar Sjúkdómar í æðakerfi munu ógna heilsu á nýjan leik.  Sofnað á verðinum, segir hjartalæknir Um 1.200 fótboltastrákar eru nú í Eyjum til að taka þátt í Orkumóti sem hefst í dag, m.a. þessir úr Aftureldingu og Þrótti. 104 lið eru skráð til leiks frá 34 félögum. Að sögn Björgvins Eyjólfs- sonar mótsstjóra er „fánaveður“, mátulegt til að fánar blakti. Mótinu lýkur á laugardag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar Guðmundsson Fánaveður á Orkumóti í Eyjum  Landsmenn hafa ekki farið var- hluta af fjölgun ferðamanna til Ís- lands á undanförnum árum og eru fjölmargar minjagripaverslanir í miðbæ Reykjavíkur til marks um það. Starfsmenn og ferðamenn eru sammála um að lopapeysur, vett- lingar, húfur og treflar séu vinsæl- ustu vörurnar sem seldar eru í minjagripaverslunum borgarinnar. „Lopapeysurnar eru fallegar og einstakar,“ sagði hin bandaríska Alice og ætlaði hún að verða sér úti um peysu áður en heim væri haldið. Flestir ferðamannanna sögðust einnig ætla að kaupa sér lopapeys- ur ásamt öðrum lopavörum. Í verslununum eru þó ekki allar ullarvörurnar framleiddar á Íslandi og úr íslenskri ull, því einnig er boðið upp á ódýrari kosti þar sem ullarvörurnar eru framleiddar er- lendis. „Það er þá eitthvað fyrir alla,“ segir starfsmaður minja- gripaverslunar á Laugaveginum. Lundabangsar, seglar, stutt- ermabolir, bollar og annað smálegt á þó einnig upp á pallborðið hjá mörgum þótt lopinn beri sigur úr býtum. »6 Enn heillast ferðamenn af lopapeysunni Morgunblaðið/Ómar Lopi Þessir ferðalangar klæddust lopa- peysum í íslenska sumarveðrinu.  Í ræðu sinni yfir leikmönnum og þjálfurum í vor talaði Geir Þor- steinsson, formaður KSÍ, um mikil- vægi þess að koma í veg fyrir óeðli- leg áhrif á úrslit leikja. Þessi vandi teygir anga sína um allan heim. Engin staðfest dæmi eru þó um það hér á landi að úrslitum hafi verið hagrætt, en grunur um slíkt hefur nokkrum sinnum vaknað. Háum fjárhæðum er veðjað á íslenska knattspyrnuleiki, bæði af íslenskum og erlendum áhugamönnum, og því fylgir hættan á að leikmenn verði uppvísir að óheiðarlegu athæfi, gegn launum frá þeim sem veðja. Hægt er að veðja á leiki í öllum deildum meistaraflokks karla og kvenna á erlendum veðmálasíðum, en einnig á leiki í 2. flokki karla og kvenna, jafnvel í vor- og haust- mótum. Menn geta sem sagt veðjað á leiki 16 og 17 ára krakka á Ís- landi, eða leik Stokkseyrar og Ár- borgar í 4. deild karla. Leikmenn og þjálfarar, sérstaklega í neðri deildum meistaraflokka, virðast margir hverjir verða fyrir tals- verðu áreiti þeirra sem hyggjast veðja á leiki þeirra. » Íþróttir Háum fjárhæðum veðjað á íslenska leiki Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Veðmál Knattspyrnan hér á landi er farin að freista þeirra er taka þátt í veðmálum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.