Fréttablaðið - 15.07.2015, Blaðsíða 42
15. júlí 2015 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 26
FH 1. SÆTI
Hvað vantar?
Ekkert er stutta svarið. FH-ingar eru
með besta hópinn og eru að auki búnir
að kalla Emil Pálsson til baka frá Fjölni.
Hringja kannski í
Erlendan markvörð. Róbert Örn Óskars-
son vinnur fá stig og hefur aðeins
haldið hreinu í tveimur deildarleikjum.
➜ Emil Pálsson (úr láni)
VALUR 4. SÆTI
Hvað vantar?
Ólafur Jóhannesson vill fá þrjá leik-
menn í glugganum. Hann er væntan-
lega að horfa til hægri bakvarðar,
miðjumanns og framherja til vara.
Hringja kannski í
Niclas Vemmelund, Emil Atlason,
Guðjón Pétur Lýðsson, Elfar Árna Aðal-
steinsson, Guðmund Atla Steinþórsson.
FYLKIR 7. SÆTI
Hvað vantar?
Hægri bakvörð og miðjumann og jafn-
vel markvörð. Það er spurning hvort
Ólafur Ingi Skúlason, sem er án félags,
snúi aftur í Árbæinn.
Hringja kannski í
Ólaf Inga Skúlason, Niclas Vemme-
lund, Sebastien Uchechukwu Ibeagha,
Archange Nkumu.
VÍKINGUR 10. SÆTI
Hvað vantar?
Víkingar eru búnir að fá serbneskan
framherja en þurfa meira fram á við.
Einnig hægri bakvörð og miðjumann.
Hringja kannski í
Emil Atlason, Niclas Vemmelund, Daða
Bergsson, Elfar Árna Aðalsteinsson,
Sebastien Uchechukwu Ibeagha.
➜ Vladimir Tufegdzic
Hvað gera liðin í glugganum?
Fréttablaðið hefur sett
saman þarfagreiningu
fyrir liðin tólf í Pepsi-
deild karla í fótbolta en
félagaskiptaglugginn
opnast aft ur í dag. Mörg
liðanna, á toppi sem
botni, gætu grætt mikið
á liðstyrk fyrir
lokakafl a
mótsins. KR 2. SÆTI
Hvað vantar?
KR er búið að fá framherja en þarf
helst að styrkja bakvarðarstöðurnar
með leikmönnum sem eru bakverðir
að upplagi.
Hringja kannski í
Niclas Vemmelund, Guðmund Reyni
Gunnarsson.
➜ Hólmbert Aron Friðjónsson
FJÖLNIR 5. SÆTI
Hvað vantar?
Fjölnismenn eru búnir að ná í tvo leik-
menn, Neftalí og Chopart, en þurfa enn
miðjumann til að fylla skarð Emils Páls.
Hringja kannski í
Egil Jónsson, Gunnlaug Hlyn Birgisson,
Sebastien Uchechukwu Ibeagha, Pape
Mamadou Faye.
➜ Jonatan Neftalí, Kennie Chopart
ÍA 8. SÆTI
Hvað vantar?
Miðjumann, miðvörð og kantmann.
Sóknarleikur ÍA hefur batnað til mikilla
muna í síðustu leikjum en Skagamenn
geta enn bætt vörnina og miðjuna.
Hringja kannski í
Gunnlaug Hlyn Birgisson, Aron Heiðdal,
Daða Bergsson, Sebastien Uchechukwu
Ibeagha, Archange Nkumu.
ÍBV 11. SÆTI
Hvað vantar?
Gunnar Heiðar Þorvaldsson er snúinn
aftur heim og styrkir Eyjaliðið gríðar-
lega en það þarf að styrkja miðjuna.
Hringja kannski í
Egil Jónsson, Aron Heiðdal, Sebast-
ien Uchechukwu Ibeagha, Archange
Nkumu, Jón Gunnar Eysteinsson.
➜ Gunnar Heiðar, Jose Enrique
BREIÐABLIK 3. SÆTI
Hvað vantar?
Framherja og/eða kantmann. Átján
mörk í fyrri umferðinni er ekkert til
að skammast sín fyrir en Blikar þurfa
meiri slagkraft fram á við ætli þeir sér
að berjast um titilinn allt til loka.
Hringja kannski í
Þorstein Má, Dion Jeremy Acoff, Emil
Atlason, Ævar Inga Jóhannesson.
STJARNAN 6. SÆTI
Hvað vantar?
Stjörnumenn hafa aðeins skorað 13
mörk og þurfa meira púður í sóknar-
leikinn. Og kannski alvöru gras á völlinn
en Stjarnan hefur ekki enn unnið
heimaleik í sumar.
Hringja kannski í
Emil Atlason, Erik Tönne, Elfar Árna
Aðalsteinsson.
LEIKNIR 9. SÆTI
Hvað vantar?
Leiknismenn eru komnir í bullandi
fallbaráttu og þurfa að styrkja sig. Helst
með framherja eða framliggjandi leik-
mönnum en liðið hefur aðeins skorað
tólf mörk í fyrri umferðinni.
Hringja kannski í
Gunnlaug Hlyn Birgisson, Daða Bergs-
son, Brynjar Jónasson, Pape Mamadou
Faye, Brynjar Benediktsson.
KEFLAVÍK 12. SÆTI
Hvað vantar?
Allt. Keflavík er í afar vondri stöðu og
stefnir hraðbyri niður í 1. deild. Það
þarf nánast leikmenn í allar stöður.
Hringja kannski í
Aron Heiðdal, Pape Mamadou Faye,
Daða Bergsson, Farid Zato, Jón Gunnar
Eysteinsson, Gunnlaug Hlyn Birgisson.
➜ Chuck Chijindu
PEPSI DEILD KVENNA
AFTURELDING - VALUR 1-5
0-1 Elín Metta Jensen (12.), 0-2 Katia Maanane
(16.), 0-3 Vesna Elísa Smiljkovic (32.), 0-4 Hildur
Antonsdóttir (42.), 1-4 Gunnhildur Ómarsdóttir
(69.), 1-5 Katia Maanane (75.) .
KR - STJARNAN 0-1
0-1 Ana Victoria Cate (37.).
ÞRÓTTUR R. - BREIÐABLIK 0-2
0-1 Fanndís Friðriksdóttir (19.), 0-2 Fanndís (81.)
Fanndís er komin með fjórtán mörk í deildinni.
SELFOSS - FYLKIR 0-1
0-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (52.).
STAÐA EFSTU LIÐA
Breiðablik 10 9 1 0 31- 2 28
Stjarnan 10 8 0 2 25-6 24
Selfoss 10 5 2 3 17- 10 17
Valur 9 6 0 3 22-17 18
ÍBV 10 5 1 4 22-14 16
Fylkir 10 5 1 4 17-17 16
Þór/KA 9 3 3 3 17-17 12
Stig hinna: KR 6, Þróttur R. 2, Afturelding 1
HETJAN Í GÆR Ana Victoria Cate
fagnar sigurmarki sínu með liðsfélögum
sínum í Stjörnunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
HVER FÆR
ÞORSTEIN?
Þorsteinn Már
Ragnarsson hefur
minnt á sig í síðustu
leikjum KR.
FÓTBOLTI Stjörnumenn eru hvergi
bangnir fyrir fyrsta Meistara-
deildarleikinn í sögu félagsins
þrátt fyrir slakt gengi hér heima.
„Þetta er frábær tímapunkt-
ur fyrir okkur að fá þennan leik
núna. Okkur hefur ekki gengið
sem skyldi í deildinni og það er
fínt að þjappa okkur saman og
það er mjög gott fyrir mig að hafa
alla leikmennina hjá mér í nokkra
daga,“ segir Rúnar Páll Sigmunds-
son, þjálfari Stjörnunnar, sem var
að klára æfingu á Celtic Park
þegar Fréttablaðið heyrði í honum
í gær. „Ég stend núna úti á miðjum
velli og það eru truflaðar aðstæður
hérna. Það er draumur að spila við
svona aðstæður,“ sagði Rúnar.
Celtic sló KR út úr forkeppni
Meistaradeildarinnar í fyrra.
„Við þurfum að spila gríðarlega
öfluga vörn og reyna að halda
markinu hreinu. Við vitum að
það verður erfitt en við ætlum að
leggja líf og sál í það. Við höfum
bullandi trú á því að við getum
strítt þeim hérna þrátt fyrir
að það hafi ekki gengið vel hjá
okkur í deildinni. Þetta er önnur
keppni og menn eiga að geta farið
á næsta „level“ eins og við gerð-
um í Evrópukeppninni í fyrra.
Það gefur hverjum einasta leik-
manni svo mikinn neista að spila
í svona móti og vonandi náum við
góðum leik. Það þurfa allir að eiga
sinn besta leik ef við ætlum að ná
góðum úrslitum,“ sagði Rúnar sem
hlakkaði mikið til leiksins. „Þetta
er skemmtilegt móment og það að
fá að spila á móti svona frægu liði
eins og Celtic er ekkert verra,“
sagði Rúnar Páll að lokum. - óój
Frábær tímapunktur
Stjörnumenn mæta Celtic í Meistaradeildinni í kvöld.
FIMM MÖRK Ólafur Karl Finsen var
öflugur í Evrópuævintýrinu í fyrra.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
SPORT
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:5
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
5
2
-8
F
9
C
1
7
5
2
-8
E
6
0
1
7
5
2
-8
D
2
4
1
7
5
2
-8
B
E
8
2
8
0
X
4
0
0
5
B
F
B
0
4
8
s
_
1
4
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K