Fréttablaðið - 15.07.2015, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 15.07.2015, Blaðsíða 24
KYNNING − AUGLÝSINGGönguskór og útivistarfatnaður MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 20152 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Jónatan Atli Sveinsson, s. 512 5446, jonatan@365.is Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson. Trespass er þekkt verslana-keðja sem rekur búðir um alla Evrópu. Merkið er breskt og er þekkt fyrir gott verð og jafnframt góð gæði,“ segir Örn Valdimarsson, eigandi Trespass á Íslandi. Verslunin var opnuð hér á landi í júní og hefur orðstír henn- ar aukist jafnt og þétt. „Við bjóðum upp á breiða vöru- línu, allt frá gönguskóm, hlaupa- skóm og fatnaði til tjalda og svefn- poka,“ segir Örn og áréttir að í Trespass fáist föt og skór bæði á börn og fullorðna. Auk þess fæst þar allt sem þarf fyrir útileguna. „Við tölum oft um að við bjóð- um upp á fjölskylduvænt verð,“ segir Örn glaðlega og bendir á að í stað þess að kaupa eina úlpu úr dýrri merkjavörubúð sé hægt að fata upp alla fjölskyld- una fyrir veturinn í Trespass fyrir sama verð. Verðið er því al- mennt gott í Trespass en auk þess eru veitt- ir vikulegir afslætt- ir af hinum ýmsu vöru- tegundum. „Um daginn vorum við með góðan afslátt af hlaupaskóm og núna eru göngu- skór á tilboði,“ segir Örn en í til- efni af opnun verslunar- innar ætlar hann að bjóða upp á tuttugu prósenta afslátt af öllum vörum í versl- uninni fram að versl- unarmannahelgi. Örn bendir á að fólk á öllu landinu geti versl- að við Trespass í gegnum vefsíðu búðarinnar „Þar er að finna góðar myndir af öllum vör- unum og upplýsingar um verð.“ Örn býður alla velkomna í versl- unina að Bæjarlind 16 en frekari upplýsingar má nálgast á vefsíð- unni www.trespass.is. Trespass – útivistarverslun með fjölskylduvænt verð Trespass er ný verslun í Bæjarlind 16 sem selur útivistar- og sportfatnað á alla fjölskylduna á góðu verði. 20% afsláttur verður af öllum vörum út júlí. Úrvalið er gott í Trespass. Þar má fá allt fyrir útileguna, allt frá fötum og skóm til tjalda og svefnpoka. MYND/GVA 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM ÚT JÚLÍ. 100% MERINO ULL NÝJUNG LANGERMA BOLIR Við bjóðum upp á breiða vörulínu, allt frá gönguskóm, hlaupaskóm og fatnaði til tjalda og svefnpoka. Að hreyfa sig úti í náttúrunni dregur úr streitu. Það eru ekki ný sannindi, að sögn Giovanna Calogiuri, prófessors við háskólann í Hedmark í Noregi. Margar rannsóknir hafa sýnt það áður. Rannsókn háskólans í Hed- mark á hreyfingu fólks staðfestir þetta enn og aftur. Dregur úr streitu Græn hreyfing er ekki það sama og útivist. Græn þjálfun er reglu- bundin og markviss hreyfing í náttúrulegu umhverfi. Rannsókn- in leiddi í ljós að græn hreyfing dregur úr stresshormónum lík- amans, hýdrókortisóni. Þeir sem finna fyrir streitueinkennum ættu því að hreyfa sig úti í náttúrunni til að vinna bug á þeim. Þegar fólk vaknar á morgnana er hýdrókortisón hátt í líkaman- um, hormónið hjálpar okkur að komast á fætur en minnk- ar síðan á næsta klukku- tíma. Sumir finna fyrir streitu allan daginn sem er slæmt fyrir heilsuna. Í fallegri náttúru Græn hreyfing er skil- greind sem líkams- rækt í náttúrulegu umhverfi, það er, að einstaklingurinn er um- kringdur trjám, plöntum, grasi, fjöllum eða vatni á meðan hann hreyfir sig. Þetta geta verið hjólreiðar, fjallganga, garðvinna, göng- ur, hlaup eða leikir. Reglu- bundin hreyfing ætti að vera í forgangi hjá öllum. Stjórn- völd ættu að leggja ríkari áherslu á bætta lýðheilsu og hvetja fólk til að stunda heil- brigðan lífsstíl. Það er hægt að gera með góðum hjólreiðabrautum, göng u leiðu m og auðveldu aðgengi að náttúruperlum. Það kostar ekkert að hreyfa sig í náttúrunni, hún er heilsubætandi og dregur úr streitu. Calogiuri prófessor fékk tvo hópa til að taka þátt í rannsókn- inni. Annar hópurinn þjálfaði innanhúss í líkamsræktarstöð en hinn hópurinn stundaði græna þjálfun. Mikill munur kom fram varðandi minnkandi streitu hjá græna hópnum. Misjafnt val Einnig voru lagðar spurningar fyrir þátttakendur. Í ljós kom að Norðmenn eru frekar duglegir að hreyfa sig. Það kom vísindamönn- um á óvart hversu margir eru dug- legir að fara í göngur eða hlaupa utanhúss. Einnig kom á óvart að fólk sem vill hreyfa sig en er ekki mjög áhugasamt um líkamsrækt velur frekar hreyfingu í nátt- úrunni en í líkamsræktar- sal. Þeir sem hreyfa sig til að léttast velja frekar líkams- ræktarstöðvar. Sófafólk ætti að prófa Niðurstöðurnar sýna að ástæða er til að hvetja sófafólk til að prófa að hreyfa sig í nátt- úrunni. Þeir sem kjósa græna hreyfingu geta ráðið tíma sínum, hve- nær hentar best að fara út, segir Giovanna Calo- giuri, og bendir á að græn hreyf- ing geti gert fólk hamingjusam- ara. Enginn vafi er á því að fólki sem hreyfir sig utanhúss líður betur andlega en þeim sem ekkert hreyfa sig. Alls voru 2.200 þátttak- endur í rannsókninni og gætt var að jafnvægi í aldri, kyni og búsetu. Græn hreyfing bætir heilsu Vísindamenn hafa nú komist að því að þeir sem stunda svokallaða „græna hreyfingu“ utanhúss losa frekar um streitu í líkamanum en þeir sem þjálfa innanhúss. Græn hreyfing dregur úr stressi og gerir fólk hamingjusamt. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :5 9 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 1 -3 F D C 1 7 5 1 -3 E A 0 1 7 5 1 -3 D 6 4 1 7 5 1 -3 C 2 8 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 4 8 s _ 1 4 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.