Fréttablaðið - 15.07.2015, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 15.07.2015, Blaðsíða 32
USD 134,04 GBP 208,89 DKK 19,79 EUR 147,65 NOK 16,50 SEK 15,76 CHF 141,68 JPY 1,09 Netfang rit stjorn@markadurinn.is Sími 512 5000 Fax 512 5301 Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is Gengi gjaldmiðla FTSE 100 6.753,75 +15,80 (0,23%) Viðskiptavefur Vísis @VisirVidskipti STJÓRNAR - MAÐURINN @stjornarmadur A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins seldi þrjár milljónir hluta í N1 í gær. Þetta kom fram í fl öggun til Kauphallarinnar. Gengi bréfa í gær var 39,15 á hlut og því var verð- mæti söluhlutarins 117 milljónir króna. Eftir viðskiptin á A-deild lífeyrissjóðsins 45 milljónir hluta, eða 9,57 prósenta hlut í fyrirtækinu. Nemur verðmæti hlutarins tæplega 1,8 milljörðum króna. 117 MILLJÓNIR LSR seldi 3 milljónir hluta í N1 10. 07. 2015 Við stýfum þetta með tvenn- um hætti. Annars vegar eru það viðskipti Eignasafns Seðlabankans, sem frá ára- mótum hafa dregið 24 milljarða af lausu fé út af markaðnum. Og hins vegar með því að fá þetta inn á bundna reikninga. Samtals frá áramótum hafa verið dregnir 98 milljarðar inn á þá reikninga. Már Guðmundsson seðlabankastjóri 265 samningum var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu 3. júlí til 9. júlí 2015. Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár. Þar af voru 202 samningar um eignir í fjölbýli, 52 samn- ingar um sérbýli og 11 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 9.666 millj- ónir króna og meðalupphæð á samning 36,5 milljónir króna. Á sama tíma var 10 kaupsamningum þinglýst á Suður- nesjum, 17 kaupsamningum á Akureyri og 16 kaup- samningum var þinglýst á Árborgarsvæðinu. 10 MILLJARÐA VELTA Á þriðja hundrað samningum var þinglýst Dúnmjúkt lín fyrir hótel og ferðaþjónustur Fastus býður uppá hágæða fagvörur fyrir hótel og veitingahús - hvort sem er alhliða lausnir í eldhús og matvælavinnslu eða húsgögn og lín fyrir hótelherbergi. Komdu í verslun okkar, Síðumúla 16 og skoðaðu vöruúrvalið - og fáðu um leið ráðgjöf hjá sölumönnum Fastus sem hafa áratugareynslu á veitingasviði. Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Landsbankinn hefur ákveðið að ráðast í byggingu nýrra höfuð- stöðva við Austurhöfn í Reykja- vík. Áætlar bankinn að bygg- ingin muni kosta um átta milljarða króna og komi til með að borga sig upp á u.þ.b. tíu árum enda hygg- ist bankinn selja fasteignir á móti, auk þess sem leigukostnaður mun minnka. LANDSBANKINN er 98% í eigu íslenska ríkisins – skattgreiðenda. Hagnaður bankans á síðasta ári nam tæplega 28 milljörðum króna, og ætla má að afkoman í ár verði sambærileg sé miðað við fyrsta ársfjórðung. Ekki er þó allt sem sýnist í upp- gjörum bankanna, enda vitað mál að lán sem færð voru úr gömlu bönkunum í þá nýju á afslætti hafa verið innheimt að fullu. Við- líka afkomutölur eru því síður en svo tryggðar til frambúðar, heldur byggjast að stórum hluta á ein- skiptishagnaði. Raunar er ljóst að þegar kemur að skuldadögum þurfa bankarnir sennilega að vernda afkomu sína með hagræðingu eða hækkun þjón- ustugjalda. Nema hvort tveggja verði raunin. Því þykir stjórnarmanninum kyndugt að lesa um fyrirætlanir ríkisbankans um byggingu nýrra höfuðstöðva, en ætla mætti að þarfari verkefni bíði úrlausnar í fjármálageiranum. Þannig mætti til að mynda nefna sölu á eignum sem ekki teljast til kjarnastarf- semi, en bankarnir eiga í dag stóra hluti í fyrirtækjum á hinum ýmsu sviðum – allt frá fasteignum og matvöru yfir í fjarskipti. FÆKKUN starfsfólks í fjármála- geiranum hefur sömuleiðis verið óveruleg síðan 2008, en skv. Fjár- málaeftirlitinu eru starfsmenn í dag einungis 11% færri en í árs- lok 2008. Áhugavert í ljósi þess að eignir bankanna eru í dag sagðar vera um það bil fimmtungur af því sem þær voru sumarið 2008. Spurningin er því hvort lausn á húsnæðisvanda Landsbankans liggi ekki í augum uppi? Kaupþing byggði á sínum tíma veglegar höfuðstöðvar í Borgar- túni. Lokið var við bygginguna í árslok 2007 og hýsti hún megnið af innlendri starfsemi bankans. Í dag er byggingin notuð undir höfuð- stöðvar Arion banka. Í LJÓSI þess að Borgartúnshöllin hýsti á sínum tíma banka sem var margfaldur að stærð við saman- lagða starfsemi Arion banka og Landsbankans mætti ímynda sér að undir eðlilegum kringumstæð- um gætu bankarnir deilt aðstöð- unni þannig að vel færi um alla. Jafnvel mætti ganga lengra og sameina hreinlega bankana tvo. Við sameininguna mætti svo greiða út veglegan arð til ríkisins, sem t.d. gæti staðið undir bygg- ingu nýs spítala. Röng forgangsröð- un í bankakerfinu 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :5 9 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K _ N Ý.p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 2 -B 7 1 C 1 7 5 2 -B 5 E 0 1 7 5 2 -B 4 A 4 1 7 5 2 -B 3 6 8 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 4 8 s _ 1 4 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.