Morgunblaðið - 25.06.2015, Side 11

Morgunblaðið - 25.06.2015, Side 11
leiklistar. Sýndu mér – ekki segja mér, var kjörorð Moreno og lýsir kannski best út á hvað meðferðin gengur,“ segir Trausti. Sköpunarkrafturinn virkjaður Manneskjurnar þróa hin ýmsu hlutverk sín í lífinu. Þær eru dætur eða synir, mæður eða feður og gegna margsvíslegum stöðum og störfum. Því betur sem þær valda þessum hlutverkum og geta greint á milli þeirra þeim mun betur farnast þeim, var eitt af leiðarstefum Mo- reno. „Kenningarnar byggjast mest á að virkja sköpunarkraftinn, láta ekki vitsmunina þvælast fyrir sköp- uninni. Við þurfum að losa okkur við gagnrýnandann í okkur sjálfum og ryðja gömlum hindrunum úr vegi,“ segir Trausti og lýsir nánar: „Það skemmtilega við pyscho- drama-aðferðina er sú mikla áhersla sem lögð er á hæfileikann sem ligg- ur í sköpunarkrafti hvers og eins. Við vitum að allt okkar atferli er eitthvað sem við höfum lært ein- hvers staðar með einhverjum hætti og einmitt þess vegna hljótum við alltaf að geta lært eitthvað nýtt. Því eru í rauninni engin takmörk sett, enginn endapunktur, þótt það geti á stundum verið býsna tímafrekt. Við tökum bara lítil skref og getum haldið áfram alla ævi að leika okkur með okkur sjálf. Moreno sagði að hann vildi að sín yrði minnst sem mannsins sem kom með hláturinn inn í meðferðarstofuna. Það má al- veg til sanns vegar færa því á vinnu- stofunum þar sem þessari meðferð er beitt er mikið hlegið og mjög gaman.“ Athöfn sálar Pyschodrama hefur stundum verið þýtt sem geðleikur, en Trausta finnst athöfn sálar komast næst merkingunni. „Sálin vinnur og finn- ur lausnir á því sem þvælist fyrir okkur í daglegu lífi. Við eyðum oft miklum tíma og orku í að endurlifa atvik úr fortíðinni sem hafa reynst okkur erfið. Í psychodrama er unnið á virkan hátt með að finna leiðir til þess að veita þeirri orku í jákvæðan farveg,“ útskýrir hann. Ákjósanlegur fjöldi á vinnustof- unum er sextán manns og eru þær ætlaðar öllum sem sinna meðferðar- störfum og þeim sem áhuga hafa á að skoða eigið líf og vinna með það á skapandi hátt. Trausti leggur áherslu á að þátttakendur á vinnu- stofunum þurfi ekki endilega að glíma við veikindi til að eiga þar er- indi. „Vinnustofurnar eru mjög öflug leið til að skoða sjálfan sig, sam- skipti sín við aðra og átta sig á hvaða möguleika maður hef- ur látið ónotaða, hvaða möguleika maður á og hvernig mað- ur getur haldið áfram að þroskast sem manneskja. Vinnan byggist mikið á virkni þátttakenda, en al- gjörlega á þeirra forsendum. Þeim er í sjálfsvald sett hversu virkir þeir eru. Hlutverk okkar leiðbeinend- anna er að finna út hverjar eru þarf- ir hópsins. Við byrjum á að gera auðveldar upphitunaræfingar, síðan göngum við Maria um rýmið, tölum svolítið við þátttakendur, spyrjum hvað hafi dregið þá til að taka þátt í vinnustofunni og þess háttar. Af svörunum getum við síðan ráðið hvað hópurinn á sameiginlegt, hvernig hann tengist og hvaða við- fangsefni hann vill vinna með. Til að mynda kann einhver í hópnum að segja að hann hafi misst náinn vin, annar segir há sér að vera í fjöl- menni, koma fram og tala. Það er svo margt sem getur komið fram og leitt okkur að kjarnanum. Engar tvær vinnustofur eru eins.“ Hið eiginlega drama Þegar allir hafa sammælst um að kjarnanum hafi verið náð kemur að hinu eiginlega drama. Sam- kvæmt aðferðafræðinni gengur dramað í stórum dráttum út á að hópurinn kannar innri átök og sam- skipti sín á milli með því að leika til- finningar sínar. Yfirleitt velur hóp- urinn einn aðalleikara, eða protagonista, en leiðbeinendur kalla síðan aðra úr hópnum til að aðstoðar þegar við á. Í lok vinnustofunnar ræðir hópurinn saman um þá stefnu sem leikþátturinn tók, hvaða hugs- anir hann kallaði fram og hvaða ályktanir megi draga af viðbrögð- unum. Að sögn Trausta er grundvall- arreglan sú að leiðbeinendur segi engum hvað hann eigi að gera held- ur reyni að benda á leiðir; velta upp hvað viðkomandi vill gera öðruvísi en hann gerir og hvaða leiðir eru færar. „Leiðbeinendur í psycho- drama hafa ekki leyfi til að gefa ráð. Aðalástæðan er sú að það er einfald- lega enginn nema Jón sem veit hvernig er að vera Jón.“ Trausti talar af reynslu, enda hefur hann haldið margar vinnustof- ur fyrir skjólstæðinga Hlutverka- seturs, sem var stofnað til að hjálpa fólki með geðræn vandamál sem og þeim sem orðið höfðu fyrir áföllum, t.d. misst vinnuna. Markmiðið er að skapa því umgjörð, hvetja og styðja þá sem vilja viðhalda virkni á mark- vissan hátt og auka lífsgæði sín. Opnar vinnustofur eins og þær sem haldnar verða í dag og næstu tvo daga eru frábrugðnar vinnustof- um sem Trausti hefur leitt í Hlut- verkasetri að því leyti að fyrirfram er ekki vitað hverjir taka þátt. Fyrirkomulagið er þó með sama sniði og allt sem þar fer fram er að vanda algjört trúnaðarmál. Trausti og Maria hlakka til að hitta þátttakendur og kynna fyrir þeim psychodrama-meðferðina, sem að þeirra sögn sameinar gagn og gaman. Í meðferðinni eru aðal- og aukahlutverkin síbreytileg. Eins og í lífinu sjálfu. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2015 NÝTT NÝTT ALEXIS Í stærðum 75-90 D,DD,E,F kr. 8.650,- Buxur kr. 3.550,- Póstsendum hvert á land sem er | Laugavegi 178 | Opið mán-fös 10-18, laugardaga 10-14 | S. 551-2070/551-3366 | www.misty.is LÉTT OG ÞÆGILEGT Str. 36-42 | kr. 2.990,- Á fleiri stöðum en á Íslandi fjölgar erlendum ferðamönnum, til dæmis fjölgaði slíkum í Rússlandi um 16 prósent á fyrsta ársfjórðungi 2015 í samanburði við sama tíma í fyrra. Sumir gætu undrast það, í ljósi þess að ekki hefur umfjöllun um Rússland verið neitt sérlega já- kvæð undanfarin misseri, en ferða- menn hafa áhuga á að skoða heimsminjar um víða veröld, hver svo sem staðan er í viðkomandi landi á pólitíska sviðinu. Margt fagurt er að sjá í Rússlandi og þar er byggingarstíllinn sérstakur með öllum sínum kúplum og dæmi þar um er að sjá á Rauða torginu í Moskvu, þar sem ferða- menn glöddust með litríkar slæð- ur nú í vor. Og rómantísk var hún stundin hjá parinu ferðalúna sem hvíldi sig við einn af gosbrunnum miðbæjarins í Moskvu í liðinni viku. Ferðamönnum fjölgar á fleiri stöðum en á Íslandi AFP Gaman að heimsækja Rússland J.L. Moreno (1889-1974) fæddist í Búk- arest í Rúmeníu 1889, en fluttist á ung- lingsaldri með foreldrum sínum til Vín- arborgar þar sem hann nam læknisfræði og síðan geðlækningar. Árið 1925 fluttist hann til New York og vann þar allan sinn starfsferil. Moreno er fyrst og fremst minnst sem frumkvöðuls í hópmeðferð fólks með geð- rænan vanda. Árið 1932 kynnti hann að- ferðina sem hann kallaði psychodrama fyr- ir Samtökum bandarískra geðlækna og vann síðan í 40 ár við að þróa aðferðafræð- ina, sem byggist á athöfnum fremur en orðum. Sýndu mér – ekki segja mér, var kjörorð hans. Tæknin og aðferðafræðin að baki psychodrama á rætur í leiklist og byggist á því að þau efni sem unnið er með eru sviðsett með aðstoð hópsins sem er til staðar hverju sinni. Frumkvöðull í hópmeðferð fólks með geðrænan vanda JACOB LEVY MORENO J.L. Moreno „Við vitum að allt okk- ar atferli er eitthvað sem við höfum lært ein- hvers staðar með ein- hverjum hætti. Einmitt þess vegna hljótum við alltaf að að geta lært eitthvað nýtt.“ Í dag, fimmtudag, 25. júní: Kl. 10-12.15 Aðferðir og hugmyndafræði psychodrama kynntar fyrir fagfólki í samkomusal Kleppsspítala. Kl. 14-17 Opin vinnustofa í samkomusal Kleppsspítala. Föstudagur 26. júní: Kl. 10-13 Opin vinnustofa í samkomusal Kleppsspítala. Kl. 14.30-16 Opin kynning á psychodrama í Gerðubergi. Aðgangur ókeypis. Laugardagur 27. júní: Opin vinnustofa í samkomusal Kleppsspítala.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.