Fréttablaðið - 15.07.2015, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.07.2015, Blaðsíða 6
15. júlí 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Með hverjum snæddi Ólafur Ragn- ar Grímsson kvöldverð á Akureyri? 2. Hver vann Wimbledon-mótið í tennis í einliðaleik kvenna? 3. Frá hvaða fylki er Scott Walker sem býður sig fram til Bandaríkjaforseta? SVÖR: 1. Ted Turner 2. Serena Williams 3. Wis- consin MENNTAMÁL Niðurstaða er komin í mál nýút- skrifaðs viðskiptafræðings sem var grunað- ur um að hafa falsað þrjú viðtöl í lokaritgerð sinni. Þetta staðfestir Daði Már Kristófersson, forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Daði vildi ekki tjá sig um niðurstöðuna að öðru leyti. Málið hefur verið til rannsóknar hjá við- skiptafræðideild Háskóla Íslands frá því í apríl. Ritgerðin sem um ræðir byggir meðal ann- ars á viðtölum og gögnum frá ferðaþjónustu- aðilum á Suðurlandi sem eru fölsuð. Upp komst um málið í kjölfar þess að Frið- rik Pálsson, hótelhaldari á hótel Rangá, fékk ábendingu um að fram væri komin ritgerð sem byggðist á rekstri hans. Friðrik, sem kannaðist ekkert við að hafa svarað spurn- ingum frá ritgerðarhöfundi, vakti athygli við- skiptafræðideildar á málinu. Síðar kom í ljós að tveir aðrir viðmælendur í ritgerðinni könnuðust heldur ekki við að hafa hitt eða svarað spurningum frá höfundi. Athygli vekur að ritgerðin er full af mál- fars- og stafsetningarvillum en nemandinn fékk 8 í einkunn fyrir ritgerðina. Fréttablaðið hefur ritgerðina undir höndum. - ngy Ritgerð nýútskrifaðs viðskiptafræðinema byggði á þremur viðtölum sem talin eru uppspuni: Rannsókn lokið hjá viðskiptafræðideild HÍ HÁSKÓLI ÍSLANDS Málið hefur verið til rannsóknar hjá viðskiptafræðideild frá því í apríl. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR FERÐAÞJÓNUSTA „Það er nú sennilega skást á Þingvöllum miðað við aðra staði á land- inu en þetta er alveg skelfilegt ástand almennt,“ segir Helgi Jón Davíðs son leiðsögumaður um ástand salernismála fyrir ferða- fólk hérlendis. Gríðarleg fjölgun ferðamanna undanfarin ár heldur áfram á þessu ári. Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra og formaður Þingvallanefndar, segir að haldi aukningin áfram, þá hafi menn varla undan. Hún tekur þó undir að á Þingvöllum sé staðan betri en víðast annars staðar. Þar hafi komið á bilinu 600 til 700 þúsund gestir í fyrra og í stefni að það aukist um 30 prósent. „Það er svo margt nýtt sem þarf að hugsa um og ég held að við séum öll af vilja gerð en ég held að ekkert land hafi staðið frammi fyrir annarri eins aukn- ingu á svo skömmum tíma,“ segir umhverfisráðherra. Sigrún segir salernismálin til umræðu bókstaflega um allt land og þar sé hálendið ekki undan- skilið þar sem klósettpappír sé sagður fjúka um allt. Einnig sé mikið vandamál með húsbíla- eigendur sem losi þá á röngum stöðum. „Það vantar einhverja sið- menningu. Þetta er að verða stórt og alvarlegt vandamál og ég sé ekki aðra leið en að setja um þetta lög og reglugerðir,“ segir ráðherra. Helgi Jón Davíðsson segir sal- ernismál stærsta einstaka málið sem leiðsögumenn þurfi að svara fyrir. Honum finnst alltof lítið hafa gerst í þeim efnum. „Það eru allar sveitarstjórnir á landinu alveg steinsofandi yfir þessu,“ segir leiðsögumaðurinn og bendir á að ferðamenn skilji hér eftir mikla fjármuni. „En þeir eru alls ekki notaðir í upp- byggingu fyrir greinina. Þetta er orðin stærsta atvinnugrein þjóð- arinnar og það er enginn sem sinnir þessari grunnþörf.“ Sigrún segir að vernda þurfi betur viðkvæm svæði. Á Þing- völlum hafi verið sett fé í sal- erni, göngustíga, fræðslu og landverði. „Það vantar eitthvað í fólk- ið sjálft að geta lagst svo lágt eins og í þessu dæmi. Þarna er stutt til beggja handa í salerni,“ segir Sigrún varðandi það að fólk gangi örna sinna aftan við Þing- vallabæinn. Helgi Jón undirstrikar að ferðamenn sé langflestir vilj- ugir að borga fyrir að komast á salerni – þeir vilji bara að þjón- ustan sé fyrir hendi og skilji ekki af hverju svo sé ekki „Þeir bara hrista hausinn.“ gar@frettabladid.is Skilja ekki bara eftir aur á Íslandi Umhverfisráðherra segir menn varla hafa undan mikilli fjölgun ferðamanna. Salernismál séu í brennidepli um land allt. Leiðsögumaður segir sveitarstjórnir steinsofandi í þessum efnum og að ferðamenn hristi einfaldlega höfuðið yfir ófremdarástandinu sem ríki hérlendis. Í SKJÓLI Sumir stinga sér inn í þetta rjóður aftan við Þingvallabæinn til að hægja sér. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR VIÐ ÞINGVALLAKIRKJU Þessi var að skoða sig um og mynda á þeim slóðum sem margir nýta til að svara kalli náttúrunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR EKKI HUGGULEGT Þetta framlag sem einhver skildi eftir rétt við þjóðargrafreitinn fer ólíklega á Heimsminjaskrá. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÞJÓÐARGRAFREITUR Í lundi handan við hinsta hvílustað tveggja þjóðskálda er afvikinn staður sem nýttur er sem útisalerni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Það vantar eitthvað í fólkið sjálft að geta lagst svo lágt eins og í þessu dæmi. Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra og formaður Þingvallanefndar VEISTU SVARIÐ? 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :5 9 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 2 -8 F 9 C 1 7 5 2 -8 E 6 0 1 7 5 2 -8 D 2 4 1 7 5 2 -8 B E 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 4 8 s _ 1 4 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.