Fréttablaðið - 15.07.2015, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 15.07.2015, Blaðsíða 26
KYNNING − AUGLÝSING MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 20154 Þegar gönguskór eru valdir er ekki verið að velja puntskó til að rölta í frá bílastæðinu og inn í hús og upp í lyftu. Vandaðu valið því gönguskór geta bæði verið bestu vinir þínir og verstu óvinir. Keyptu skó á kvöldin: fæturnir bólgna yfir daginn, svo að það getur munað einu númeri. Gerðu ráð fyrir sokkum: sumum hentar að ganga í ullarsokkum en aðrir nota sérstaka göngusokka. Ef þú notar innlegg: taktu það með í skó- búðina. Það er lykilatriði að prófa hvernig það passar í skóna því gönguskór eru öðruvísi í laginu en hefðbundnir. Taktu þér tíma: Labbaðu gegnum búðina. Farðu upp og niður stiga. Finndu smá halla og prófaðu að þramma upp og niður. Ef þú finnur eitthvað fyrir skónum á þessu rölti, einhver saumur sem nuddast ekki rétt eða aðeins of þröngt yfir ristina þá er þetta ekki rétti skórinn fyrir þig. HVAÐ SKAL TAKA MEÐ? Á vefsíðunni safetravel.is er að finna útbúnaðarlista fyrir mis- munandi tegundir ferða. Hér er að finna listann fyrir gönguferðir að sumri: Styttri ferðir Nærfatnaður úr ull eða sambæri- legu Miðlag úr flís eða sambærilegu Vatns- og vindhelt ysta lag fatnaðar Gönguskór Sokkar, 1-2 pör Vettlingar Buff og/eða húfa Legghlífar? Nesti Kort, áttaviti og GPS-tæki Fjarskiptatæki t.d. sími og talstöð Göngustafir? Sjúkrabúnaður Hælsærisplástur Sólarvörn Vatns- eða hitabrúsi Viðbót í lengri ferðir Tjald Svefnpoki og dýna Prímus og eldunaráhöld Aukanesti Aukafatnaður Vaðskór? Snyrtivörur, smyrsl á viðkvæm svæði Lína, 8 mm, 30 metrar Klósettpappír og skófla til að grafa Ljós BEST AÐ VERA Í LÖGUM Útivist er að flestra mati endur- nærandi en það dregur mikið úr ánægjunni ef kuldinn nær yfir- höndinni. Góður útivistarfatnaður gerir gæfumuninn. Yfirleitt er mælt með því að klæðast nokkrum lögum. Lögin fylla upp í loftrýmið sem myndast á milli líkamans og yfirhafnarinnar og draga úr líkum á hitatapi. Þá er auðvelt að klæða af sér hita með því að fækka lögum. Dúnyfirhafnir þykja halda mestum hita og yfirleitt er mælt með fötum úr náttúrulegum efnum frekar en gerviefnum. Ullin heldur til að mynda á þér hita þó hún blotni auk þess sem náttúruleg efni anda betur. Gerviefni hafa það þó fram yfir mörg náttúruleg efni að þau skýla vel fyrir vindi. Eftirfarandi forgangsröðun er gott að hafa í huga þegar halda skal á sér hita. Aðalatriði er að halda búknum heitum, næst er það höfuðið, svo fæturnir, síðan hálsinn, hendur og loks fætur. Gönguskór og útivistarfatnaður Gát við val á gönguskóm 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :5 9 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 1 -7 1 3 C 1 7 5 1 -7 0 0 0 1 7 5 1 -6 E C 4 1 7 5 1 -6 D 8 8 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 4 8 s _ 1 4 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.