Fréttablaðið - 13.07.2015, Blaðsíða 14
13. júlí 2015 MÁNUDAGUR| TÍMAMÓT | 14TÍMAMÓT
George Zimmerman, sem sakaður var um
að hafa skotið hinn sautján ára gamla
blökkumann Trayvon Martin í Flórída
árinu áður með þeim afleiðingum að
hann lést, var sýknaður af öllum ákæru-
liðum þennan dag árið 2013. Talið hafði
verið að um hatursglæp væri að ræða og
vakti málið mikla athygli.
Zimmerman sagðist alla tíð hafa skotið
Martin í sjálfsvörn og féllst kviðdómurinn
í málinu á útskýringu hans þótt Martin
hefði verið óvopnaður. Zimmerman sagð-
ist hafa haldið að Martin væri innbrots-
þjófur því Martin var í hettupeysu en þeir
bjuggu í sama hverfi. Zimmerman tók
virkan þátt í nágrannavörslu hverfisins.
Málið vakti mikið umtal um byssueign
og hatursglæpi í Bandaríkjunum og meira
að segja Barack Obama Bandaríkjaforseti
tjáði sig um málið. Hann sagði að ef hann
ætti son myndi hann trúlega líta út eins
og Martin.
Bandaríska dómsmálaráðuneytið kann-
aði í kjölfar sýknunar hvort hægt væri að
ákæra Zimmerman fyrir hatursglæp en
ákvað að gera það ekki sökum skorts á
sönnunargögnum. - þea
ÞETTA GERÐIST: 13. JÚLÍ 2013
George Zimmerman sýknaður af ákæru
Norðursigling á Húsavík tók
fyrsta rafknúna hvalaskoðunar-
bátinn á Íslandi í notkun í gær.
Báturinn er ekki einungis sá
fyrsti sinnar tegundar á Íslandi
heldur er hann fyrsti báturinn í
heiminum sem hleður rafgeyma
sína þegar siglt er undir seglum
og notar síðan rafmagnið til að
sigla áfram. Báturinn er því laus
við notkun olíu.
„Okkur finnst algjör tímamót
í náttúruskoðun að geta skoðað
náttúruna og ferðast án þess að
menga og án þess að áreita nátt-
úruna. Svo eykur þetta upp lifun
farþeganna, sem eru vanir að
ferðast undir vélardrunum stórra
skipa,“ segir Árni Sigurbjarnar-
son, eigandi Norðursiglingar.
Öll skip Norðursiglingar eru
eikarskip, átta talsins. Fjögur
þeirra eru seglskip. Norðursigl-
ing er stofnuð utan um endur-
byggingu gamalla íslenskra
eikar skipa og miðar fyrirtækið
að verndun umhverfisins. Auk
skipanna er allur bílafloti fyrir-
tækisins rafrænn.
Nýi búnaðurinn í skipinu nýtir
bremsuafl í skrúfunni til að
framleiða rafmagn með rafal inn
á rafgeyma skipsins. Í skipinu
eru fjórir rafgeymar sem hver
vegur yfir sex hundruð kíló-
grömm. Öll tæknin er sérsmíðuð
og sérhönnuð fyrir verkefnið í
samstarfi við fyrirtæki á Norður-
löndunum og víðar í Evrópu.
„Þetta verkefni hófst árið 2012.
Á lokasprettinum höfum við verið
að vinna með geysilega öflugum
hópi. Nú þegar við erum byrjuð
að prófa búnaðinn virðist hann
uppfylla allar okkar væntingar
og kannski gott betur en það,“
segir Árni.
Sigmundur Davíð Gunnlaugs-
son forsætisráðherra tók búnað-
inn formlega í notkun í gær.
thorgnyr@frettabladid.is
Tímamót að geta ferðast án mengunar
Norðursigling á Húsavík tók fyrsta rafknúna hvalaskoðunarbátinn í notkun í gær. Báturinn er sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum.
Eigandinn segir mikil tímamót að geta ferðast án mengunar og segir skipið bæta upplifun farþega til muna. Skipið er gert úr eik.
RAFMAGNSKNÚIÐ Seglskipið Ópal að
hlaða rafmagni inn á rafhlöður skipsins
með bremsukrafti skrúfunnar.
MYND/NORÐURSIGLING
Okkur
finnst algjör
tímamót í
náttúru-
skoðun að
geta skoðað
náttúruna og
ferðast án þess að menga
og án þess að áreita
náttúruna.
Árni Sigurbjarnarson,
eigandi Norðursiglingar.
MERKISATBURÐIR
100 f.Kr. Gaius Júlíus Sesar fæðist.
574 Jóhannes þriðji segir af sér sem páfi.
1573 Sjö mánaða umsátri um
Haarlem lýkur en það var hluti af
Áttatíu ára stríðinu.
1772 James Cook hefur leit sína að
Terra Australis, heimsálfu í Suður-
höfum.
1793 Charlotte Corday myrðir
franska byltingarmanninn Jean-Paul
Marat í baði hans.
1837 Viktoría Bretadrottning flytur í
Buckinghamhöll, fyrst breskra þjóð-
höfðingja.
1878 Serbía, Svartfjallaland og
Rúmenía fá sjálfstæði frá Tyrkjaveldi
með Berlínarsáttmálanum.
1973 Forsætisráðherra Bretlands,
Harold Macmillan, rekur sjö ráð-
herra í ríkisstjórn sinni.
1973 Eldfjallið í Heimaey hlýtur
nafnið Eldfell að tillögu örnefna-
nefndar.
1985 Live Aid-tónleikarnir fara fram
í London, Fíladelfíu og víðar.
2014 Þjóðverjar sigra Argentínu-
menn 1-0 í úrslitaleik HM í knattspyrnu.
FAGNAÐ Sigmundur Davíð Gunnlaugs-
son forsætisráðherra ávarpar gesti.
MYND/NORÐURSIGLING
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:5
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
5
1
-7
6
2
C
1
7
5
1
-7
4
F
0
1
7
5
1
-7
3
B
4
1
7
5
1
-7
2
7
8
2
8
0
X
4
0
0
2
B
F
B
0
4
8
s
_
1
2
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K