Morgunblaðið - 25.06.2015, Page 36

Morgunblaðið - 25.06.2015, Page 36
FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 176. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Spá 22 stiga hita 2. Banaslys við Seyðisfjörð 3. Skúli fékk rembingskoss frá Rikku 4. Svona líta venjulegar konur út … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Richard Wagner-félagið á Íslandi hefur frá árinu 1998 árlega styrkt ung- an íslenskan listamann til að fara á Wagner-hátíðina í Bayreuth. Í ár hlýtur Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri styrkinn og er hann sá 19. í röðinni. Meðan á dvöl sinni í Bayreuth stendur nær Þorleifur að sjá þrjár óperusýn- ingar auk þess að njóta fræðslu og fyrirlestra. Þorleifur er ekki ókunnug- ur Wagner, því hann setti upp Lo- hengrin í Augsburg árið 2014 og mun setja upp Siegfried í Karlsruhe vorið 2017. Hann vinnur nú að uppsetningu óperu eftir Önnu Þorvaldsdóttur, sem frumsýnd verður í Þýskalandi í haust. Meðal fyrri styrkþega má nefna Bjarna Thor Kristinsson, Þóru Einarsdóttur, Daníel Bjarnason, Herdísi Önnu Jónas- dóttur og Víking Heiðar Ólafsson. Morgunblaðið/Golli Þorleifur Örn styrk- þegi Wagner-félagsins  Leikfélag Selfoss tekur þátt í leik- listarhátíðinni NoBa sem haldin verð- ur 4.-10. júlí í Thisted á Jótlandi, há- tíð áhugaleikfélaga úr smábæjum í Norður-Evrópu, og mun á henni sýna verkið Kjánar og kynlegir kvistir. Verkinu er lýst sem skemmtilegri blöndu þjóðsagna og þjóðsagnaper- sóna úr hinum íslenska menningar- arfi. Leikfélagið heldur þrjár fjáröfl- unarsýningar á verkinu í Litla leikhúsinu við Sigtún á Selfossi til að safna í ferðasjóð fyrir utanlandsferð- inni, 26. og 27. júní og 2. júlí, og verða einn- ig haldnir tvennir fjáröflunartón- leikar, 27. júní í Litla leikhúsinu og á Café Rosen- berg 30. júní. Safnað fyrir ferð á NoBa á Jótlandi Á föstudag, laugardag, sunnudag, mánudag og þriðjudag Austlæg átt, 3-13 m/s. Yfirleitt bjartviðri nyrðra og vestra og hiti 14 til 22 stig, annars skýjað en úrkomulítið og hiti 8 til 13 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg austlæg eða breytileg átt en 8-13 m/s allra syðst. Bjart með köflum norðan- og vestanlands en annars skýjað að mestu. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast norðan- og vestanlands. VEÐUR „Hún er búin að vera í sjúkrameðferð og lítur mjög vel út. Ég reikna með að hún taki 100% æfingu sem síð- ustu æfingu áður en við för- um til Þýskalands,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriks- dóttur. Aníta hefur glímt við meiðsli í fyrsta skipti á ferlinum en hún er öll að koma til og keppir í 800 metra hlaupi í Þýskalandi á sunnudaginn. »1 Aníta meidd í fyrsta skipti Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunn- þór Jónsson er að leita sér að liði þessa dagana þar sem samningur hans við danska liðið FC Vestsjæll- and rennur út í sumar. Vestsjæll- and er reyndar með þriggja ára samningstilboð á borðinu fyrir Egg- ert en þar sem lið- ið féll úr dönsku úrvalsdeildinni í vor er áhuginn fyrir því ekki mik- ill hjá Eggerti. »3 Eggert ekki spenntur fyrir dönsku B-deildinni Nýliðavalið í NBA-deildinni í körfuknattleik fer fram í nótt og það er Minnesota Timberwolves sem fær fyrsta valið í ár. Næst koma Los Angeles Lakers og Philadelphia 76ers með annað og þriðja val. Fastlega er búist við því að miðherjinn Karl-Anthony Towns úr Kentucky-háskólanum verði valinn manna fyrstur. »2 Spennandi nýliðaval í NBA-deildinni í nótt ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Tryggvi Þór Skarphéðinsson heldur á laugardagsmorgun í hjólför þess stóra hóps sem fer nú hringinn í kringum landið í nafni WOW flug- félagsins. Einmanalegra verður hjá Tryggva en liðunum sem þeysa nú um landið; þeir hjólhesturinn verða tveir saman á hringveginum en hann hlakkar engu að síður mikið til og tilgangur hjólatúrsins er göfug- ur: Tryggvi hyggst safna fé til styrktar Einhverfusamtökunum. „Mig hefur lengi langað rosalega til þess að hjóla hringinn og nú fannst mér rétti tíminn,“ segir Tryggvi, sem er 24 ára. „Til þess að gera þetta enn skemmtilegra vildi ég finna eitthvert mjög gott málefni til að styrkja í leiðinni. Vissi reyndar innst inni að ég þyrfti einhverja pressu til að endast í þessu. Að ég yrði að taka ábyrgð. Annars hefði ég kannski bara snúið við í Mos- fellsbænum ef ég nennti ekki lengra ...“ Allur peningurinn sem safnast fer til styrktar starfi sem Einhverfu- samtökin eru með bæði í Reykjavík og á Akureyri, fyrir 12-20 ára. „Það er frábært starf og mér fannst kjör- ið að styrkja það. Þetta höfðaði mjög til mín, ekki síst vegna þess að bróðir minn er einhverfur.“ Móðir þeirra benti hjólreiðakapp- anum á Einhverfusamtökin. „Ég fór á fund með formanninum, sem lýsti starfinu vel fyrir mér, og eftir það fannst mér liggja í augum uppi að styrkja þau.“ Tryggvi segir hafa verið ótrú- lega skemmtilegt að skipuleggja ævintýrið síðustu vikur „en það skemmtilegasta er auðvitað eftir; að hjóla hringinn“. Tryggvi ólst upp á Akur- eyri en býr nú í höfuð- borginni. „Ég hjólaði mikið þegar ég bjó á Akureyri en þegar ég flutti suður kynntist ég strák sem átti rosalega flott hjól. Fékk þá bakteríuna en lenti svo í slysi; bremsaði snöggt, datt fram fyrir mig og braut fjórar fram- tennur. Eins furðulega og það kann að hljóma fékk ég miklu meiri áhuga eftir slysið! Hef æft með Hjólreiðafélagi Reykjavíkur í tvö ár og hjóla alltaf í vinnuna. Ég bý í miðborginni en vinn á leikskóla í Garðabæ og hjóla 16-20 kílómetra á dag, í og úr vinnu, og fer svo lengri túra inni á milli; stundum 40-50 km æfingatúra með félaginu.“ Hægt verður að fylgjast með ferð Tryggva á Facebook-síðunni Ein- hverfuhringur, á Instagram og á Twitter. Hjólar hringinn fyrir einhverfa  Fall var sannar- lega fararheill í tilfelli Tryggva Ljósmyndir/Hugi Hlynsson Tilbúinn í slaginn Tryggvi Þór hjólar í vinnuna á hverjum degi, alls 16-20 kílómetra fram og til baka. Tryggvi leggur af stað á laugar- dagsmorgun klukkan 10 frá Olís- stöðinni í Norðlingaholti. „Þeir sem vilja styrkja málefnið geta sent SMS í númer sem verð- ur gefið upp í vikunni. Þá renna 1.900 krónur til samtakanna en líka verður hægt að leggja beint inn á reikning þeirra,“ segir Tryggvi. Reikningsnúmer Einhverfusamtakanna er 334-26- 2204 og kennitalan 700179-0289. „Nokkrir félagar mínir ætla að hjóla af stað með mér, nokkra kíló- metra, en eftir það verð ég einn á ferð.“ Upphaflega hugsaði Tryggvi sér að geysast hringinn á einni viku „en af því ég veit ekki almennilega hvað ég er að fara út í ákvað ég að gefa mér meiri tíma. Ég ætla að vera um það bil tvær vikur“. Tek tvær vikur í túrinn STYRKIR GOTT MÁLEFNI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.