Fréttablaðið - 15.07.2015, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.07.2015, Blaðsíða 2
15. júlí 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2 EVRÓPA Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) telur Grikki þurfa mun meiri aðstoð en evrusvæðis- ríkin sömdu um að veita á mánudagsmorgun. Þetta kemur fram í skýrslu AGS sem fréttastofa Reuters kom höndum yfir í gær. AGS telur þrjá kosti í stöðunni fyrir Grikki. Í fyrsta lagi að Grikkjum verði gefin þrjátíu ár þar sem ríkið þarf ekki að borga af lánum, í öðru lagi að Grikkjum verði veitt lán á hverju ári og í þriðja lagi að fella niður hluta af skuldum þeirra. AGS telur því samninginn sem náðist ekki full- nægjandi fyrir Grikki. Heimildarmaður Reuters hermir að leiðtogar evrusvæðisins hafi vitað af áhyggjum AGS áður en samið var. Fleiri hafa lýst yfir áhyggjum yfir samningn- um. Gerhard Schick, þingmaður Græningja í Þýskalandi, sakaði fjármálaráðherrann Wolf- gang Schäuble um að haga sér á virkilega hættu- legan hátt þegar hann lagði til að Grikkir myndu yfirgefa evrusvæðið tímabundið. Þingmaður vinstriflokksins Linke, Dietmar Bartsch, sakaði Angelu Merkel kanslara og Schäuble um að kúga Grikki. Marine Le Pen, formaður frönsku Þjóðfylk- ingarinnar, sakaði François Hollande, forseta Frakklands, um að beita sér ekki fyrir þjóðar- hagsmunum, einungis hagsmunum Evrópu. - þea Punktar úr skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um ástand gríska efnahagskerfisins láku út í gærmorgun: AGS segir Grikki þurfa mun meiri aðstoð HÆTTULEGUR Þingmenn stjórnarandstöðu- flokka í Þýskalandi lýstu yfir óánægju sinni með störf fjármálaráðherrans Wolfgangs Schäuble í gær. NORDICPHOTOS/AFP LANDBÚNAÐUR Kalt vor og rign- ingasamt sumar hefur valdið því að heyskapur í sveitum landsins hefur dregist úr hófi fram. Víða á Austurlandi er heyskapur ekki hafinn. Borgar Páll Bragason, fag stjóri í nytjaplöntum hjá Ráðgjafar- miðstöð landbúnaðarins, segir að seinkunin um allt land nemi að meðaltali tveimur til þremur vikum. „Það sem gerðist hjá sauð- fjárbændum var að þeir þurftu að vera með féð lengur á túnum því afréttirnar voru seinni til. Það þýðir að þetta dregst enn lengur hjá þeim.“ Maímánuður var sá kaldasti á Íslandi í yfir þrjátíu ár. Það olli því að spretta á túnum var hæg lengi vel. Þegar væta og rigningar hafi tekið við var ekki hægt að hefja sláttinn. Ekki er hægt að binda blautt hey. „Það er bara ekkert byrjað að slá hérna, það er bara svoleiðis,“ segir Jóhann G. Jóhannsson, kúa- bóndi á bænum Breiðavaði á Aust- urlandi. Rigningar hafa orðið til þess að heyskapur er enn ekki hafinn. Nú er svo komið að seinni sláttur, sem að öllu eðlilegu ætti að fara fram í ágúst, er í algjöru uppnámi. „Við erum að tala um seinni slátt ekki fyrr en í september með þessu áframhaldi. Það er margt sem bendir til þess að þá verði farið að snjóa hérna. Þetta er alveg komið á síðustu mörk, að menn nái endurslætti. Ég hef ekki trú á því að hann verði mikill ef það kemur ekki gott veður strax,“ segir Jóhann. Eigi heyið að vera sem næring- arríkast fyrir skepnurnar skiptir líka máli að það spretti ekki um of áður en það er slegið. Jóhann segir að ofvöxtur í heyi þýði aukin fjár- útlát fyrir bændur í kjarnfóður. „Það er ljóst að þetta er farið að skaða kúabændur hér. Einhverjir gætu lent í verulegum vandræðum ef þeir ná ekki að tvíslá einhvern hluta af túnunum. Þetta er bara fjárhagsskaði sem menn verða fyrir ef þeir ná ekki að heyja.“ Jóhann segist ekki muna eftir annarri eins tíð að sumri til síðan hann hóf búskap. „Það er rigning hér hvern einasta dag. Það hafa verið rigningar hér áður en ekki svona stöðugt. Svo er miklu kald- ara hér en hefur verið í mörg ár. Það fer ekki yfir tíu stig, sem er mjög sjaldgæft.“ snaeros@frettabladid.is Heyskapur fer hægt af stað um land allt Sláttur hjá bændum á Austurlandi hefur dregist vegna mikilla rigninga. Seinni sláttur um allt land er í uppnámi. Slæm heyskapartíð getur haft í för með sér fjár- hagstjón fyrir bændur. Þeir búa sig undir að kaupa kjarnfóður í stórum stíl. NÝSLEGIÐ Hjá kúabændum í Skagafirði er nýbúið að slá. Þar var spretta lakari en verið hefur síðastliðin ár. MYND/ÞÓRUNN RÖGNVALDSDÓTTIR Það er ljóst að þetta er farið að skaða kúa- bændur hér. Þetta er bara fjárhagsskaði sem menn verða fyrir ef þeir ná ekki að heyja. Jóhann G. Jóhannsson VEÐUR SJÁ SÍÐU 18 Víða hægur vindur en norðaustan 5-13 m/s norðvestantil. Á Suður- og Vesturlandi nær sólin að skína meira en síðustu daga. Skýjað veður norðanlands og dálítil rigning fram eftir degi, en þurrt að mestu á Austurlandi. FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM KJARAMÁL Ríflega sjötíu prósent hjúkrunarfræðinga hafa greitt atkvæði um nýjan kjarasamning Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við íslenska ríkið. Mikill fjöldi hjúkrunarfræðinga sem Fréttablaðið ræddi við ætlaði að hafna samningnum. Formaður félagsins, Ólafur G. Skúlason, lítur ekki svo á að ef hjúkrunarfræðingar felli samning- inn samsvari það einhvers konar vantraustsyfirlýsingu á hann. „Nei, alls ekki. Þetta voru sérstakar aðstæður sem við vorum að semja við.“ Ólafur segir að hjúkrunarfræð- ingar líti svo á að verði samningur- inn felldur hafi náðst samkomulag á samningstímabilinu sem komi í veg fyrir að málið fari fyrir gerðardóm. Ríkið er, að sögn Ólafs, ósam- mála þessari túlkun. „Við munum að öllum líkindum sækja það fyrir dómstólum.“ Niðurstaða kosningarinnar verður kynnt klukkan tvö í dag. - snæ Margir spá því að hjúkrunarfræðingar felli samning um 18,6% hækkun: Met kjörsókn um kjarasamning LYFJAGJÖF Fjölmargir hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp á síðastliðnum vikum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÓLAFUR G. SKÚLASON SAMFÉLAG Samtals voru 4.757 manns skráðir án atvinnu hjá Vinnumálastofnun í júní síðast- liðnum og hafði þá fækkað um 400 frá því í maí. Skráð atvinnuleysi var 2,6 pró- sent í júní og að meðaltali voru 2.086 karlar á atvinnuleysisskrá en 2.671 kona. Þetta kemur fram í nýbirtu yfirliti Vinnumálastofn- unar um atvinnuástand í júní. Atvinnulausum fækkaði að með- altali um 151 á höfuðborgarsvæð- inu og var atvinnuleysi þar 2,9 prósent í júní. Á landsbyggðinni fækkaði atvinnulausum um 249 frá maí og var atvinnuleysi þar 2,1 prósent. - ngy Atvinnuleysi hefur minnkað: 4.757 atvinnu- lausir í júní STJÓRNSÝSLA Niðurrif forstjóra- bústaðar Orkuveitu Reykjavík- ur við Þingvallavatn kostar 3,6 milljónir króna. Alls fóru 8,9 milljónir í að endurbæta húsið á árunum 2008 til 2012. Gert er ráð fyrir að bústaðurinn verði á braut og lóðin hulin mosa í síðasta lagi 31. ágúst. Eigendum tíu sumarhúsa á sama svæði stendur til boða fimmtán ára framlenging á lóðar- leigusamningum sem flestir runnu út á árunum 2013 og 2014. Vegna sjónarmiða um vatnsvernd á Nesjavallajörðinni er stefna OR að húsin hverfi síðan með tím- anum. - gar Endalok forstjórabústaðar: Niðurrif kostar 3,6 milljónir INDLAND 27 pílagrímar létust þegar þeir tróðust undir við heilaga fljótið Godavari í Andhr Pradesh-héraði í suðurhluta Indlands í gær. Atvikið átti sér stað þegar pílagrímar böðuðu sig í fljótinu en aðrir sem stóðu á bakkanum og vildu komast að sköpuðu troðning. Mikil ringulreið einkenndi þvöguna, konur og börn hrópuðu á hjálp og lögregla náði ekki að dreifa mannfjöldanum fyrr en eftir tuttugu mínútur. Rúmlega 24 milljónir pílagríma taka þátt í tólf daga hátíðarhöldum en hindúar trúa því að bað í fljótinu heilaga muni hreinsa þá af synd- um sínum. - srs Tugir milljóna pílagríma taka þátt í hátíðarhöldum hindúa: 27 tróðust undir við heilagt fljót FLJÓTIÐ HELGA Mikill troðningur skapaðist við ána Godavari og lögregla mátti sín lítils við að draga úr ringulreiðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :5 9 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 1 -0 9 8 C 1 7 5 1 -0 8 5 0 1 7 5 1 -0 7 1 4 1 7 5 1 -0 5 D 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 4 8 s _ 1 4 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.