Morgunblaðið - 25.06.2015, Síða 2

Morgunblaðið - 25.06.2015, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Brynja Björg Halldórsdóttir brynja@mbl.is Gerðardómur verður að öllum líkindum kallaður til, felli hjúkrunarfræðingar nýundirritaðan kjara- samning þeirra við íslenska ríkið, enda sé kveðið á um skipun dómsins í lögum um bann við verkfalli hjúkrunarfræðinga. Þá mun verkfallsbann lag- anna taka gildi, verði samningurinn felldur. Þetta segir Lára V. Júlíusdóttir, lektor við lagadeild Há- skóla Íslands og sérfræðingur í vinnurétti. Henni þykir líklegt að löggjafinn muni grípa í taumana, vakni ágreiningur um túlkun laganna. „Mér þætti mjög einkennilegt ef Alþingi lætur það yfir sig ganga að verkfall hjúkrunarfræðinga skelli aftur á þann 15. júlí vegna ófullkominnar lagasetningar. Það kæmi mér verulega á óvart.“ Hún bendir á að formenn stéttarfélaga undirriti kjarasamninga með fyrirvara um að félagsmenn samþykki samningana. „Það eru alltaf félagsmenn sem ákveða á endanum hvort kjarasamningurinn er samþykktur.“ Vísar Lára þannig til ákvæðis laga um stéttarfélög og vinnudeilur þess efnis að kjarasamningur gildi frá undirskriftardegi nema hann sé felldur af meirihluta félagsmanna í leyni- legri atkvæðagreiðslu. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, sagði í samtali við mbl.is í gær að skilyrði fyrir skipun gerðardóms hefði brostið þegar FÍH og ríkið undirrituðu kjarasamning, enda væri ekki gerð krafa í lögunum um að samn- ingurinn væri samþykktur af félagsmönnum FÍH. Sagðist hann líta svo á að ekki væri hægt að skipa gerðardóm þó svo að félagsmenn felldu samning- inn. Þá gætu hjúkrunarfræðingar einfaldlega sest aftur að samningaborðinu með samninganefnd ríkisins. Hann vildi þó ekkert fullyrða um annað verkfall. Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, vill ekki tjá sig um hvað ríkið myndi gera, yrði samningurinn felldur af hjúkrunarfræðing- um. „Við tökum ákvörðun þegar að því kemur. Næstu skref fara eftir niðurstöðu atkvæðagreiðsl- unnar.“ Erfitt sé að spá fyrir um hana og vanga- veltur skili litlu á þessu stigi. „Auðvitað skoðum við möguleg úrræði þegar að því kemur. Úrræðin fara líka eftir því hvaða skref stjórn FÍH stígur.“ Þá bendir hann á orðalag í greinargerð með verkfallslögunum á þá leið að samningsaðilar geti samið sín á milli þó svo að gerðardómur sé að störfum og alveg þar til hann kemst að niðurstöðu. „Samningsrétturinn verður ekki tekinn af samn- ingsaðilum fyrr en niðurstaða gerðardómsins er birt,“ segir Gunnar. »14 Gerðardómur enn mögulegur  Verkfallslög taka gildi verði samningur felldur, segir lögmaður  Formaður FÍH telur forsendur gerðardóms brostnar  Getum samið á meðan gerðardómur starfar, segir Gunnar Björnsson Kjarasamningur í atkvæðagreiðslu » Hjúkrunarfræðingar geta kosið um samning til 15. júlí. » Lög um bann við verkfalli þeirra kveða á um skipun gerðardóms, verði samningur ekki undirritaður fyrir 1. júlí. » Áhöld eru um túlkun ákvæð- isins og afleiðingar þess að samningurinn yrði felldur. » Kjarasamningur gildir frá undirskriftardegi nema hann sé felldur í leynilegri atkvæða- greiðslu félagsmanna. „Mér þætti mjög ein- kennilegt ef Alþingi lætur það yfir sig ganga að verk- fall hjúkrunarfræðinga skelli aftur á 15. júlí.“ Lára V. Júlíusdóttir Meirihluti atvinnuveganefndar Al- þingis leggur til að 9,6 milljarða króna veiðigjöld verði lögð á útgerð- ina á næsta fiskveiðiári. Er það hækkun um rúman milljarð frá því sem nú er en 1,2 milljörðum lægri tala en gert var ráð fyrir í veiði- gjaldafrumvarpi sjávarútvegsráð- herra. Hækkunin svarar til rúmlega 12% hækkunar gjalda frá fyrra ári. Koma þessi áform fram í nefndar- áliti og breytingartillögu meirihlut- ans við veiðigjaldafrumvarpið sem er til umfjöllunar á Alþingi. Jón Gunnarsson, formaður at- vinnuveganefndar, segir að sam- kvæmt talnagögnum sem nefndin hafi fengið sé talið að almennur af- komubati útgerðarinnar sé um 12%, frá fyrra ári og þar með núgildandi forsendum veiðigjalda. „Við teljum að hækkun úr 8,5 í 9,6 milljarða á næsta fiskveiðiári sé í samræmi við almennan afkomubata,“ segir Jón. Hann tekur fram að hækkunin komi aðeins mismunandi niður eftir fiski- tegundum enda breytist afkoma veiðanna ekki öll í takt. Humar- veiðar eru dæmi um grein sem fær mikla hækkun veiðigjalda. Jón vísaði að öðru leyti í nefndarálitið sem dreift yrði á þinginu einhvern næstu daga. Samkomulag við ráðuneyti Í veiðigjaldafrumvarpi sjávar- útvegsráðherra var gert ráð fyrir að veiðigjöld myndu skila 10,8 millj- örðum króna á næsta fiskveiðiári. Jón segir forsendurnar hafa verið endurskoðaðar og sátt sé á milli meirihluta atvinnuveganefndar og sjávarútvegsráðuneytisins um þessa breytingu. helgi@mbl.is Veiðigjöld hækka um 12% Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Þorski landað Afkoma er nokkuð breytileg eftir útgerðarflokkum.  Mismunandi breyt- ingar eftir tegundum Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Nú fer næsti fasi í gang, að undirbúa komu fleira fólks hingað til Húsavíkur. Ýmsir koma að því. Við hlökkum til þeirra verka,“ sagði Kristján Þór Magnússon, sveitar- stjóri Norðurþings, eftir opinn íbúafund með stjórn dótturfélags PCC, Bakka Silicon hf., um fyrirhugaða uppbyggingu kísilvers á iðnaðarsvæðinu á Bakka. Forsvarsmenn bæjarfélagsins og stjórnendur Bakka Silicon kynntu stöðu mála og næstu skref. Ljóst var eftir að PCC aflétti fyrirvörum á öllum samningum við Landsvirkjun, sveitarfélagið, lánveitendur og fleiri aðila að félagið hefði loks tekið endanlega ákvörðun um að ráðast í byggingu kísilvers. Vinnuvélar fluttar á svæðið Fram kom að jarðvegsframkvæmdir á lóð fyrir- tækisins myndu hefjast á allra næstu dögum, væntan- lega í næstu viku. Nú þegar hefur verið ráðist í vissar undirbúningsframkvæmdir, svo sem við vegtengingu og veitur. Árni Helgason, verktaki frá Ólafsfirði, átti lægsta tilboð í jarðvegsvinnuna þegar hún var boðin út á sínum tíma. Hann hefur verið að flytja vélar á svæðið og er nú að koma upp vinnubúðum. Árni hefur verið að funda með fulltrúum verkkaupa um framkvæmdina en tekur fram að ekki hafi verið gengið frá verksamningi. Þýskt verk- takafyrirtæki byggir húsið og sér fyrirtækinu fyrir öllum tæknibúnaði. Miðað er við að hægt verði að byrja að steypa sökkla í nóvember eða desember. 15 starfsmenn verða við jarðvegsvinnuna í upphafi. Snæbjörn Sigurðarson, verkefnastjóri hjá Norður- þingi, segir að fólk hafi verið jákvætt á fundinum. Margir hafi boðið fyrirtækið velkomið og tekið fram að þeir hlökkuðu til samstarfs við það. Framkvæmdir hefjast á lóðinni í næstu viku  Bæjaryfirvöld og fulltrúar PCC kynntu stöðu mála og næstu skref á almennum íbúafundi á Húsavík í gær Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Húsavík Um 70 íbúar mættu á kynningarfund bæjaryfirvalda og PCC, þrátt fyrir sumarfrí og veðurblíðu. Seyðfirðingar syrgja konu á þrí- tugsaldri sem lést aðfaranótt mið- vikudags í bíl- slysi. Hún var farþegi í bíl með annarri konu frá Seyðisfirði þegar bíllinn valt út af Vestdalseyrar- vegi og rann rúma 40 metra niður hliðina. Hin konan slasaðist töluvert og lá sofandi í öndunarvél á Land- spítalanum þegar Morgunblaðið ræddi við lækni í gærkvöldi. Minningar- og bænastund var haldin í Seyðisfjarðarkirkju í gær- kvöldi. Ásamt prestum voru fulltrú- ar Rauða krossins á staðnum en at- höfnin var opin öllum. Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur á Seyðisfirði, sagði í samtali við mbl.is að slysið hefði mikil áhrif á bæjarsamfélagið, enda væri það lítið og allir þekktu alla. Bænastund haldin eftir banaslys Seyðisfjarðarkirkja „Við eigum von á að fyrstu kepp- endur komi í mark á milli klukkan sjö og átta,“ segir Jón Ragnar Jóns- son, verkefnastjóri á samskipta- sviði WOW air, um WOW hjólreiða- keppnina. Þegar Morgunblaðið ræddi við hann á ellefta tímanum í gærkvöldi höfðu safnast hátt í ell- efu milljónir króna. Matthias Ebert var þá kominn að Djúpavogi og fremstur í einstaklingsflokki. Tveir þátttakendur þurftu að draga sig úr einstaklingskeppni. Í A-flokki liða var ERGO fremst og var að nálgast Jökulsárlón. HFR ungliðar voru fremstir í B-flokki og voru einnig að nálgast lónið. Þá var hópur Hjólakrafts á Kirkjubæjar- klaustri. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Hringferð Hjólreiðagarpar á ferð- inni í Eyjafirði í gær. Þeir fyrstu í mark í dag Íbúar spurðu meðal annars um störf og launakjör í kisilverinu. Fulltrúar PCC sögðu að farið yrði að huga að ráðningum um mitt næsta ár. Fólk yrði ráðið á fyrri hluta árs 2017 til þess að hægt yrði að hefja þjálfun, en verið á að taka til starfa um haustið. Þeg- ar hefur verið auglýst eftir staðarstjóra og þá hefur stjórnendum, sérfræðingum og almennum starfs- mönnum verið boðið að láta vita af sér upp á ráðn- ingu þegar nær dragi. Fulltrúarnir lögðu áherslu á að þeir vildu vera samkeppnisfærir um starfsfólk. Byrjað að huga að ráðningu starfsfólks VILJA VERA SAMKEPPNISFÆRIR UM FÓLK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.