Morgunblaðið - 25.06.2015, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 2015
F
A
S
T
U
S
_
H
_
3
2
.0
5
.1
5
Fastus ehf., - Velkomin í verslun okkar. Opið mán - fös 8.30 - 17.00
Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900
Resorb Sport
Þegar þú stundar úthaldsíþróttir eins
og hjólreiðar, fjallgöngur, hlaup o.fl.
• Bætir upp vökvatap
• Minnkar líkur á vöðvakrömpum
• Flýtir endurheimt (recovery)
• Bragðgóður og handhægur
• Inniheldur m.a. magnesium
Fæst í fjölmörgum apótekum
Helga Sjöfn Helgadóttir er kúabóndi í Hátúni á Langholti íSkagafirði sem er milli Varmahlíðar og Sauðárkróks. Sjálf erhún frá Laugarbökkum í Lýtingsstaðahreppi. Hún og eig-
inmaður hennar, Gunnlaugur Hrafn Jónsson sem er frá Stóru-Gröf
ytri, eru með 70 mjólkandi kýr, geldneyti og nokkur hross. „Gulli er
aðeins að temja og við förum alltaf í hestaferðir á sumrin og leikum
okkur í kringum hrossin. Við erum búin að plana fimm daga ferð með
góðum hópi á Löngufjörur á Snæfellsnesi í júlí. Þetta eru nokkrir
Skagfirðingar sem fara alltaf saman í hestaferðir á sumrin.“
Helga ætlar ekki að gera neitt sérstakt á afmælisdaginn. „Ég ætla
að sinna bústörfum og dunda mér í garðinum ef veður leyfir. Það hef-
ur verið ansi kalt og öll sveitastörf eru hálfum mánuði á eftir miðað
við í fyrra, heyskapur og slíkt. En þetta kemur allt saman. Ég er með
matjurtagarð og svo var hérna gamall fallegur garður á bænum sem
ég hef verið að halda við.“ Helga og Gunnlaugur keyptu jörðina af
föðurbróður Gunnlaugs og hófu búskap veturinn 2006-2007.
Helga er gjaldkeri Kvenfélags Seyluhrepps og formaður Foreldra-
félags Varmahlíðarskóla. „Ég er ekki í neinum af þessum fjölmörgum
kórum sem eru hérna í Skagafirði en fer reglulega á tónleika með
þeim. Svo er ég í stórskemmtilegum saumaklúbbi sem hittist
reglulega.“
Börn Helgu og Gunnlaugs eru Jón Dagur 21 árs, Dagmar Ólína 15
ára og Hrafn Helgi 10 ára.
Helga og börnin Stödd á Mælifellshnjúki, Skagafjörður í baksýn.
Sveitastörfin hálf-
um mánuði á eftir
Helga Sjöfn Helgadóttir er fertug í dag
Þ
að var sólskin þegar
Gunnar fæddist föstu-
daginn 25.6. 1965 á
Fjórðungssjúkrahúsinu
á Akureyri. Hann ólst
upp í Þorpinu sem sumir kalla Gler-
árhverfi á Akureyri: „Á þeim tíma
var veðrið mun einfaldara, í minn-
ingunni a.m.k.: sól og logn allt sum-
arið og kafaldssnjór allan veturinn.
Akureyri var að vísu afleitur flug-
drekabær enda ekki hægt að halda
dreka á lofti nema með hlaupum eða
hjóla með hann. Annars var frábært
að alast upp í Þorpinu á Akureyri. Á
sumrin var leiksvæðið frá Glerárgili
að smábátahöfninni í Sandgerðisbót.
Það var nóg af brekkum í Þorpinu
fyrir skíði og snjóþotur á veturna.
Ég fylgdi svo ungur í fótspor
Steina bróður míns, fór í skátana og
stundaði útivist af kappi, langar
gönguskíðaferðir um hálendið á
Dr. Gunnar Þór Gunnarsson, hjartalæknir á Akureyri – 50 ára
Á Svíþjóðarárunum Fjölskyldan á hjólreiðaferðalagi. Gunnar Þór og Birna María með Valgerði og Oddnýju.
Læknar, matreiðir og
hjólar af hjartans lyst
Og árin líða Birna María, Oddný með stúdentshúfuna, Gunnar Þór og Sóley.
Reykjanesbær Bjarki
Rafn fæddist 29. ágúst
2014 á LSH í Reykjavík.
Hann vó 4.500 g og var
56 cm langur. Foreldrar
hans eru Steinar Rún-
arsson og Ásgerður
Bjarklind Bjarkadóttir.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is