Fréttablaðið - 15.07.2015, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 15.07.2015, Blaðsíða 36
15. júlí 2015 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 20 Umsóknarfrestur 1. september Rannsóknasjóður „Þetta er stærsta áskorunin hingað til,“ segir Anna Jónsdótt- ir sópran um tónleikana í Stef- ánshelli í Hallmundarhrauni annað kvöld, fimmtudag, klukk- an átta. Hún ætlar að syngja þar íslensk þjóðlög án undirleiks og eftir sínu höfði auk þess að lýsa sögu laganna. Páll Guðmundsson í Húsafelli ætlar að auðga viðburðinn með því að spila á steinhörpuna tvö lög eftir sjálfan sig, við sléttu- bönd eftir afa sinn og alnafna. „Mér er sérlegur fengur að því að fá Pál með mér. Lögin hans eru ákaflega falleg og í anda þjóðlaganna. Hann tók líka vel í að koma þarna fram enda er hell- irinn í túnfætinum hjá honum.“ Þetta eru áttundu tónleikar Önnu í röðinni Uppi og niðri og þar í miðju og hún hefur þegar sungið í tveimur hellum, Vatns- helli á Snæfellsnesi og Kletts- helli í Vestmanneyjum. En gam- anið hófst í gömlum tanki norður í Djúpavík á Ströndum. Anna ætlar í Stefánshelli í dag að koma þar fyrir kertum og tröppum því fólk þarf aðeins að stíga niður í hellinn. Hún segir umhverfið geggjað. En hvern- ig er leiðin? „Þeir sem koma úr Reykjavík beygja af þjóðveg- inum rétt áður en komið er að Borgarfjarðarbrúnni. Svo er keyrt gegnum Húsafell, fram hjá Kalmanstungu og aðeins lengra en Surtshellir.“ - gun Umhverfi ð er geggjað Stefánshellir í Hallmundarhrauni breytist í tónleika- sal annað kvöld þegar Anna Jónsdóttir syngur þar þjóðlög og Páll á Húsafelli leikur á steinhörpu. SÖNGKONAN Anna ætlar að koma fyrir kertum og stiga í hellinum í dag og taka nokkra tóna með Páli. MENNING TÓNLIST ★★★★ Sumartónleikar í Skálholti laugardaginn 11. júlí. Kórinn Hljómeyki flutti tónlist eftir Stefán Arason. Sumartónleikar í Skálholti hafa verið fastur liður í menningarlíf- inu í rúm fjörutíu ár. Hátíðin var lengi afar vegleg en hefur mátt þola gríðarlegan niðurskurð á síð- ustu misserum. Í ár stendur hátíðin á tímamót- um. Sigurður Halldórsson, sem hefur verið listrænn stjórnandi, sagði starfi sínu lausu nýverið og með honum var staðan lögð niður. Í staðinn tók við listrænt teymi sem vinnur launalaust. Það tekur virkan þátt í tónleikunum sem tón- skáld, flytjendur eða leiðbeinendur á vinnustofum hátíðarinnar. Þetta eru þau Sigurður Halldórsson sem fyrr var nefndur, auk Elfu Rúnar Kristinsdóttur fiðluleikara og Huga Guðmundssonar tónskálds. Hvort peningarnir eru betur nýtt- ir með þessu fyrirkomulagi verður að koma í ljós. Tónleikar laugardagsins voru a.m.k. fínir. Þar voru flutt kór- verk eftir Stefán Arason, en hann hefur ekki verið mjög áberandi í tónleikalífinu hérlendis undanfar- ið. Hann hefur líka verið búsettur í Danmörk um árabil. Kórinn Hljómeyki söng verkin, sem voru öll án undirleiks. Tón- leikarnir hófust á því að kórinn gekk inn í kirkjuna syngjandi lag sem hét viðeigandi nafni: Syngið nýjan söng! Laglínan var falleg, hún var einföld en grípandi. Smám saman varð tónlistin þó flóknari. Hluti kórsins brá sér þá gjarnan í hlutverk undirleikshljóðfæris, myndaði liggjandi hljóma sem féll einkar vel að söng hinna kórmeð- limanna. Um var að ræða ómstríða hljómaklasa sem voru fallega útfærðir af kórnum. Í það heila var tónlistin þung, jafnvel þunglyndisleg, og sver sig þannig í ætt við gríðarlegt magn íslenskra tónverka sem hafa trúar- lega skírskotun. Það er eins og að gleði og kristin trú séu algerlega ósamræmanleg hugtök í huga íslenskra tónskálda! Hér með er ég ekki að gera lítið úr Stefáni; tón- listin hans var vönduð og hugvit- samleg, tók óvæntar sveigjur sem voru samt eðlilegar; uppbyggingin var sannfærandi og full af stemn- ingu. Alvarleg tónlist getur verið heillandi líka. Sérstaklega verður að nefna stórt og mikið verk, Future Requiem við ljóð eftir Jens Carl Sanderhoff. Innblásturinn er fenginn frá kaþólskri sálumessu, kaflarnir eru þeir sömu og í mess- unni, en textarnir eru nýir. Þetta eru dapurlegar hugleiðingar um hinstu rök tilverunnar, dauðann og tilganginn með lífinu, ef hann er þá einhver. Rétt eins og hinar tónsmíðarnar var andrúmsloftið dökkt, tónmálið var margbrotið og sumpart fráhrindandi, en þar var líka frumleiki og fegurð. Kórinn söng afar glæsilega, söngurinn var hreinn og tilfinn- ingaþrunginn og gerði tónlist- inni viðeigandi skil. Eins og fyrr segir vona ég að ég eigi eftir að heyra fleiri verk eftir Stefán, tón- list hans á greinilega fullt erindi í tónleikaflóruna hérlendis. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Mögnuð kórtónlist sem var fallega flutt. Syngið nýjan söng á Skálholtshátíð TÓNSKÁLDIÐ Hljómeyki flutti verk eftir Stefán Arason á Skálholts- hátíðinni. Á förnum vegi – annar hluti er sýn- ing á svarthvítum ljósmyndum Dags Gunnarssonar sem verður opnuð í Grófarhúsinu við Tryggvagötu á morgun. Eins og nafnið gefur til kynna tengist þessi sýning annarri sýningu sem nú stendur yfir í Ljós- myndasafni Reykjavíkur. Hér ber að líta andlitsmyndir af því fólki sem slæðist fram fyrir linsu ljósmyndar- ans á förnum vegi. Sýningarstjóri er Harri Gylfason. Um andlitsmyndir segir Dagur: „Góðar andlitsmyndir hreyfa við okkar innsta kjarna því þær vekja forvitni og viðbrögð sem spanna allan tilfinningaskalann. Við skönn- um stöðugt þau andlit sem verða á vegi okkar, það er hluti af viðvör- unarkerfi undirmeðvitundarinnar. Er viðkomandi vinveittur eða fjand- samlegur? Skyldur okkur eða fram- andi? Glaður eða reiður? Andlitsmyndir tala til okkar með beinum hætti. Það þarf engin próf- skírteini til að lesa í andlit – það er hæfileiki sem við fáum í vöggugjöf.“ - mg Á förnum vegi Dags Ljósmyndasýning á myndum Dags Gunnarssonar DAGUR GUNNARSSON M YN D /Þ O R B JÖ RG D AP H N E H AL L 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :5 9 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 1 -3 F D C 1 7 5 1 -3 E A 0 1 7 5 1 -3 D 6 4 1 7 5 1 -3 C 2 8 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 4 8 s _ 1 4 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.