Fréttablaðið - 15.07.2015, Blaðsíða 20
| 4 15. júlí 2015 | miðvikudagur
ÚTTEKT
Jón Hákon Halldórsson
jonhakon@frettabladid.is
Það er lykilatriði fyrir íslenskan
byggingariðnað að ná auknu jafn-
vægi á milli framboðs og eftir-
spurnar innan greinarinnar til
að efl a samkeppnishæfni hennar.
Þetta eru á meðal helstu niður-
staðna í nýrri meistararitgerð í
stjórnun og stefnumótun sem Guð-
rún Ingvarsdóttir, arkitekt og verk-
efnastjóri þróunarverkefna hjá
Búseta, vann við viðskiptafræði-
deild Háskóla Íslands.
Markmið ritgerðarinnar var að
greina leiðir til efl ingar samkeppn-
ishæfni íslensks byggingariðnaðar
í kjölfar efnahagshruns. Í ritgerð-
inni er varpað ljósi á það hverjir
skipa klasa íslensks byggingar-
iðnaðar og hverjar helstu áskor-
anirnar eru sem klasinn stendur
frammi fyrir. Einnig er fjallað um
það hvaða umbótarverkefni eru til
þess fallin að efl a samkeppnishæfni
klasans.
Megingagnaöfl un í verkefni Guð-
rúnar fór fram á STEFNUmóti
íslensks byggingariðnaðar sem var
haldið í nóvember 2014. þar komu
tæplega 200 aðilar þvert á bygg-
ingariðnaðinn saman til umræðna
og skoðanaskipta um stöðu og sókn-
arfæri.
Miklar sveiflur
Hlutdeild byggingariðnaðar í
vergri landframleiðslu einkenn-
ist af verulegum sveifl um. Sam-
kvæmt tölum Hagstofunnar fór
hún hæst í 12 prósent af vergri
landsframleiðslu árið 2008 en eftir
efnahagshrunið snarminnkaði hún
og hefur að meðaltali legið í um
fi mm prósentum. Þátttakendur á
STEFNUmóti íslensks bygging-
ariðnaðar töldu helstu veikleika
íslensks byggingariðnaðar meðal
annars vera sveifl ukennt ástand í
hagkerfi og þau áhrif sem þessar
sveifl ur hafa haft á bólumyndun
eða atvinnuleysi. Þeir töldu að stöð-
ugleika vantaði og að skammsýni,
skipulagsleysi og metnaðarleysi
væri ríkjandi. Í umræðum vinnu-
hópa kom fram að á árunum eftir
hrun hefðu ríki og sveitar félög gert
nákvæmlega það sem ekki hefði átt
að gera. Það er, keyra upp opinbera
fjárfestingu í uppsveifl u og draga
svo saman áður óþekkt umsvif
þegar verr áraði. Grundvöllur stöð-
ugleika væri að stjórnvöld settu sér
langtímamarkmið og tækju bygg-
ingariðnaðinn inn í sem þátt í opin-
berri stefnumótun.
Innleiðing reglugerðar
Þátttakendur á STEFNUmóti voru
spurðir um viðhorf sitt til reglu-
gerðarumhverfis og neytenda-
verndar. Í báðum tilvikum gætti
fremur neikvæðs viðhorfs. Enginn
þátttakandi var mjög ánægður með
reglugerðarumhverfi ð og einungis
eitt prósent þátttakenda var mjög
ánægt með neytendavernd. Aðilar
úr stjórnsýslunni voru ánægðast-
ir allra hópa með reglugerðarum-
hverfi og óánægðastir allra með
stöðu neytendaverndar.
Þátttakendum STEFNUmóts
þótti innleiðing byggingarreglu-
gerðarinnar frá árinu 2012 ein-
kennast af hraða, lélegri kynningu
og takmörkuðu samráði, sem þó
hefði batnað nokkuð þegar leið á.
Kalla hefði þurft eftir meira sam-
ráði við stoðkerfi og verktaka, gefa
sér betri tíma í það ferli og taka
færri skref í einu. Rætt var um
nauðsyn þess að kynna breyting-
ar á lögum og reglugerðum betur
og að auka þyrfti tengsl milli ráðu-
neyta og iðnaðar. Þá kom fram að
færa þyrfti málaflokkinn undir
eitt ráðuneyti í stað þess að hann
heyrði undir bæði umhverfi s- og
auðlindaráðuneyti og atvinnuvega-
ráðuneytið eins og nú er.
Þá gætti fremur neikvæðs við-
horfs á meðal þátttakenda til
samningaumhverfi sins og útboðs-
mála sem eru ríkjandi í íslenskum
byggingariðnaði. Mestrar ánægju
gætti hjá fulltrúum fasteignafélaga
og fjármögnunar þar sem 32 pró-
sent voru frekar eða mjög ánægð
með stöðu mála. Ýmis gagnrýni
kom fram á ýmsa þætti í tengslum
við útboðsform, matsaðferðir og
gerð verklýsinga. Gagnrýnt var
að í opinberum útboðum væri öðru
fremur horft á fjárhagslega þætti
þó ljóst væri að besta tilboðið væri
ekki alltaf það lægsta. Þetta ýtti
undir átakahefð. Stjórnvöld voru
gagnrýnd fyrir að „stýra“ verkefn-
um inn í stærri fyrirtæki. Með því
væri stuðlað að skertri samkeppni
enda væru aðeins örfá stærri fyrir-
tæki starfandi. Jafnframt var bent
á að hjá fl estum stýriverktökum
væri öll vinna aðkeypt og því væri
í raun verið að framselja samnings-
stöðu til stýriverktakans. Þetta
væri óábyrgt gagnvart minni fyrir-
tækjum í verktakaiðnaði sem mörg
hver væru sérhæfðari en þau stóru.
Til að stuðla að bættu rekstrar- og
starfsumhverfi væri mikilvægt að
stuðla að fjölbreyttari útboðsleið-
um. Þá var rætt um að útboðsgögn
og verklýsingar væru víða léleg.
Algengt væri að verktími væri of
knappt áætlaður og stuðlaði það
að skertum gæðum og óhófl egum
þrýstingi á verktakafyrirtæki. Þá
var bent á að tækifæri til umbóta
lægju í aukinni nýtingu upplýsinga-
tækni og var útboðsþingi Samtaka
iðnaðarins hrósað.
Viðskiptasiðferðið er vandamál
Miðað við niðurstöður STEFNU-
móts er viðskiptasiðferði í bygg-
ingariðnaðinum nokkurt vanda-
mál. Sjötíu og tvö prósent þeirra
sem þátt tóku voru mjög eða frekar
óánægð með stöðu mála en enginn
þátttakenda reyndist mjög ánægð-
ur með þennan þátt. Jákvæðast-
ir voru fulltrúar fasteignafélaga
og fjármálastofnana (23 prósent)
en enginn fulltrúi stjórnsýslu var
jákvæður gagnvart stöðu viðskipta-
siðferðis. Þá var mikill meirihluti
þátttakenda, eða 85 prósent, mjög
eða frekar sammála því að svört
atvinnustarfsemi væri vandamál
innan iðnaðarins. Níutíu prósent
voru sammála því að svört atvinnu-
starfsemi veikti samkeppnisstöðu
fyrirtækja í iðnaðinum. Skiptari
skoðanir voru um hvort svört
atvinnustarfsemi væri vaxandi
vandamál í iðnaðinum, en 51 pró-
sent taldi svo vera en 13 prósent
þátttakenda voru frekar eða mjög
ósammála því.
Álíka skýrar línur mátti sjá í
umræðunum hvað varðaði sið-
ferðistengda þætti. Kvartað var
yfi r kennitölufl akki og tækifær-
ismennsku sem ríkjandi væri og
bent á að iðnaðarmenn þyrftu að
bæta virðingu og siðferði í störf-
um sínum. Þá var rætt um siðleysi
meðal stærri verktakafyrirtækja
sem hefðu „hreðjatök“ á sveitar-
stjórnum. Þá var rætt um að stýri-
og aðalverktakar hlunnfæru víða
undirverktaka sína með tilheyrandi
áhrifum niður keðjuna. Þá töldu
þátttakendur að auka þyrfti mark-
visst samstarf iðnaðarins með fjár-
málastofnunum með það að mark-
miði að laga fjármögnunarleiðir að
framkvæmdaferli og stuðla að heil-
brigðari fjárhag aðila niður fram-
leiðslukeðjuna.
Mikilvægt að bæta menntun
Á STEFNUmóti var mikið rætt
um iðnnám og hvernig mögulega
mætti efl a það. Menn lýstu áhyggj-
um af því hve fáir stunda iðnnám
og hver ímynd þess væri. Auka
þyrfti virðingu fyrir því og jafna
rétt þess gagnvart bóknámi. Þá
var rætt um að gamla meistara-
kerfi ð væri úrelt. Erfi tt væri fyrir
atvinnurekendur að taka nemendur
við þær rekstraraðstæður sem hér
ríktu og mikilvægt að hið opinbera
styddi við starfsnámssamninga
með fjárframlagi líkt og gert væri
með annað nám. Á móti mætti gera
meiri kröfur á meistara um gæði
námsins.
Skammsýni og skipulagsleysi ríkjandi
Sveiflur í byggingariðnaði eru of miklar og skammsýni, skipulagsleysi og metnaðarleysi ríkjandi. Auka þarf
virðingu fyrir iðnnámi. Gamla meistarakerfið þykir úrelt og hið opinbera þarf að styðja betur við starfsnám.
NÝBYGGINGAR Það gætti fremur neikvæðs viðhorfs á meðal þátttakenda STEFNUmóts til samningaumhverfisins og útboðsmála sem eru ríkjandi í íslenskum byggingariðnaði. Gagnrýnt var að í opinberum útboðum væri öðru fremur
horft á fjárhagslega þætti þó ljóst væri að besta tilboðið væri ekki alltaf það lægsta. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRIMARÍNÓ
12%
var hluti byggingariðnaðar-
ins í vergri landsframleiðslu
þegar hann fór sem hæst á
árunum fyrir bankahrun.
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:5
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
_
N
Ý.
p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
5
2
-B
7
1
C
1
7
5
2
-B
5
E
0
1
7
5
2
-B
4
A
4
1
7
5
2
-B
3
6
8
2
8
0
X
4
0
0
6
A
F
B
0
4
8
s
_
1
4
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K